Mjög hlýtt austanlands

Um leið og segja má að löngu "sumarfríi" þessarar bloggsíðu sé lokið er gaman að geta þess að dagurinn var einstaklega hlýr á austanverðu landinu. Og þar var glaðasólskin.

Mestur hiti varð 22,9 stig á Seyðisfirði, 22,8 á Hallormsststað og Kollaleiru, 22,0 á Egilsstaðaflugvelli, 21,9 á Staðarhóli, 21,4 í Bjarnarey, 21,2 á Fáskrúðsfirði og 21,0 stig á Eskifirði. Víðar fór hiti yfir tuttugu stig á svæðinu frá Aðaldal austur og suður um allt til Fáskrúðsfjarðar.     

Hlýindunum veldur hlý hæð suður af landinu.

Fylgiskjalið sem birtir nokkrar veðurstaðreyndir hvers dags hefur verið virkt í "fríinu" og með því að skrolla upp má sjá allt það sem af er ársins. Blað 1 er Reykjavík og landið, blað 2 er Akureyri.

Það er ekki haustlegt á landinu núna en í þessu veðurlagi er vitanlega þungt yfir á suður og vesturlandi á hvaða árstíð sem er. En sumarið er ekki búið.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband