28.4.2015 | 12:53
"Kuldaskeið"
Ef maður les netmiðla, það er að segja fréttamiðla á netinu, blogg og fasbók, er alveg sláandi að svo virðist sem fjöldi manns, kannski flestir, standi í þeirri trú að nýtt "kuldaskeið" sé framundan. Og muni standa í nokkra áratugi.
Nú er það staðreynd að á þessari öld hafa verið svo mikil hlýindi að þess eru engin dæmi í samfellt jafn mörg ár. Fyrstu 14 ár þessarar aldar eru um 0,8 stigum hlýrri á landinu hvað ársmeðalhita snertir en síðustu 14 ár 20. aldar, vetarhitinn um 1,1 stigi en sumarhitinn um 0,7 stigum hlýrri. Og það er varla raunhæft að vænta þess að hlýindi af slíkri stærðargráðu haldi áfram af sama krafti alveg von úr viti. Einhver kólnun virðist óumflýajanleg en fall úr allra hæstu hæðum er ekki það sama og kuldatíð.
Af 20 hlýjustu árum á landinu sem hafa mælst alla mælingasöguna hafa 8 verið á okkar öld, þeirra á meðal þau tvö allra hlýjustu og var árið í fyrra annað þeirra! Varla sterkur fyrirboði kuldaskeiðs! Kaldasta árið á þessari öld á landinu, 2005, var hlýrra en öll ár 1987-2000 nema tvö en eitt var svipað.
Séu þessi 14 ár okkar aldar hins vegar borin saman við það langtímameðaltal hita sem enn er miðað við, 1961-1990, er munurinn á ársmeðalhita meiri en heilt stig, svo ótrúlegt sem það hljómar. Öll 30 árin á því skeiði voru kaldari en 2005 nema fimm. En vitaskuld ber þess þá að gæta að þarna eru 14 ár borin saman við 30. Þetta sýnir samt hve mikil hlýindi við búum nú við og hvers konar hitafar er sterkast í minni og upplifun fólks.
Í ljósi þeirra óvenjulegu hlýinda sem ríkt hafa á þessari öld má svo spyrja hvers konar ástand beri að kalla "kuldakskeið" þó eitthvað kólni frá þeim methlýindum. Ef næstu 14 ár væru t.d. að ársmeðalhita 0,4 stigum kaldari en það sem af er á þessari öld, væru þau samt sambærileg við hlýindaskeiðið 1931-1960. Væri þá hægt að kalla það raunverulegt "kuldaskeið"? Að mínu að vísu takmarkaða viti ber að tala fremur gætilega og af varakárni í alvöru umræðum um veðurfarsbreytingar. Jafnvel orðin sjálf sem notuð eru geta verið varasöm eða jafnvel villandi.
Svo má líka deila um það hvenær núverandi hlýindaskeið hófst, sumir segja 1996, aðrir vilja miða við upphaf okkar aldar en frá þeim tíma hafa til dæmis ÖLL árin í Reykjavik náð meira en fimm stigum í meðalhita og þar með verið hlýrri en árin voru þar að meðaltali á hlýindaskeiðinu 1931-1960 nema árið 2013 sem var í þó alveg í því meðallagi. Að teygja núverandi hlýndaskeið aftur um 25 ár eins og gert er þarna í yfirliti Morgunblaðsins (í blaðinu sjálfu) finnst mér nokkuð langsótt þó þá væri tekið að mildast frá því kuldaskeiði 20. aldar sem hófst með hafísárunum.
Já, "kuldaskeiðið". Eins og ég gat um áðan er engu líkara af netmiðlum en að margir standi í þeirri trú að það SÉ framundan. Eins og það sé bara óhjákvæmilega framtíðin.
Ástæðan er sú að einn ágætur veðurfræðingur og aðeins einn hefur boðað nýtt "kuldaskeið" sem muni vara í ein 30 ár. Þetta hafa fjölmiðlar haft eftir honum hvað eftir annað undanfarið. Ekki hefur þeim samt dottið í hug að leita álits annarra íslenskra veðurfræðinga um þetta atriði. Þetta má því með kalla dálitla kranablaðamennsku, að endurtaka spurningalaust í sífellu eitt sjónarmið og láta sem önnur séu ekki til.
Af þeim kveinstöfum sem margir hafa verið með hástöfum eftir að loksins núna kom vetur í kaldara lagi miðað við þessa öld (þó ekki kaldari en svo að mesta frost vetrarins í Surtsey var -4,9 stig og mældist fyrir fáum dögum!) finnst mér það eiginlega ábyrgðarhluti að fjölmilar séu hvað eftir annað að birta algjörlega einhliða framtíðarsjónarmið um veðurfar og reyni ekki að leita annarra viðhorfa.
Spár eru auðvitað spár en ekki raunveruleiki og menn geta bollalagt um þær í mismikilli alvöru. En með algjörlega einhliða upplýsingum um spár um veðurfar, en reynslan í vetur sýnir sannarlega að veðurfar skiptir fólk miklu máli, má hæglega skapa andrúmsloft, stemningu og væntingar, sem mótar heilt þjóðfélag, ef dæma má eftir þeim glugga sem netmiðlar og aðrir fjölmiðlar eru inn í samfélagið.
Það væri því ekki út í hött að fjölmiðlar spyrðu fleiri en einn íslenskan veðurfræðing hreint út um það hvaða framtíðarsýn þeir hafi um veðurfar næstu ára eða áratuga og þeir færi rök fyrr máli sínu byggð á staðreyndum, gögnum og skynsamlegum líkum. Það yrði mörgum eflaust kærkomið til fróðleiks og pælinga. Og gæti jafnvel hreinlega komið í veg fyrir að þjóðin fari nú alveg af hjörunum af ótta við meint harðindi og hallæri! Íslenskir veðurfræðingar skipta tugum, hver öðrum sprenglærðari og snjallari!
Er það eitthvað tabú eða feimnismál að fram komi í fjölmiðlum fleiri en eitt álit um framtiðarhorfur veðurfars?
Það er varla neitt einhuga samkomulag um þær horfur, sem hægt er að gera að nokkurs konar opinberum sannleika af því ekkert annað kemur fram, nema þá um undirliggjandi almenna hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa á okkar mjög svo veðurfarslega breytilega landssvæði.
Nýtt kuldaskeið gæti tekið við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 3.5.2015 kl. 13:12 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sammála. Allt of snemmt að afskrifa núverandi hlýskeið þótt ekki hafi verið hlýtt undanfarna mánuði. Ef menn vilja miða við hlýskeiðið á miðri síðustu öld þá stóð það í allt að 40 ár með ýmsum frávikum og tiltölulega köldum árum inn á milli. Sé miðað við að núverandi hlýskeið hafi byrjað 1996 þá gætum við því allt eins búast við að það standi til ársins 2036. Síðan er alveg óvíst hvort þessar hugmyndir um áratugasveiflur sé eitthvað til að treysta á, og ekki síður hvort eitthvað sé til í kenningum þessa eina veðurfræðings.
Emil Hannes Valgeirsson, 28.4.2015 kl. 15:10
Fyrir mitt leyti tel ég að alvöru hlýindaskeiðið hafi hafist árið 2001.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2015 kl. 17:26
Ég skoðaði nokkrar fréttir frá árinu 2013 til dagsins í dag og tók eftir að núverandi hlýindaskeið byrjar að mati Páls Bergþórssonar á ýmsum tímum - þar koma fram árin 1995, 1990 og jafnvel 1980 (þá er hann reyndar frekar að tala um hnattrænt).
Þá er lengd tímabila kólnunar og hlýnunar allt frá 25 ár og upp í 40 ár hjá honum (oftast þó í kringum 30 ár), en ef maður skoðar þessi tímabil í samhengi við upphaf hlýnunnar þá virðist Páll telja að kólnunin hefjist árið 2020.
Hins vegar gerir hann yfirleitt skýran greinarmun á sveiflum og hnattrænni hlýnun og telur líklegt að næsta tímabil kólnunar verði mun vægara en hið seinasta og er yfirleitt að tala um sveiflu á svokölluðum norðurhjara (væntanlega Norður-Atlantshafi). Það kemur samt ekki alltaf fram í fréttunum.
Höskuldur Búi Jónsson, 28.4.2015 kl. 17:44
Ekki getur maður séð annað af endurteknum fréttum af komandi kuldaskeiði en að það sé um það bil að hefjast hér um slóðir en ekki eftir fimm ára eða meira. En fréttir geta verið ónákvæmar þó þær dynji látlaust á fólki. Og víst telur Páll að næsta kólnun verði vægari en fyrri kólnanir. Spurningin er bara sú hvort eitthvað sem hægt er að kalla umtalsvert frávik niður á við, miðað við t.d. síðustu 30 ár en ekki 14, sé væntanlegt eða líklegt og svo hvað aðrir veðurfræðingar hafa að segja um þessa 60 ára sveiflukenningingu en hún er eiginlega það eina sem landsmenn hafa fengið að kynnast frá veðurvitum um hugsanlega þróun hitafars hér á landi. Maður furðar sig eiginlega þögn þeirra um þetta - af þeirri einföldu ástæðu að eftir fjölmiðlum að dæma og svo umtali fólks út frá þeirra umfjöllun er engu líkara en það sé búið að festa það í sessi að þessar sveiflur séu hinn óefaði sannleikur í málinu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2015 kl. 18:18
Þetta er nú einfaldlega staðreynd sem ég er búinn að reyna að segja sviðsmyndateiknurum Veðurstofunnar og fylgitunglum þeirra í þrjú ár.
Það er að kólna á Íslandi piltar - sættið ykkur við það (og munið að vera góðir við lóurnar) ;)
ps. Allt um staðreyndir loftslagsbreytinga (vetur, sumar, vor og haust) hér:
https://www.facebook.com/groups/gwhysteria/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.4.2015 kl. 19:30
Við Mali verðum í það minnsta góðir við lórunar sem hafa lagt undir sig túnið við húsið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2015 kl. 20:05
Mér finnst aðalatriðið vera að það veit enginn hvort það muni hlýna eða kólna á Íslandi á næstu árum. Sá sem heldur því fram að það muni kólna gæti í glópaskap alveg haft rétt fyrir sér en hinir veðurspöku eru ekkert að fullyrða um það sem ekki er vitað. Það sem þó styður kólnun eru hin sérsöku hlýindi á síðustu árum.
Emil Hannes Valgeirsson, 28.4.2015 kl. 20:05
Það gæti kólnað á íslandi og nærsvæði. Það gæti líka ekki kólnað.
Það sem mér finnst hinsvegar merkilegast uppá síðkastið varðandi umræðuna um hlýnun jarðar er, að stjórnmálamenn og feiri skuli segja að það gefi færi á gríðarlegri landbúnaðarframleiðslu hér. Eða þeir tala þannig eins og um krúsíalt breytingar verði að ræða til landbúnaðarframleiðslu ss. kornræktar.
Það er ekki rétt. Jú jú, ef hitastig hækkar á næstu 50-100 árum sirka eins og sumar spár gera reikna með og sú hitaaukning næði til íslands og nærsvæðis, þá gæti auðvitað eðli máls samkvæmt verið auðveldara að rækta ýmislegt, - en það yrðu nánast alveg örugglega ekki krúsíalt breytingar.
Í stuttu máli og einfölduðu er það vegna þess að það er verið að tala í meðaltölum. Það þýðir ekki að hiti muni hækka jafnt yfir allt árið. Miklu líklegra væri að það hlýnaði meira á veturnar, sumrin stæðu að mestu í stað eða yrðu jafnvel kaldari o.s.frv.
En þó það hlýnaði jafnt yfir allt árið, þ.e. að sumarið lengdist og yrði eitthvað hlýrra, þá er ekki þar með sagt að krúsíalt breytingar yrðu varðandi landbúnað. Það er bókstaflega rangt að halda því að íslendingum og mér finnst merkilegt hve margir eru viljugir til að kóa með slíku.
Til að krúsíalt breytingar ættu að vera varðandi landbúnað þyrfti miklu miklu lengra hlýindaskeið, mörghundruð ár jafnvel.
Mér finnst það segja ákveðna sögu um ástandið hérna, að flokkur sem leiðir ríkisstjórn skuli geta fullyrt ofanlýst, ítrekað, og flestir taka bara undir og hrópa húrra. Mér finnst það merkilegt og segja mikla sögu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2015 kl. 23:11
Páll Bergþórsson fór að tala um að hlýtt yrði á Íslandi næstu 30 árin, laust fyrir 1990. Hann byggði spádóm sinn á hitamælingum í sjó og á landi við Jan Mayen og Svalbarða. Þessi u.þ.b. 30 ára hita og kuldasveifla tikkar auðvitað ekki jafn nákvæmt og klukka og nú, 25 árum eftir tal Páls um hlýnun, segja mælar Páls í norðri að tími sé á kólnun á ný.
Þessi staðbundna hitasveifla hefur auðvitað ekkert með heildar hitastig jarðar að gera en það verður spennandi að sjá þróun næstu missera og hvort kallinn reynist sannspár.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2015 kl. 05:20
Gunnar, ég hugsa að þetta sé allt satt og rétt hjá þér. Ein athugasemd og kannski veit það einhver hér.
Hverjar eru forsendur Páls fyri því að tími sé kominn á kólnun?
Höskuldur Búi Jónsson, 29.4.2015 kl. 08:46
Er ekki allt í fínu lagi með hitann við Jan Mayen og Svalbarða?
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2015 kl. 18:38
Samkvæmt því sem ég man þá var Páll einn helst talsmaður þess upp úr 1990 að hlýnun væri framundan hér vegna vaxandi gróðurhúsalofttegunda. Ég man hinsvegar ekki eftir að hann hafi nefnt 30 ára hlýindaskeið eða að áratugalangar sveiflur væru í gangi. Það eru ekki nema á allra síðustu árum sem hann hefur talað um það.
Hinsvegar hefur honum lengi verið tíðrætt um hita kringum Spitzbergen, eins og hann nefnir Svalbarða, og þá í sambandi við það tíðarfar sem við mættum búast við 1-2 árin á eftir. Grassprettu hefur þá oft borið á góma.
Trausti var að venju varkárari í yfirlýsingum.
Emil Hannes Valgeirsson, 29.4.2015 kl. 21:03
"Hverjar eru forsendur Páls fyri því að tími sé kominn á kólnun?" spyr Höskuldur Búi.
Forsendurnar eru ósköp einfaldar: Náttúruleg sveifla!
"Trausti var að venju varkárari í yfirlýsingum" fullyrðir Emil Hannes.
Trausti Jónsson er svo varkár í yfirlýsingum að hann hefur skrifað lærða framtíðarspá um allt að 6°C hlýnun á Íslandi á öldinni!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.4.2015 kl. 07:19
Já Hilmar - þú virðist skilja þetta og vera sammála Páli - og þó.
Ég efast um að þú gerir þér grein fyrir því að Páll er ötull talsmaður hnattrænnar hlýnunar, enda sérvelur hann ekki gögn eins og þú. Hann er ennfremur að tala um staðbundna kólnun vegna náttúrulegra sveifla (sem hann býst við en er ekki endilega komin fram). Hann leggur mikla áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda enda veit hann að þó það komi tímabil minni hlýnunnar hnattrænt, þá er það bara tímabundið og aðgerðarleysi yrði alvarlegt fyrir jarðarbúa. Skilurðu þetta og ertu sammála þessu?
Höskuldur Búi Jónsson, 30.4.2015 kl. 08:53
Í framtíðarspánni var einmitt farið mjög varlega í fullyrðingar um mögulega hlýnun. Hilmar fær út 6 gráður með því að leggja saman mestu hugsanlegu hlýnun á fyrri og seinni hluta aldarinnar plús hámarks óvissu skv. skýrslunni. Með sama hætti var svo líka hægt að reikna út mögulega kólnun á Íslandi á 21. öld.
Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2008 sem gerð var fyrir Umhverfisráðuneytið, kemur hins vegar þetta fram:
"Hlýnunin til 2091–2100 er á bilinu 1,4°C–2,4°C. Til loka aldarinnar nemur hlýnunin því 0,16°C á áratug í sviðsmynd B1, 0,23°C í A1B og 0,28°C í A2. Ef miðað er við miðja öldina fást álíka tölur (0,17–0,28°C) fyrir hlýnun á hverjum áratug." Og síðar: „Rétt er að ítreka að einstök ár geta vikið verulega frá 10 ára meðaltali og því líklegt að stöku ár verði talsvert hlýrri eða kaldari, en fram kemur að ofan.“
Emil Hannes Valgeirsson, 30.4.2015 kl. 09:25
Heldur stærra hér:
Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2008 sem gerð var fyrir Umhverfisráðuneytið, kemur hins vegar þetta fram:
"Hlýnunin til 2091–2100 er á bilinu 1,4°C-2,4°C. Til loka aldarinnar nemur hlýnunin því 0,16°C á áratug í sviðsmynd B1, 0,23°C í A1B og 0,28°C í A2. Ef miðað er við miðja öldina fást álíka tölur (0,17-0,28°C) fyrir hlýnun á hverjum áratug." Og síðar: „Rétt er að ítreka að einstök ár geta vikið verulega frá 10 ára meðaltali og því líklegt að stöku ár verði talsvert hlýrri eða kaldari, en fram kemur að ofan.“
Emil Hannes Valgeirsson, 30.4.2015 kl. 09:29
Já. Og hvernig halda menn að það geti orðið krúsíalt breytingar á skilurðum fyrir landbúnaðarframleiðslu við þetta?
Jú jú, eins og eg segi, að það verður auðveldara að rækta ýmislegt en þetta er ekkert þess eðlis að ísland ´gæti orðið stórlegt landbúnaðarframleiðsluland.
Það er barasta bull að halda slíku að fólki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2015 kl. 10:53
Russian Scientists say period of global cooling ahead due to changes in the sun
http://wattsupwiththat.com/2013/04/29/russian-scientists-say-period-of-global-cooling-ahead-due-to-changes-in-the-sun/
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.4.2015 kl. 11:20
Höskuldur Búi - ágætt að við séum sammála um áherslu Páls Bergþórssonar á náttúrulegar sveiflur :)
Þú veist það mæta vel að ég hef aldrei efast um Mann-gerða hnatthlýnun.
Emil Hannes - Trausti Jónsson er stórum hrifnari af hitametum en kuldametum. Það er því viðeigandi að sýna svart á hvítu fram á ítrasta sviðsmyndaskáldskap veðurfræðingsins síkáta. Það er ágætt að við skulum vera sammála um að Trausti skrifar undir allt að 6°C meðalhlýnun á Íslandi á þessari öld.
Vandamál Trausta - sem hann virðist eiga erfitt að höndla - er bara að það er að kólna en ekki hlýna ;)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.4.2015 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.