Besti dagurinn

Þessi dagur var sá besti sem komið hefur á Reykjavíkursvæðinu og víða á vestur og suðurlandi og í innsveitum fyrir norðan en ekki á austurlandi.

Í fyrsta sinn á árinu mældist tuttugu stiga hiti eða meira á fleirum en einum stað, samtals á einum 20 stöðvum frá Þingvöllum vestur um til Tálknafjarðar og auk þess í Skagafirði og Eyjafirði. Hlýjast varð 22,0 stig í Húsafelli, 21,8 á Sauðárkróksflugvelli, 21,6 í Stafholtsey og Fíflholti á Mýrum, 21,5 á Kolási og Litla-Skarði í Borgarfirði, 21,1  á Torfur í Eyjafjarðardal, 20,9 á Bláfeldi, 20,8 á Nautabúi i Skagafirði, 20,6 á Möðruvöllum og 20,5 stig á Akureyri. 

Á kvikasilfursmælinum í Reykjavík fór hitinn í 19,4 stig, og er það reyndar met fyrir mánaðardaginn, en 19,9 á sjálfvirku stöðinni. Á Reykjavikursvæðinu varð hlýjast 20,5 stig á Korpu og 20,2 stig í Geldinganesi. 

Meðalhiti mánaðarins mun líklega hækka um 0,3 stig á Akureyri og 0,2 stig í Reykjavík á þessum eina degi og mun ekki af veita. 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband