Hlýjasti dagur mánaðarins var í gær

Í gær var hlýjasti dagur mánaðarins. Landsmeðalhiti var 8,7 stig.

Í Reykjavík var sólarhringsmeðaltalið það hæsta síðan a.m.k. 1948 eða 9,4 stig og hámarkshitinn, 12,1 stig, var einnig sá mesti á sama tíma. Og sólin skein í hálfa þriðju klukkustund.

Ekki að furða þó David Cameroon hafi verið með flakandi um hálsinn í sjónvarpsviðtali niður við gömlu Reykjavíkurhöfn!

Meðalhiti mánaðarins er nú orðinn meiri í Reykjavík en á Akureyri en lengi framan af var því öfugt farið. Enn er þó hlýjast á austurlandi.

Og mánaðarhitinn ætlar að verða vel yfir meðallagi á landinu, gömlum jafnt sem nýjum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband