Live Earth tónleikarnir

Í Fréttblaðinu á laugardaginn var sagt frá því á forðsiðu að 7. júlí verði haldnir tónleikar undnir nafninu Live Earth í nokkrum helstu borgum heims. Reykjavík kæmi til greina sem einn af tónleikastöðunum  (þó varla sé hún ein af helstu borgum veraldar). Beðið hefur verið um styrk frá stjórnvöldum til að halda tónleikana en því erindi hefur ekki verið svarað. Reiknað er með að tveir miljarðar fylgist með tónleikunum í beinni útsendiningu. Í þessu sama blaði skrifar Andri Snær Magnason grein um umhverfismál og víkur að þessum tónleikum og er hneykslaður mjög á tregðu stjórnvalda til að greiða götu þeirra. Hann tekur fram að hingað eigi að koma erlendar ofurstjörnur. Ýmsir bloggarar hafa tekið undir með Andra Snæ og ná ekki upp í nefið á sér fyrir reiði út í ríkisstjórnina vondu.  

Umræddir tónleikar verða haldnir fyrst og fremst til að vekja ríkisstjórnir og þjóðir heims til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar að því sagt er.

Áður en lengra er haldið vil ég taka þetta fram:

Ég er mikill náttúruunandi. Ég hef sýnt það í verki með því að heimsækja nánast allar byggðir landsins, farið inn í hvern fjörð og hvern afdal, og nokkuð hef ég farið um hálendið en á það þó eftir að miklu leyti. Hvar sem ég hef farið hef ég verið vakandi yfir náttúrfarslegum sérkennum hverrar sveitar. Ég hef fylgst með íslensku veðurfari frá degi til dags í áratugi og lesið allt sem ég hef komið höndum yfir um það efni og einnig um annað náttúrufar, eldgos, jarðskjálfta, skriðuföll, snjóflóð, vatnahlaup og allt hvað þetta hefur.

Þá hef ég sökkt mér niður í byggðasögu hvers héraðs og auk þess hef ég lesið margt og mikið um sögu þjóðarinnar almennt að ógleymdum þjóðsögunum sem sagðar hafa verið um allar sveitir. Loks hef ég síðustu árin kynnt mér ættfræði og landfræðilegan uppruna helstu ætta í landinu.

Ég hef einnig gert í því að fræðast um gróður fósturjarðarinnar og þessi fáu landdýr sem hér lifa og um alla fuglana í loftinu og fiskana í sjónum. Mér finnst líka unaðslegt að lesa um lifnaðarhætti íslenskra skordýra og annarra undirmálskvikinda. Sögu Framsóknarflokksins hef ég í alveg sérstökum hávegum.  

Allt er þetta mér síður en svo dauður vísdómur, þurr fróðleikur, heldur lifandi kvika mikils næmleika fyrir náttúru landsins og þeirri þjóð sem hefur lifað hér frá fyrstu tíð. Blæbrigði hvers héraðs hvað náttúru og veðurfar snertir hef ég heilmikið á tilfinningunni og þau eru mér uppspretta gleði og fagnaðar hvern einasta dag á öllum árstíðum. 

Þetta vildi ég nú sagt hafa ef einhverjum dytti í hug að saka mig um það að unna ekki íslenskri náttturu.   

Og ég hef viðbjóð á stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda.

Mér hryllir hins vegar við tilhugsuninni einni um að hér verði haldnir rokktónleikar með erlendum ofurstjörnum og tvö þúsund miljónir hýsterískra aðdáenda fylgist með þeim.

Ég hef aldrei almennilega gert grein fyrir skoðunum mínum í loftslagsmálunum. Mér hefur fundist að ég yrði að gera það nokkuð rækilega og vandlega og hef hreinlega ekki gefið mér tóm til þess.

Aðalatriðin get ég þó tíundað.

Ég efast ekki um að hlýnað hefur á jörðinni og að umsvif mannanna eigi hlut í þeirri hlýnun.

Ég hef fylgst með veðurfari lengi og breytingum á því og engin fræði finnst mér göfugri  en loftslagsfræðin ef ég má verða ofurlítið sentimental. Hins vegar hef ég megnustu andstyggð á því hvernig loftslagsfræðin hefur verið notuð í alþjólegu stórpólitísku fári með öllum þeim öfgum og fanatík sem fylgir frelsunarpólitík. Því okkur er vissulega sagt að heimurinn sé að farast og það verði að bjarga honum. (Ég hef líka óbeit á þeirri grunnhyggni og fljótfærni sem veður uppi í fjölmiðlum og annars staðar og birtist í því að öll tilbriðgi í veðurfari eru umsvifalaust skrifuð á reikning "gróðurhúsaáhrifanna" svo jafnvel venjuelg hitamet eru talinn óræk sönnun fyrir þeim).     

Og þá eru leiddir fram þeir bjargvæddir sem helst geta víst frelsað heiminnn. Alþjóðlegar ofurstjörnur í rokki!

Ég gæti gubbað.

Ekki þarf þó að efast um eldlegan áhuga þeirra á þessum monsterkonsert sem fá glýju í augun eða öllu heldur kling í eyrun yfir poppi og rokki hvers konar sem reyndar er að verða sannkölluð alheimsplága varla vægari en hlýnun jarðarinnar. Tregða stjórnvalda til að leyfa þessa tónleika verður líka auðvitað vatn á myllu þeirra sem vilja nota allt sem tönn á festir sínum eigin stjórnmálaskoðunum til framdráttar. Mínar stjórnmálaskoðanir hafa alltaf verið til vinstri en þær koma þessu máli bara ekkert við. Ég er bæði á móti ríkisstjórninni og tónleikunum. 

Tvö þúsund miljónir hysterískra aðdáenda sem allir hugsa á sömu rokkuðu nótunum! 

Menn geta rétt ímyndað sér hvernig umræðan um loftslagsmálin verður hér á landi eftir slíkan voða atburð.

Nógu eru hún einsýn og ofstækisleg fyrir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Alveg er þetta frábær grein hjá þér Sigurður. 

100% sammála skoðunum þínum í loftslagsmálum, en ekki alveg eins sammála varðandi stóriðju, en menn þurfa ekki endilega að vera sammála um allt   :-)

Hvað skyldi það valda mikilli aukningu CO2 að flyta allan þennan skara sem von var á til landsins vegna tónleikanna?  

Enn og aftur, takk fyrir hressilega grein. Engin lognmolla!

Ágúst H Bjarnason, 7.5.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er algjörlega ósammála þér varðandi tónleikahaldið! Það væri frábært að fá þessa tónleika hingað og alveg óskiljanleg þessi tregða stórnvalda! Þessir tónleikar eru í anda Live Aid og það væri frábært að fá þá hingað til Reykjavikur.

Verst að ég verð ekki á landinu...

Heiða B. Heiðars, 7.5.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vildi ekki heldur vera á landinu! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2007 kl. 19:41

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er frábær grein hjá þér Nimbus. Það veður á þér og það er mjög gott veður.

Svava frá Strandbergi , 7.5.2007 kl. 20:07

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Forðaðu þér þá

Heiða B. Heiðars, 7.5.2007 kl. 20:33

6 Smámynd: halkatla

finndu þér lítinn krúttlegan dal og farðu í felur

halkatla, 7.5.2007 kl. 20:49

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ágætu bloggvinir! Afhverju segiði ekki bara það sem þið eruð að hugsa:Farðu til fjandans Nimbus fyrir að vera á móti rokki og róli! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2007 kl. 21:23

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Farðu til fjandans fyrir að vera á móti rokki og róli

Ertu eitthvað sérstaklega á móti því?

Heiða B. Heiðars, 7.5.2007 kl. 21:29

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2007 kl. 22:38

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekki þá fara til fjandans

Heiða B. Heiðars, 7.5.2007 kl. 23:32

11 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Nei.

Hlynur Þór Magnússon, 7.5.2007 kl. 23:34

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Víst! Frekjukallar

Heiða B. Heiðars, 7.5.2007 kl. 23:38

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eru athugasemdarar að hrökkva af hjörunum á þessari síðu?

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2007 kl. 23:44

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jamm sýnist það Hlynur kom greinilega bara til að ibba gogg! Mætti halda að maðurinn væri Framsóknarmaður!!

Heiða B. Heiðars, 7.5.2007 kl. 23:47

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vel á minnst. Skilur nokkur þetta nýja heimsóknarsýstem. Hver er munurinn á heimsóknum og innliti? Hvað er verið að gera einfalda hluti flókna. Svo er ekki hægt að sjá neitt í stjórnborðinu, bara á forsíðum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2007 kl. 23:57

16 Smámynd: halkatla

hehumm, ég myndi velja dal umfram rokk og ról alla daga vikunnar - þetta var bara vinsamleg ábending

samt er ég algerlega ósammála grein þinni varðandi rokktónleikana, mér finnst að þeir eiga að vera en rólega liðið getur bara haldið sig heima á meðan.  

ég skil ekki heldur hvað er að gerast með kerfið, ég kæri mig ekki um að sjá allar þessar tölur á forsíðunni 

halkatla, 8.5.2007 kl. 00:10

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég færi frekar á rokktónleika en í dal...enda erum við bara að tala um þennan eina dag! Hef aldrei farið á Live Earth tónleika en komið í flesta dali landsins!

Og nei, botna ekkert í þessum tölum og vill ekki sjá þær! 

Heiða B. Heiðars, 8.5.2007 kl. 00:20

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er bara málið, ef einhver nennir að skilja það, að ég vil ekki vera að blanda loftslagsmálunum við rokktónleika. Allt í lagi með heimsfrægar stjörnur á rokktónleikum í Reykjavík  út af fyrir sig, en ekki tengda loftslagsmálunum. Og ég er ekki rólegur maður heldur einmitt með órólegasta móti.  Og sðast en ekki síst börnin mín ung og smá: Ég man vel þear rokkið kom í heiminn! Ég heyrði það í kanaútvarpinu. Sjá hér: http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/31114/

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.5.2007 kl. 00:42

19 Smámynd: halkatla

ég dái rokk og ról en ég nenni varla að hafa fyrir því að fara á tónleika. Kallið mig bara hið versta nörd, mér er sama. Á vissan hátt er betra að þeir séu ekki, þá slepp ég við að finna afsökun fyrir því afhverju ég mæti ekki

halkatla, 8.5.2007 kl. 01:13

20 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Er ekki alveg að fatta......... af hverju má ekki nota rokkið til að vekja athygli á gróðurhúsaáhrifum eins og hungursneyð? Ef málið er að rokkstjörnur séu að gera sig breiðar með því að mótmæla þá spyr ég bara helgar tilgangurinn ekki meðalið? Eða ef meðalið helgar tilganginn er það ekki bara jafn mikið í lagi?

Ævar Rafn Kjartansson, 8.5.2007 kl. 01:14

21 Smámynd: halkatla

Ég býst við að nimbus myndi mæta fjallhress á tónleikana ef þeir væru ekki tengdir loftslagsmálum??

halkatla, 8.5.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband