Tuttugu stiga hiti mældur á Íslandi 1920-1948

Í Fylgiskjalinu við þessa bloggfærslu má sjá allar tuttugu stiga hitamælingar á veðurstöðvum á Íslandi frá stofnun Veðurstofunnar 1920 til 1948.

Þess ber að geta að hámarksmælingar voru ekki á öllum stöðvum. Stundum mældu stöðvar án þeirra 20 stiga hita eða meira á föstum athugunartímum, nánast alltaf klukkan 14 að íslenskum miðtíma. Þær mælingar eru hér skáletraðar. Nokkrar skeytastöðvar án  hámarksmælis mældu á enn öðrum tímum og eru hér líka skáletraðar en tekið fram klukkan hvað mælingin var gerð. Þetta ætti allt að vera auðskilið.

Við hvern dag, i dálkum til hægri, kemur fram hve margar stöðvar voru með hámarksmælingar og reiknað hve hátt hlutfall þeirra mældu 20 stiga hita eða meira.Stöðvar sem ekki voru með hámarksmæla eru ekki í þeim útreikningum, jafnvel þó slíkur hiti hafi verið lesin á athugunartímum og einhvern dag jafnvel eingöngu á slíkri stöð. (Á þessu er ein undantekning, júlí 1944, sem gerð er grein fyrir á viðkomandi stað í dagalistanum) Af þessum ástæðum getur það komið fyrir að einhvern daginn sé ekki neitt hitahlutfall reiknað þó einhver eða einhverjar stöðvar sem ekki höfðu hámarksmæla hafi mælt 20 stig á athugunartímum en engar stöðvar með hámarksmæla. Listunm er þannig raðað að byrjað er á suðausturlandi en síðan farið réttsælis um landið og endað á Berufirði.

Það verður að segjast að ýmsar hámarksksmælingar þessara ára eru ekki sérlega trúverðugar, sérataklega fyrir 1930 en um það leyti skánar og æ meira er á líður. Þær mælingar sem ég tel mjög ótrúverðugar eru þó teknar með en með smærra letri en þær stöðvar sem í hlut eiga eru EKKI reiknaðar með tuttugu stiga hlutfallinu. Einstaka sinnum fyrstu árin eru mælingar í stöku mánuðum á einhverri stöð augljóslega algjörlega út í hött og þeim er því alveg sleppt. Er þessa getið í athugasemdunum til hægri þeegar það kemur fyrir. Þær stöðvar sem liggja til grundvallar í hlutafallsreikninunum eru þær stöðvar með hámarksmæla sem koma fram í viðkomandi mánuði í Veðráttunni, mánaðarriti Veðurstofunar, stöku sinnum reyndar ekki fyrr en í næsta mánuði eða jafnvel enn seinna. Stundum tek ég þó með stöðvar sem fá ekki rúm i Veðráttunni af einhverjum ástæðum, aðallega Grímsey og Eyrarvakka. Stöðin á Lambavatni, sem árum saman var eitthvað biluð, er aldrei með í  hlutfallsreikningunum þóí mælingar þaðan séu birtar eins og aðrar en  þá með smærra letri og til hægri er gefin upp mmesti hiti á stöðinni sem lesin var á mæli á föstum athugunartímum. Sést þá reyndar vel hve hámarksmælingarnar þar eru ótrúverðugar. Sami háttur er hafður á með aðrar stöðvar sem eru með sérlega ótrúverðugar hámarksmælingar að mínu mati. Og eins og aður segir eru þessar stððvar ekki hafðar með í hlutfallsreikningunum. Það breytti reyndar litlu þó þær væru með en mér finnst réttara að sleppa þeim bara í þeim útreikningum þó hitatölurnar sjáfar frá þeim fylgi hér með með. Ekki er þar með sagt að 20 stiga hiti eða meira hafi ekki komið einhvern tíma á þessum stöðvum í raun og veru þó mælingarnar i heild séu ótrúverðugar. Allt er þetta nokkuð matsatriði.

Reyndar eru ýmsar aðrar stöðvar stundum grunsamlegar hvað háamrkshitann snertir. Má þar nefna Hvanneyri, Hamraenda í Dölum, Eiðar, Hallormsstað, Hlíð í Hrunamannahreppi, og jafnvel Grímsstaði og Teigarhorn. Og fleiri. Allar mælingar á þessum árum, nema í Reykjavik frá 1947,voru gerðar í veggskýlum sem fest voru á húsveggi en ekki í frístandandi skýlum eins og síðar varð og eru veggskýlamælingar ekki alveg sambærilegar við seinni tíma mælingar. En samt! 

Þrátt fyrir ýmis álitamál og vafaatriði má glögglega sjá á hitalistunum hvenær komu óvenjulega hlýir dagar, einn stakur eða þá fleiri í röð. Hér eru allir samfelldir hitadagar hafðir i samhangandi röð í listunum, líka yfir mánaðarmót, en þegar dagur stendur alveg stakur eða eitthvað líður á milli daga með 20 stiga hita er haft bil á milli þeirra. Þar sem margar stöðvar mæla 20 stig eða meira á einum degi eða röð daga er hæsti hitinn í syrpunni merktur með rauðu letri svo hann blasi fremur við lesenda. Ekki er haft fyrir þessu í stuttum runum þar sem hámarkshitinn er tiltölulega lágur. Hitabylgjuhlutfall sem nær 30% eða meira er svartletrað en rauðletrað ef það nær 40% eða meira. Auðvelt ætti því að vera að finna alvöru hitabylgjur. Þær eru sannarlega ekki árlegur viðburður.

Þetta er tekið upp úr veðurbókum sem einstaka eru komnar á tölvu en flestar eru bara handskrifaðar af veðurathugunarmönnum. Ekki er sem sagt búuð að tölvuskrá þessar bækur nema eina og eina.En frá 1949 hefur það verið gert.

Villur og hnökrar geta verið í fylgiskjalinu.

Jú, jú, þessi fortíðarþrá vekur auðvitað engan áhuga nema hjá mestu og allra einkennilegustu veðurnördunum. En til þess er líka leikurinn gerður!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Það er ekkert að marka veggskýlamælingar. Inni í slíkum kofum svitna jafnvel blóðheitustu veðurhanar.

FORNLEIFUR, 30.9.2016 kl. 18:03

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvaða forneskjutaut er nú þetta! En stundum ratast fornleifum þó satt á munn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.9.2016 kl. 18:19

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigurður. Góð samantekt en taktu ekki nema 50% mark á fornleifi en hann er fæddur ney sayier þótt fróður sé.

Valdimar Samúelsson, 30.9.2016 kl. 22:03

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei-segir Fornleifur, en Valdi er bara svekktur yfir því að Fornleifur er hvorki útlendingahatari né hræddur við homma, enda er Valdi stuðningsmaður Þjóðfylkingarinnar. Í þeim flokki hita menn ser við hræðslu og telja múslíma og gyðinga alltaf vera á næstu grösum.

FORNLEIFUR, 1.10.2016 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband