Meira en meðal mánaðarúrkoma þegar fallin í Reykjavík

Þegar aðeins 9 dagar eru liðnir af mánuðinum er úrkoman í Reykjavík 99,3 mm. Það er meira en meðalúrkoma alls októbermánaðar 1961-1990, hið venjubundna viðmiðunartímabil, svo munar 14 mm en 25 mm yfir meðalúrkomu alls mánaðarins á þessari öld. (Einnig hvort tveggja yfir meðaltölunum 1971-2000).

Strax í fyrrdag var úrkoman kominn upp í meðalúrkomu alls októbermánaðar. Og þetta er reyndar mesta úrkoma sem fallið hefur í mælingasögunni þessa fyrstu níu októberdaga í Reykjavík og er hvorki meira né minna en um eða yfir fjórföld meðalúrkoma þessara daga ef miðað er bæði við þessa öld og tímabilin 1961-1990 og 1971-1900.

Úrkoman er þessa fáu daga einnig komin upp fyrir mánaðarmeðallag á nokkrum fleirum stöðvum.

Á Akureyri er úrkoman það sem af er hins vegar aðeins 12,3 mm. Og er lítil um miðbik norðurlands og víðar. 

Snjólaust er á landinu á veðurathugunarstöðvum.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband