Tveir hlýir dagar á suðurlandi

Í dag og í gær hefur hiti víða farið yfir 20 stig á svæðinu frá Öræfum vestur til Hvalfjarðar. Stöðvarnar má sjá hér fyrir neðan, fyrst stöðvar Veðurstofunar en svo stöðvar Vegagerðarinnar.Í Surtsey fór hitinn í dag í 17,5 stig sem er ekki alveg hversdagslegt.

2622,9 Skaftafell  2722,7 Eyrarbakki 
2620,9 Hella  2722,7 Hella  
2620,5 Þykkvibær  2722,6 Þingvellir  
2620,3 Kirkjubæjarklaustur 2722,3 Geldinganes 
2620,1 Kálfhóll  2722,0 Hólmshheiði 
2620,2 Sámsstaðir  2722,0 Korpa  
2620,9 Vatnsskarðshólarkl. 202721,2 Reykjavík 
2620,2 Önundarhornkl 21 2720,5 Reykjavík búveðurstöð
2620,9 Hvammur  2720,8 Reykjavíkurflugvöllur
2620,9 Markarfljót  2721,6 Skrauthólar 
2620,1 Steinar  2721,5 Kirkjubæjarklaustur
2620,8 Selvogur  2721,6 Skaftafell  
2620,8 Mýrdalssandur  2721,3 Árnes  
2620,5 Eldhraun  2721,3 Grindavík 
2620,1 Skálholt  2721,7 Mörk á Landi  
      2720,6 Sámsstaðir 
      2721,6 Þykkvibær 
      2720,8 Þyrill  
      2720,5 Hjarðarland 
      2721,7 Kálfhóll  
      2721,2 Bræðratunguvegur 
      2720,1 Festarfjall 
      2720,3 Grindavíkurvegur 
      2721,1 Ingólfsfjall 
      2721,8 Kjalarnes 
      2722,0 Skálholt  
      2720,8 Blikadalsá 
      2720,4 Gjábakki  
      2721,0 Sandskeið 
      2720,6 Selvogur  
      2721,6 Þjórsárbrú 
      2720,3 Eldhraun  
      2720,0 Lyngdalsheiði 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Marinósson

Ánægjulegt fyrir íbúa á suðvesturlandi að fá loksins norðanátt og von að þeir séu ánægðir með það.  Þarna býr stór hluti þjóðarinnar.  Kannske er þó ágætt að hafa það í huga þegar norðlægar áttir eru ríkjandi er kalt fyrir norðan þegar vindur stendur af hafi sem ekki nema um 6 - 7 gráðu heitt.  Þoka og súld fylgja gjarna norðanáttinni.  Veður var gott fyrir norðan í júní, en lengst af júlí hefur verið norðanátt og slæmir tímar fyrir þá sem vilja sól og hlýindi.  Á sama hátt og höfuðborgarbúar óska sér norðlægra átta óskum við norðlendingar eftir suðlægum áttum með sólafari og hnúkaþey.  Er hér með lýst eftir slíku veðurfari.

Ágúst Marinósson, 28.7.2016 kl. 10:45

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er nú ekki alveg klippt og skorið að sé bara norðanátt eða sunnanátt. Það getur verið ágætt veður að sumarlagi um allt land,eins og oft hefur verið á þessari öld, og líka lélegt um allt land á sama tíma þó oft njóti einn landshluti sín betur en annar. En hreinræktuð hlý sunnanáttasumur, eins og t.d. 1984, hafa samt verið sjaldgæf í seinni tíð. Merkilegast er kannski hvað "norðanáttin" hefur þrátt fyrir allt verið hlý í þessum mánuði. Meðalhitinn á Akureyri núna var t.d. 10,7°, aðeins 0,2° undir hlýindatímabilinu 1931-1960.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2016 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband