Horfið inn í fjarskann

Fyrsti maí er mér einna hugstæðastur allra daga.

Þegar ég var ungur þekkti ég stúlku sem átti afmæli þennan dag. Hlýjasta vor allra tíma árið 1974 hitti ég hana í miðbænum í kröfugöngunni. Þá voru öll tré í bænum allaufguð. Tilveran réði sér ekki fyrir lífi og gróanda.

Við gengum glöð um bæinn með kröfur um betri heim.

Um haustið var hún dáin. Hún tók líf sitt sjálf.

Nú er þetta allt komið í einhvern annarlega fjarska þrátt fyrir allt.  Með árunum þokast maður svo sjálfur inn í fjarskann. Alltaf lengra og lengra.

Loks hverfur maður alveg. 

Það verður ekki á betra kosið. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hugnæm saga Sigurður!

"Old soldiers never die. They just fade away"
General Douglas MacArthur 1951

Júlíus Valsson, 5.5.2007 kl. 10:01

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Jóhannes skýrari sagði; "ég á að minnka, hann á að stækka" og átti við Jesús og Guðdóminn.

G.Helga Ingadóttir, 5.5.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jæja, ekki hafði ég grænan grun um að skírarinn hefði sagt þetta. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband