Haust

Nú er hiti á láglendi svona 4-9 stig. Hann er nærri meðallagi árstímans. Hitinn um hádaginn  er nær alls staðar undir tíu stigum og hvergi er nærri því að vera frost. Við þetta hitastig á þessum árstíma gæti auðvitað verið rigning og hvassviðri þó svo sé ekki nú.

En það er þetta hitaástand sem kortin sýna sem mér finnst að sé alveg dæmigert  haustveður. Enginn sumarhiti en veturinn samt víðs fjærri. Breytti engu þó hitinn væri tveimur til þremur stigum lægri.

Og haustveðrið í dag sýnir hvílíkt fjarstæða það er að byrja að tala um að komið sé haust í byrjun september eða um miðjan ágúst eða jafnvel upp úr verslunarmannahelgi eins og margir eru þó að segja á hverju einasta ári þó fari að rigna eða hvessa síðsumars með hita víðast hvar vel yfir tíu stigum og kannski hátt upp í tuttugu á stöku stað.

Takið nú vel eftir hvernig haustið hagar sér! 

Það hefur hvorki á sér sumar né vetrarblæ.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Hvaða vitleysa... wink Það er ekki sumar nema hitinn fari vel yfir 10°C nær hvern dag. Sumrinu lýkur því yfirleitt fyrir 1. september (höfuðdagur er ágæt viðmiðun). Þá byrjar haustið og það stendur oftast fram í maí, þó að stundum komi vetrardagar inn á milli.

Birnuson, 14.10.2015 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband