Úrkomumusamur október ţađ sem af er en víđa hlýr

Úrkoman í Reykjavík ţađ sem af er mánađar er nú komin í 137 mm. Ţađ er einfaldlega meiri úrkoma en áđur hefur mćlst ţar fyrsta 21 dag októbermánađar frá ţví Veđurstofan var stofnuđ 1920 og einnig ţau ár sem októberúrkoma var mćld í bćnum á vegum dönsku veđurstofunnar, árin 1886-1906. Úrkoma hefur falliđ hvern einasta dag. Nćst mesta úrkoma ţessa daga var 130,6 mm áriđ 1936. Október ţađ ár ţegar han var allur er reyndar úrkomusamasti október sem mćlst hefur í höfuđborginni, 180,8 mm. Minnst úrkoma i Reykjavik ţessa daga er 10,8 mm í október 1966 sem ţegar upp var stađiđ var sólríkasti október sem ţar hefur mćlst en ansi kaldur.

Enn eru 10 dagar eftir af mánuđinum og ţarf úrkoman ađ verđa 51 mm til ađ jafna úrkomuna áriđ 1936. 

Mest hefur úrkoman veriđ á vestanverđu landinu og syđst á ţví.Í Drangshlíđardal undir Eyjafjöllum er úrkoamn komin yfir 400 mm. Á Akureyri er úrkoman hins vegar ađeins 21 mm.

Međalhitin fyrstu 20 dagana í mánuđinum er 5,7 í Reykjavík sem er ekki nema 0,9 yfir međallaginu 1961 til 1990 en 0,2 stig UNDIR međallaginu á ţessari öld. 

Öđru máli gegnir um norđur og austurland. Á Akureyri er međalhitinn heil 3 stig yfir međallaginu 1961-1990. Ţar er međalhitinn 6,3 stig. Dalatangi bćtir um betur međ međalhita upp á 7,45 stig, Neskaupstađur međ 7,2 en Seyđisfjörđur međ um 7,5 stig. Á síđast talda stađnum er međaltal daglegs hámarkshita 11,5 stig. Ţađ vćri ţolanlegt sumarástand á ţeim bć.

Tiltölulega hlýjast er hins vegar í innsveitum á norđausturlandi og helst til fjalla, allt upp í ţrjú stig yfir međalhita síđustu tíu ára hvađ ţá annarra ára. Reykjavík er ţarna mjög neđarlega á blađi tiltölulega en Mýrdalurinn allra neđst ásamt sveitunum undir Eyjafjöllum.

Menn á netsíđum hefur veriđ ađ lofa mjög haustiđ í Reykjavík ţó ţađ sé svona úrkomusamt og hitinn svo sem ekkkrt til ađ hrópa sérstakt húrra fyrir. En hvorki hefur enn frosiđ ne snjóađ. Og fólk finnur fyrir ţví. Sjö af októbermánuđum ţessarar aldar hafa veriđ hlýrri fyrstu 20 dagana í Reykjavik og um 28 á árunum 1920 til 2000.Allra hlýjastur ţessa daga var október 1959 međ 9,5 stig (júníhiti), 1946 međ 8,6, 2010 međ 8,4 og 1965 međ 8,2 stig. Hlýjasti október allur, 1915, var líklega međ um 8,4 stig fyrstu 20 dagana en endađi í 7,9 stigum.     

Og nú fer ekki ađeins ađ kólna heldur er í uppsiglingu eitt af mestu kuldaköstum í október - ef spár ganga eftir. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband