5.5.2007 | 18:26
Afsökunarbeiðni
Þegar ég var strákur í Gaggó Aust var þar einn eldri nemandi sem var algjör stjarna í skólanum. Hann var alveg hryllilega gáfaður og skemmtilegur og svo mælskur að það leið yfir stelpurnar þegar hann steig í ræðustól en þar vildi hann helst alltaf vera. Stelpurnar, sem nú eru reyndar orðnar stútungskellíngar, voru líka bálskotnar í honum. Eiginlega gerði þessi maður allt vitlaust í skólanum með því einu að vera bara til.
Það sópaði beinlínis að honum. Líka utan skólans enda virtist hann vera tíu árum eldri en hann var. Ekki síst gerði hann garðinn frægan í Keflavíkurgöngum þar sem hann kjaftaði sig með glans inn á aðal númerin sem voru auðvitað öll afgamlir kommar og einstakir gáfumenn.
Ég keypti mér jakka eins og þessi maður átti.
Hann var sem sagt eitt af mínun átrúnaðargoðum þegar ég var í gaggó.
Hann hét Jón Sigurðsson og allir spáðu honum glæstum frama.
Svo liðu árin. Löng og ströng fyrir alla.
Þegar Jón Sigurðsson opnar nú munninn vellur út úr honum vélræn munnræpan með þvílikum frösum og endemum að menn eru farnir að kalla hann páfagaukinn. Hann þykir nú lang leiðinlegasti og hallærislegasti stjórnmálamaður landsins.
Hvað varð af brilljant og skemmtilega manninum sem einu sinni hreif alla með sér?
Hvar hafa dagar lífsins lit sínum glatað? Gerir pólitíkin alla svona leiðinlega?
Ég biðst innilega forláts á því að hafa fallið fram fyrir þessu átrúnaðargoði í æsku minni.
Þá var maður nú ungur og vitlaus.
Meginflokkur: Ég | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:42 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
þarf að hugsa mig vel og lengi um hvort þetta er afsakanlegt!!
Heiða B. Heiðars, 5.5.2007 kl. 23:06
Já, sumt er algerlega óafsakanlegt!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2007 kl. 23:46
En fyndið Anna! Ég var einmitt að hugsa til þín og fór að skoða síðuna þína bara rétt í þessu. Telepatí?! Frábær pælingin hjá þér um prestana og kynskipti. Mig langaði að kommentera á það en það var útrunnið en samt fæ ég núna að kommentera! Áreiðanlega telepatí. En hálfgert síkópatí hjá sérunum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.5.2007 kl. 00:54
Mætti ekki endurskíra pólitíkina og kalla hana mónótík?
Hrannar Baldursson, 6.5.2007 kl. 01:53
Og ég sem var svo skotin í Jóni Sigurðssyni þegar ég var 13 ára og langaði að verða kærastan hans, en þó það færi ekki á þann veginn tengdst ég honum samt því föðurafi barnanna minna sálugi og Jón Sig. voru systkinabörn. Jón og afinn framliðni sem líka hét Jón eða fullu nafni Jón Rafn, voru svo líkir að þeir hefðu getað verið tvíburar. Rafn sonur minn er ansi líkur Jóni Sig. og afa sínum sáluga. Jóni Rafni.
En sem betur fer hefur Rafn ekki erft biluðu grammófónsplötu- genin sem Jón er haldinn, eins og ég nefndi svo, í kommenti hjá þér um daginn, sem betur fer.
Svava frá Strandbergi , 6.5.2007 kl. 03:57
Góður pistill hjá þér nafni. Ég kannast við Jón og veit að hann er ágætlega gefinn. Mín skýring er sú að hann líti á það sem hverja aðra vinnu að vera framsóknarmaður og hafi enga sannfæringu fyrir því sem hann er að segja.
Sigurður Þórðarson, 6.5.2007 kl. 06:06
Strandberg: Ég er sem sagt meira og minna að hafa samband við frændfólk sem er náskylt Jóni Sig! Ég held annars að Jón Sig, sé alveg jafn skemmtilegur meðal kunningja sinna og hann var en njóti sín bara ekki sem opinber stjórnmálafígúra. Jón var víst ansi sexi í Gaggó Aust með trefilinn fræga.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.5.2007 kl. 11:41
Hurrrðu mig! Áttu link af góðu korti af berginu sem hún Gerður Rósa hangir á yfir Souda flóa?
Heiða B. Heiðars, 6.5.2007 kl. 14:56
Heldur betur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.5.2007 kl. 16:16
Vá! Þetta er æðislegt kort! Takk
Heiða B. Heiðars, 6.5.2007 kl. 17:18
Þegar ég kom í Fylkinguna var Jón auðvitað farinn í Framsókn. En ég man eftir að sú skemmtisaga var oft sögð af því hvernig núverandi Framsóknarformaður sagði skilið við ungsósíalistanna vegna þess að hann gat ekki sætt sig við þá lausn Marx á hagfræðilegri mótsögn Adam Smith og David Ricardos sem kölluð hefur verið "vinnukenningin um gildi". Þetta er flókið mál og margslungið. En þetta þótti fyndir vegna þess að fæstir fylgismenn sósíaldemókratískra flokka og kommúnistaflokka hafa nokkurn tíma skilið þessa kenningu Marx réttum skilningi. Brandarinn var að maðurinn þyrfti að hlaupa alla leið yfir til SÍS. Nóg hefði verið að vaxa upp úr Æskulýðsflylkingunni vegna aldurs. - En skemmtilegur þótti hann alltaf eftir því sem eldri félagar mínir sögðu.
Pétur Tyrfingsson, 6.5.2007 kl. 17:34
Ekki skil ég nú baun í þessu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.5.2007 kl. 18:21
Villi geit! Þú verður að gera yfirbót fyrir þessar "rakalausu dylgjur" og "svívirðilega mannorðsróg" með því að líta á tölvufjandann minn sem er líklega orðin heilabiluð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2007 kl. 17:58
Ég efa það ekki að Jón Sigurðsson sé gáfaður. Hann sagði einu sinni við vin minn þá ritstjóri Tímans sáluga "ég geri ekki meira fyrir flokkinn en flokkurinn gerir fyrir mig"! Hafandi verið seðlabankastjóri, ritstjóri og nú ókosinn ráðherra er hann væntanlega búinn að njóta góðs frá flokknum. En það að vera gáfaður hefur ekkert með hag þjóðarinnar að gera. Hann tók ekki að sér uppskeynihlutverkið fyrir Halldór nema hafa fengið borgað fyrirfram. Og þegar hann kemst ekki á þing hefur hann lífeyri frá seðlabankanum, sendiherrastöðu eða eitthvað annað sem er þegar búið að tryggja honum. Verst hvað maðurinn er orðinn pirraður á öllum sem sprikla ekki með honum honum........
Ævar Rafn Kjartansson, 8.5.2007 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.