15.7.2014 | 22:05
Smá veðurspjall
Það er ekki hægt annað en að taka undir sumt af því sem þarna er sagt í fréttinni sem vísað er til.
Umfjöllun fjölmiðla um veður er mjög bundin suðvesturhorninu. Að nokkru leyti er það skiljanlegt því þar býr meirihluti landsmanna og þar eru flestir fjlömiðlarnir.
Verst er þó hið sífellda rell fréttamanna ríkissjónvarpsins við veðurfræðingana um það hvort sólin fari ekki að sýna sig og þá vitanlega í Reykjavík. Hvers vegna þurfa þeir sífellt að beina spurningum að þeim? Af hverju ekki að segja bara einfaldlega að nú sé komið að veðurfréttum án frekari bollalegginga með fussi og sveii.
Það er líka vont að matið á góðu veðri hjá æði mörgum virðist eingöngu lúta að sólskini. Samasemmerki er hiklaust sett milli góðs sumarveðurs og sólskins. Það sé bara sama fyrirbrigðið þó sumir sólardagar geti verið afskaplega kaldir í rokna norðanskotum en margir auðvitað sæmilega hlýir eða þaðan af betri.
Ekki er einu sinni reynt að setja sig inn í annað ástand veðurfarsins en sólfarsins.
Júni er þar mjög gott dæmi. Hann er á landsvísu annar af tveimur hlýjustu júnímánuðum sem mældir hafa verið. Sums staðar var hann sá hlýjasti og alls ekki bara fyrir norðan og austan heldur líka fyrir sunnan og vestan eins og ég hef drepið á í öðrum bloggpistli. Í Reykjavík var hann sá fjórði hlýjasti. Og hann var einhver hægviðrasamasti júni sem mældur hefur verið, sá hægviðrasamasti á sjálfvirku veðurstöðvunum, sem byrjuðu 1997 en á þeim mönnuðu frá 1963. Þá var nú ekki rokið og hryssingurinn!
Oftast er þetta þó einskis metið í þeirri umfjöllun fjölmiðla sem ég hef séð og reyndar líka meðal fasbókara. Mánuðurinn hefur verið léttvægur fundinn þrátt fyrir afburða hlýindi og hægviðri af því að sólarstundir voru í færra lagi á suðvesturlandi og úrkoman þar var nokkuð mikil. Eigi að síðu komu nokkrir mjög góðir sólardagar í höfuðborginni snemma mánaðarins. Á Akureyri var þessi júní hins vegar í fínu lagi sólarlega (og væntanlega víðar fyrir norðan og austan), vel yfir hinu heðfbundna meðallagi 1961-1990 og nákvæmlega í meðallagi þessarar aldar sem er talsvert hærra.
Og þá komum við að einu merkilegu atriði. Sumrin á þessari öld þangað til í fyrra (og þá bara að nokkru leyti) hafa ekki aðeins verið óvenjulega hlý miðað við fyrri tíð heldur yfirleitt einnig afar sólrík, bæði fyrir sunnan og norðan. Sumarið 2012 er t.d. það sólríkasta á Akureyri og fjórða sólríkasta í Reykjavík. Mann langar til að telja það sólríkasta sumar á landinu sem við höfum lifað! Mörg önnur sumur aldarinanr hafa verið fyrsta flokks. Ekki síst á Reykjavíkursvæðinu. Lítil ástæða er til að vorkenna höfuðboegarbúum vegna sumranna mörg síðustu ár. Þau hefðu varla getað betri verið þangað til í fyrra. En sunnanáttin er rigningarsæl syðra þegar hún er þaulsetin ekki síður en norðaustanáttin, sem er miklu kaldari, er ekkert grín á austurlandi!
Það er blátt áfram óraunsætt að ætla að álíka sumargæði haldi áfram endalaust og ekki komi bakslag á einhverjum sviðum og einhvers staðar. Og menn finna auðvitað fyrir bakslaginu, ekki síst þar sem það er harkalegast. Bakslagið núna er líka ekkert smá harkalegt eftir að kom fram í júlí. En það ætti samt ekki að undra neinn að ráði.
Að mínu viti er samt ekki hægt að kalla júní annað en góðan mánuð, svona út af fyrir sig, jafnvel þar sem minnst var sólskinið og mest úrkoman. Hitinn og hægviðrið skiptir lika máli. Það er reyndar auðvitað hitinn sem gerir sumrin að sumrum. Án hans væri ekkert sumar. Og kuldaástand og raunverulegt sumarleysi hefur ríkt á landinu í heild og í einstökum landshlutum oftar en maður vill muna í andartakinu. .
En svo kom júlí.
Mér finnst eiginlega ekki hægt að tala um júní og það sem af er júlí í sömu andrá.
Júlí hefur ekki ekki aðeins verið fremur svalur víða nema á austurlandi en reyndar skánað mikið síðustu dagana heldur hefur hann verið alveg óvenjulega úrkomusamur, næstum því alls staðar. Og er ekki nema von að fólk finni fyrir því. Úrkoman er mjög víða orðinn meiri en í meðallagi alls júlímánaðar þó mánuðurinn sé ekki hálfnaður og eða þá og jafnframt meiri en nokkurn tíma áður fyrri helming mánaðarins. Það á líka við um Fljótsdalshérað. Þar hefur ekki rignt síðustu daga að ráði en fyrsta vikan var mjög úrkomusöm. Á Egilsstöðum hefur í heild þessa 15 daga sýnist mér fallið meiri úrkoma en í Reykjavík og dagar með mælanlegri úrkomu eru jafn margir á báðum stöðum.
Það er því alveg ástæða til að taka túlkanir ferðaþjónustufólks á veðurlagi með nokkurri varúð ekki síður en fjölmiðla.
Þegar allt kemir til alls get ég annað en talið júní í heild góðan mánuð alls staðar en bestur fyrir norðan og á Fljótsdalshéraði og reyndar lika sums staðar á vesturlandi. Júlí hefur hins vegar verið mjög votviðrasamur nær alls staðar og fremur svalur nema á austurlandi en er allur að hlýna og koma til síðustu daga. Í uppsiglingu virðist vera gamaldags sunnanátt með rigningu syðra en miklum hlýindum fyrir norðan og austan í stað mikilla rigninga víðast hvar um landið. Gamla góða Ísland!
En vitaskuld er þetta sólarleysi að verða þreytandi á suðurlandi.
Ekki er samt enn útséð með sumarið. Það er ekki búið. Hlýjasti tíminn að jafnaði er meira að segja eftir.
Umfjöllun út frá einum landshluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 19.7.2014 kl. 15:18 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það er gott hvað þú ert duglegur að verja veðrið Sigurður. Þú ert greinilega einn um það hér sunnan- og vestanlands.
Þá máttu eiga það að þú lýsir júlí nokkuð rétt.
Ef byggt er á tölum frá þér sjálfum (sjá skrá) þá er staðan þessi:
Meðalhitinn í Reykjavík í júlí þegar hann er hálfnaður er 10,8 stig (sem er 1,1 stigi undir meðaltali áranna 2001-13 (11,9) en 0,3 stigum hærri en á köldu árunum 1961-90 (10,5). Meðalhiti áranna 1931-60 var 11,4 gráður eða 0,6 gráðum hlýrra en það sem af er þessum mánuði nú).
Úrkoman þegar mánuðurinn er hálfnaður er 55,6 mm en meðaltalið er 48 mm fyrir allan mánuðinn.
Sólin hefur skinið miklu minna en áður þekkist eða 45 stundir það sem af er. Meðaltal júlímánaðar alls er 171,3 stundir (1961-90)-189,9 (2001-13) sem gerir næstum helming fleiri sólarstundir en í öllum júlí í ár ef við reiknum með svipaðri "sól" það sem eftir er af mánuðinum. Samkvæmt langtímaspám verður það þó alls ekki þannig að sólarleysið nú slær líklega öll fyrri met.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 12:55
Hvað ertu eiginlega að fara í þessari hálf ónotalegu kveðju Torfi? Mér sýnist hún bara heinlega ekki halda vatni. Þú segir að ég sé að "verja" veðrið en megi eiga það að hafa lýst júlí nokkuð rétt.
Ókei, þá ætti júlí að vera út úr myndinn og allt í sómanum með það sem ég segi um hann. Meint vörn mín fyrir veðrið hlýtur þá að eiga við um júní. En dæmin sem þú birtir og eiga greinilega að vera áfellisdómur um "vörn" mína fyrir veðrið eru samt öll frá júlí. Í daglegu tali kölluð við svona framgang órökréttan að ekki sé meira sagt.
Já, "vörn" mín um veðrið hlýtur þá að eiga við um júni úr því að ég er ekki að verja júlí að þínu þungvæga áliti. Ég ætla ekki að "verja" neitt af því sem ég hef sagt um veðrið í júni eða veðrið yfirleitt í mínum bloggskrifum. Þess gerist ekki þörf. Þó vil ég árétta að þessi júní er einn af tveimur hlýjustu júnímánuðum á landinu sem mælst hafa og einn sá hægviðrasamasti og vel sólríkur á Akureyri og þá líklega víðar fyrir norðan og austan. Það er ekki hægt að hallæmæla slikum mánuði þó hann gæti hafa verið enn betri á suður og vesturlandi þar sem hann var þó sums staðar sá hlýjasti og lika hægviðrasamur. Ég set mig sem veðuráhugamaður ekki í þær stellingar að einblína bara á veðrið þar sem ég er staddur eða bara einn veðurþátt og þusa og þusa um hvað veðrið sé ömurlegt þó það sé það sums staðar.
Hitt er annað mál að fáir eru meiri sólskinsfífl en ég og kunna eins vel að meta gott veður og það hefur verið alveg augljóst í veðurskrifum mínum gegnum árin.
Í fyrra eða hitt ið fyrra helgaðir þú mér heilli bloggfærslu á Moggablogginu þínu um það sem ég þá hafði skrifað um veðrið. Fyrir nú utan ónotalegt orðalagið var þar ýmis konar vanskilningur, misskilningur og útúrsnúningur. Ég kom með kurteislega athugasemd þar sem ég vildi benda á sumt af því. En athugasemdin birtist aldrei. Samt var ekki lokað fyrir athugasemdir.
Nú mætti spyrja: Er nokkur ástæða til að birta athugasemdir frá þeim sem gerast hælbítar annara en birta EKKI athugasemdir frá þeim sem þeir glefsa í ef þeir vilja koma leiðréttingum á rutli þeirra á framfæri? Og er þetta framferði þeirra heiðarlegt og drengilegt?
Ég byrjaði að blogga um veðrið haustið 2007. Það var gaman lengi vel. Á seinni árum hefur sú öfugþróun orðið að fámennur hópur athugasemdara hefur lagst á þá sem blogga um veðrið með endalausum neikvæðum og oft bara andstyggilegum athugasemdum. Eilífu naggi og nöldri. Og þú Torfi ert þar einna fremstur í flokki. Skilur eftir þig slóðan hvar sem þú ferð.
Þetta hefur auðvitað haft sín áhrif þegar tíminn líður á þá sem blogga um veðrið. Menn fara að draga sig meira í hlé eða setja upp takmarkanir á athugasemdum.
Þetta er vond þróun.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.7.2014 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.