Óvenjulegar rigningar

Það er ekki ofsögum sagt af rigningunni það sem af er mánaðarins.

Ótrúlega víða er úrkoman það sem af er (11 dagar) orðin meiri en hún var að meðaltali alls júlímánaðar  viðmiðunartímabilið 1961-1990 eða tímabilið 1971-2000 (lítill munur er á meðaltali þessara tímabila fyrir stöðvar sem mælt hafa þau bæði) eða þá meðaltöl jafn lengi og athugað hefur verið á þeim stöðvum sem ekki eru til meðaltöl fyrir þessi ár. Mjög víða hefur þá náttúrlega fallið meiri úrkoma þessa daga en nokkru sinni áður hefur mælst fyrstu 11 daga mánaðarins. 

Staðir þar sem úrkoman er þegar komin yfir meðallag alls mánaðarins eru svo margir og víða að fljótlegra er að geta um nokkra staði þar sem þetta hefur ekki gerst.

Þar er Reykjavík efst á blaði en einnig stöðvar á suðurlandsundurlendi og á suðausturlandi og þeirra á meðal virðist vera Kvísker (þar eru nú sjálfvirkar mælingar), úrkomusamasta stöð landsins, og einnig Hólar í Dýrafirði. En þarna hefur samt verið talsverð úrkoma þó hún hafi ekki enn slegið út meðaltal alls mánaðarins. 

Sem sagt: Við erum einfaldlega að lifa mesta úrkomutímabil fyrsta þriðjungs júlímánaðar næstum því alls staðar sem gengið hefur yfir í a.m.k. síðustu hálf öld eða svo. 

Ekki er hægt að kalla slíkt neitt dæmigert ástand. Það flokkast undir það óvenjulega. 

Hitinn er hins vegar á engan hátt óvenjulegur í heild þessa daga. Fremur í hlýrra lagi allvíða, annars staðar í kringum meðallag og hvergi neinir kuldar, allra síst á annesjum og útkjálkum.

En auðvitað verður lítið úr sæmilegum hitanum fyrir fólk í þessari vætutíð.

Það er þó bót í máli hvað hitinn heldur sér og vonandi að þegar skiptir um farið á veðrinu verði aftur sumar og sæla.

Það gæti samt dregist í nokkur ár!! 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband