Hvað á að gjöra við ríka fólkið?

Ég held að ég sé kominn með heilablóðfall. Ég er svo sljór og heimskur eitthvað. Og þungur í hausnum. Einn vinur minn segir að ég sé með léttustu mönnum. En nú er ég með þyngstu mönnum. Kosningavindurinn er líka alveg rokinn úr mér. Mér leiðist reyndar pólitík eins og hún nú er orðin. Ef ég má orða það mjög ófrumlega: Það er sama rassgatið undir þeim öllum. Mér er reyndar ekkert verr við Framsóknarflokkinn en aðra flokka ef einhver hysterískur aðdáandi þessarar síðu skyldi halda það. Bye the way. Lesturinn á síðunni hefur tekið  fjörkipp eftir að ég aflaði mér þessara fræknu og allsvakalegu bloggóvina. 

En ég kaus núna í fyrsta skipti í nokkur ár vegna þess að ég er svo gamaldags að mér hrýs hugur við því hvernig þjóðfélagið er að breytast annars  vegar í samfélag hinna ofurríku og hins vegar samfélag hinna blásnauðu. Ég kaus þess vegna með veika von um úrbætur í þeim efnum. Þegar ég var lítill og ég var víst alveg hlægilega lítill þegar  ég var lítill eins og ég hef oft sagt á þessari síðu var bara einn og einn miljónamæringur á stangli og voru að mestu leyti til friðs. Og þeir voru öreigar í samanburði við ríkisbubba nútímans.

Ég trúi því ekki að það hafi eitthvað með dugnað, því um síður mannkosti, að gera að verða svona óskaplega  ríkur. Óþolandi duglegt  fólk er út um allt og nær frábærri færni í sínu starfi en verður ekki forríkt. Nei, þetta hefur eitthvað með skapgerð og viðfangsefni að gera að verða svona moldríkur. Að nenna að standa í því að vasast í viðskiptum eða bankastandi. Að vera gráðugur og svífast einskis.

Ég held að þetta sé fyrst og fremst andlegt undirmálsfólk. Og mér finnst að eigi að meðhöndla það eftir því en ekki að vera setja það á háan hest fyrir allra augum sem eitthvert yfirburðafólk.

Mér finnst að ætti að gera það höfðinu styttra.

En þar sem ég var að fá heilablóðfall og hugsanir mínar eru nú mjög blóðidrifnar ætla ég nú bara að halda þessari meiningu fyrir sjálfan mig.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

æ æ - ég sendi þér batakveðjur! annars er horfurnar góðar, ef maður lifir algerlega í myrkri og er sama um allt.... 

það sem er svo sorglegt við íslenska pólitík er að allir flokkar eru á móti. Enginn er með einhverju æðislegu sem á að gerast. jújú, vinstri grænir er hlynntir náttúrvernd og framsókn er hlynnt stóriðju, en þessar hugsjónir eiga ekki marga stuðningsmenn og fólk hópast ekki í kringm flokkana til að ná fram breytingum á aðstæðum. Fyrir átta árum voru kosningar þarsem rosalega margir studdu sjálfstæðisflokkinn af því að þeir voru "með" ríkidæmi og kjósendurnir vildu verða ríkir sjálfir. Það voru hugsjónirnar.  Þetta var óhugnanlegr tími...

halkatla, 16.5.2007 kl. 11:44

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Auglýsingaskrumið er staðfesting á hnignun lýðræðisins. Í dag þarf enga umræðu, heldur bara góða auglýsingu sem segir SEX kex og pex. Smæl beibý! Svo kaupir maður kallinn með bindið með Xi af því auglýsingin sagði að hinir væru bara hættulegir.

Einhvers staðar las ég að mestur meirihluti hausverkja væri vantsskortur í líkama. Það eru því yfirgnæfandi líkur að vatnsglös á morgna, eftirmiddag og að kvöldi lagi þetta vandamál. Vatnið kemur líka óæðri endanum í gang.

Ólafur Þórðarson, 16.5.2007 kl. 17:14

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég er ansi hræddur um að við myndum hætta að nenna að lesa dagblöðin ef hinir ríku væru stöðugt að skipa okkur fyrir með heilsíðuauglýsingum á víxl. E.t.v. er það góð viðskiptahugmynd að gefa út sér blað með skömmum og ábendirngum til almúgans frá hinum ríku? Það yrði nú kannski bara frekar andlaust?

Júlíus Valsson, 16.5.2007 kl. 18:10

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er ekki nema eðlilegt að léttast þegar allur vindur er úr manni þó kosningavindur sé eða er vindurinn kannski þyngdarlaus Nimbus, veður og vindafræðingur? Vona að heilablóðfallið gangi til baka svo þú takir gleði þína að nýju.

Svava frá Strandbergi , 16.5.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband