Síðkomnasta haustfrost mælinga í Reykjavík

Að morgni 16. nóvember sýndi kvikasilfurslágmarksmælir í Reykjavík -0,3 stig. Það er fyrsta frostið á þessu hausti. Og það sem meira er: Aldrei hefur fyrsta frost að hausti komið jafn seint. Gamla metið var 11. nóvember á því gósenári 1939. Það ár skartar þó enn flestum frostlausum dögum frá vori til hausts eða 202 dögum. En næst að því leyti er einmitt okkar ár með 200 daga. Meðaltal fyrsta frosts á þessari öld er 9. október en næstu 60 árin þar á undan 5.-6. október. Lengd frostlausa timabilsins frá vori til hausts á okkar öld til 2015 er 149 dagar en frá 1920 til 2015 144 dagar.

Í gær og í morgun var talin flekkótt jörð af snjó í Reykjavík en þar hefur enn ekki orðið allhvít jörð. Búast má við alhvítri jörð að meðaltali fyrstu vikuna í nóvember en eins og með frostið er talsverður breytileiki milli ára.

Með færsluni fylgir fylgiskjal þar sem eru dagsetningar á síðata frosti að vori og fyrsta frosti að hausti frá stofnun Veðurstofunnar árið 1920. En auk þess tölur frá fyrri tímabilum þegar mælt var en taka ber þeim mælingum með nokkru meiri varúð. Í skjalinu eru líka dagsetningar á alhvítri jörð síðast á vorin og fyrst á haustin frá 1920. Á blaði 2 á fylgiskjalinu er fjöldi frostdaga í hverjum mánuði í Reykjavík en tölurnar fyrir árin 1907-1919 eru lágmarkstölur því þá voru ekki neinar lágmsrksmælingar en lesið á mæla á föstum athugnartímum.  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er ekki kvikasilfur í lágmarksmælinum heldur vínandi. Rétt að Bakkus fái að halda sínu, kvikasilfur er í öðrum mælum gamla skýlisins.

Trausti Jónsson, 19.11.2016 kl. 23:01

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, auðvitað! Hugsanaleti! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2016 kl. 22:35

3 identicon

Takk fyrir þennan fróðleik Sigurður. Eftir allt saman munaði bara sáralitlu að metið félli.  

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 24.11.2016 kl. 10:14

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigurður. Ég fann fyrir nokkrum árum rit frá þér í PDF formi þar sem þú hafðir safnað saman veðurfarlýsingum ásamt skipavá.

Ég finn þetta ekki en átti það á tölvunni. Ég var búinn að segja félaga okkar Jónasi Gunnlaugs á Egilsstöðum frá þessu og honum eins og mér langar að komast í þessar ágætu heimildir.

Er möguleiki á að þú gætir gefið okkur slóðina. Kv v  

Valdimar Samúelsson, 28.11.2016 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband