September rúmlega hálfnaður

Þegar september er rúmlega hálfnaður er meðalhitinn í Reykjavík 10,0 stig eða 2,0 stig yfir meðaltalinu 1961-1990 en 0,2 stig yfir meðaltali þessarar aldar. Á Akureyri er meðalhitinn 10,8 stig eða 3.8 stig yfir meðaltalinu 1961-1990.

Mikil blíða var sunnanlands í gar, allt frá Hornafirði til Reykjavíkur. Hitinn í Skaftafelli fór í 19,7 stig. Á sjálfvirku stöðinni á Stórhöfða fór hitinn í 16,3 stig en gamla septemberhitametið á mönnuðu stöðinni allt frá 1922 var 15,4 stig frá þeim 30. árið 1958 (þegar hitinn í Reykjavík fór í 16,9 stig). Á sjálfvirku stöðinni í Vestmannaeyjabær fór hitinn í gær í 17,4 stig en meðan mælt var þar á mannaðri stöð 1878-1921 mældist mest 16,4 stig, þann 3. árið 1890. Sólarhringsmeðaltal hitans í gær var 12,2 stig á Stórhöfða en 12,0 í bænum. Já hærra á Stórhöfða!

Þegar september er rúmlega hálfnaður er hann tiltölulega langhlýjastur sumarmánaðanna og alveg í stíl við hitafar þessarar aldar sem hinir sumarmánuðurnir hafa alls ekki verið. Ekki sést til neinna kulda í nánd. Ekki kæmi á óvart þó nú sé lokið þeirri niðurdýfu á hita sem ríkt hefur frá því í vor. En auðvitað veit maður ekkert um það.

Veðurlag eins og var í gær og í dag sunnanlands finnst mér alveg sérsaklega sjarmerandi og sumarlegt á þessum árstíma. Ég var í Hafnarfirði í gær og þar fann maður hvergi vindblæ inni í bænum.

Nú hefði verið gaman ef enn væru mannaðar mælingar á Stórhöfða. Hvað verður svo gert vð vitavarðarhúsið eftir að veðurathuganarstöðin var lögð niður og athugunarmaðurinn  hrakinn burtu? Hörmulegt er til þess að hugsa að húsið verði kannski leikvöllur auðkýfinga sem ekki hafa neitt nef fyrir veðri eða jafnvel enn verri örlög bíði þess.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stór hluti ágústmánaðar og allur september... enn sem komið er, er dálítil sárabót vegna leiðinda maí, júní og júlí hér á Austurlandi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2015 kl. 23:00

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, sannarlæega.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.9.2015 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband