Beðið eftir storminum

Í nótt fór frostið í Möðrudal á Fjöllum í -21,0 stig í hægum vindi. 

Snjódýptin í Reykjavik er nú fallin niður í 28 sentímetra. Hún er ekki lengur meðal mestu snjódýptar á landinu eins og hún var um tíma en þó sú mesta sem fregnir eru af á öllu sunnanverðu landinu, sunnan Borgarfjarðar.

Mest er snjódýptin núna hins vegar við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum, 86 sentímetrar. Á Akureyri er hún 70 sentímetrar. 

Og nú bíðum við eftir storminum ógurlega. Vindhraðinn er kominn upp í 25m/s á Stórhöfða.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband