Fyrsta haustfrost í Reykjavík

Í gærkvöldi um áttaleytið fór að frjósa í Reykjavík og varð frostið i nótt mest -3,8 stig. Ef við dagsetjum frostið í dag, 26. október, til sæmræmis við mælihætti Veðurstofuunnar hefur frostlausi tíminn verið 166 dagar en meðaltalið á þessari öld er 149 dagar. Síðast fraus í vor 12. maí í Reykjavik.

Meðalhitinn á Akureyri í gær var undir frostmarki, -1,1, stig, i fyrsta sinn síðan 8. maí. Dagurinn í dag mun einnig verða undir frostmarki að meðalhita í Reykjavík en það gerðist síðast þar 27. apríl. 

Meðalhitnn á landinu fellur auðvitað þessa köldu daga en góðum hlýindum er spáð á miðvikudaginn og svo áfram alveg sæmilegt til mánaðarloka. Oktober mun því standa sig nokkuð vel hvað hitann varðar.  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband