10.9.2015 | 13:36
Enn hlýtt en hvassara
Í gær komst hitinn á landinu í tuttugu stig eða meira á einum fimm veðurstöðvum. Mest á mönnuðu stöðinni á Skjaldþingsstöðum, 21,6 stig en 20,0 á mönnuðu stöðinni á Sauðanesvita og á sjálfvirku stöðvunum á Ólafsfirði og Siglufirði. Á Akureyri hefur hitinn ekki náð tuttugu stigum þessa hlýju daga en þó mjög nærri því.
Það hefur ekki bara verið hlýtt norðaustan og austanlands heldur einnig ananrs staðar og sólahringsmeðaltal hita verið vel hátt alls staðar á landinu.
Úrkoman í Reykjavík þessa tíu daga er 32,2 mm sem er reyndar 2,2 mm undir meðaltali þessara daga á öldinni. Þar hefur því ekki verið mikil útkomutíð venju fremur og aðeins óveruleg fyrstu daga mánaðarins. Mest úrkoma hefur verið vestast á landinu en fremur lítil á suðurlandi og mjög lítil á norður og austurlandi og á Vestfjörðum.
Sólin hefur hins vegar lítið látið sjá sig á suðvesturlandi enda ananrs ekki að vænta í þessu veðurlagi.
Síðustu þrír dagar hafa verið þeir hlýjustu á landinu sam komið hafa í sumar að meðaltali og ekki mælst meiri hámarkshiti en í fyrradag. Þessir dagar eru ekki bara hlýir miðað við september heldur líka vel hlýir miðað við hásumardaga. Það er því mjög sterkur sumarblær á veðrinu. Jú,jú,það er þungt yfir sunnanlands og nokkuð úrkomusamt vestast á landinu en svo myndi líka vera ef sams konar veðurlag hefði komið um miðjan júlí. Það er bara einkenni þessa veðurlags sem núna er að haga sér svona á hvaða árstíð sem er. Það er ekkert dæmigert haustástand við þetta eins og sumir eru þó farnir að kalla það. En bráðum verður farið að tala um það sem haustveður (er reyndar þegar byrjað) ef rignir og blæs dálítið fyrri hluta sumars eða kemur kuldakast þá. "Það haustar óvenju snemma í ár" er verið að segja í júní í skammvinnu kuldakasti og svo áfram. Það er eins og sumir geti ómögulega ímyndað sér að veðurlag sem hefur ríkt í einhvern tíma, til dæmis í eina viku eða einn mánuð, snemma sumars eða miðsumars, geti breyst all verulega þegar á líður. -
Gat ekki stillt mig um þetta tuð eftir að hafa fylgst með athugasemdum á íslenksum veðursíðum síðustu tvö árin!
September á það til að vera breytilegri en mánuðurnir júní til ágúst hvað hita snertir. Stundum er hann ágæutr sumarauki en stundum ekki. Hann er samt óumdeilanlega fjórði hlýjasti mánuður ársins að meðaltali og alla jafna finnst mér mjög ákveðið að telja beri hann sumarmánuð en ekki haustmánuð. Hann getur auðvitað brugðist afleitlega eins og aðrir sumarmánuðir (svo sem júli núna fyrir norðan). Og hann kólnar vitaskuld jafnt og þétt allan mánuðinn. En september er miklu hlýrri í heild en október sem ég tel fyrsta raunverulegan haustmánuðinn og september er miklu líkari næstu þremur mánuðum á undan heldur en otóber. September er svo sem ekki mikið kaldari en júní á landinu og við austurtröndina er sáralitill munur á hita júni og september.
Orðið "haustlægð" er á seinni árum illilega ofnotað. Það er meira að segja farið að nota það um lægðir af dýpra tagi með nokkurri úkomu í júlí og það má heita regla um slíkar lægðir ef þær láta á sér kræla eftir að komið er fram í ágúst eða byrjun september. Reyndar er orðið "haustlægð" álíka ónotæft og orðið "páskahret". Mestanpart meiningarlaust. Nær væri að tala bara um óvenju djúpa lægð eftir árstíma (sem alltaf hljóta að koma annað slagið að sumri) eða bara lægðir og tilgreina dýptina ef hún er eitthvað verulega spes. En nú er farið að kalla lægðasyrpur sem koma í ágúst eða senmma í september sem haustlægðir, haustlægðir, haustlægðir, haustlægðir, bara ef þær koma nokkrar hver á eftir annarri en það finnst lægðum einmitt sérlega gaman að gera.
Það er eins og sé bannað að tala bara um heiðarlegar lægðir. Allar þurfa þær að vera "haustlægðir".
Og nú er bara að sjá hvort núverandi veðurlag haldi bara ekki áfram og áfram og áfram. Allt til krossmessu á vori!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Það sem gerir september m.a. að sumarmánuði en ekki haustmánuði er að þá er 20 stiga hiti eða meira einhves staðar á landinu nokkuð algengur (meðaltal hámarkshita á landinu í september síðustu hálfa öldima er yfir 20 stigum) en sárasjaldgæfur í október þó slíkt komi þá fyrir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.9.2015 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.