22.5.2007 | 17:24
Sumarsnjór á suðurlandi
Það kom mörgum á óvart að jörð hvítnaði af snjó á suðurlandi í gærmorgun. Jafnvel á Rjúpnahæð við Reykjavík í 120 metra hæð. Ef til vill hefur þá verið hvítt líka efst í Breiðholtinu. Maður nokkur sagði mér að grátt hafi verið í rót í Fífuhvammi í Kóapvogi.
Þó kuldaköst séu algeng um allt land á þessum árstíma er það samt sem áður sjaldgæft að snjór liggi á jörðu fyrir sunnan svo síðla í maí.
Ég held að það hafi síðast gerst árið 1979 í kaldasta maí sem mælst hefur á Íslandi frá upphafi mælinga. Þá var alhvít jörð á Þingvöllum 25. maí og á Búrfelli 23.
Árið 1971 var snjór 27. maí á Þingvöllum og Laugardælum og 23. á Vegatungu, Hæli og Búrfelli.
Í Vegatungu var jörð hvit 31. maí 1970.
Í síðustu viku maí 1949 kom mikið kuldakast. Svo segir í Veðráttunni:
"23.-31.Mátti heita vetrarríki um allt land Linnulaus hríðarveður voru á Norðurlandi og suma dagana var einnig nokkur snjókoma sunnanlands. Vindur var norðlægur eða norðaustlægur og oft hvass .
Í Vestmannaeyjum var snjódýptin 20 cm 21. maí og þá var líka alhvítt á Sámsstöðum. Vorkuldunum 1949 linnti ekki fyrr en eftir miðjan júní en þá kom sérlega öflug hitabylgja. Óneitanlega miklir öfgar í veðurfari. Gróðurhúsáhrifin?!!
Síðasta dag maímánaðar árið 1936 mældist snjódýpt 1 cm á Kirkjubæjarklaustri.
En mest bizarre af öllu: 2. júní 1952 var snjódýptin á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 2 cm.
Það getur verið á allra seinustu árum, að snjór hafi verið á jörðu eftir 20. maí á suðurlandi en ég hef ekki óyggjandi gögn um það. Ég held samt ekki.
Síðast hefur verið talin alhvít jörð kl. 9 í Reykjavík að vori 16. maí árið 1979.
Á hádegi 27. maí 1949 var snjókomu getið bara sisvona í veðurathugun í Reykjavík í tveggja stiga hita.
Snjóhula er metin og dýptin mæld klukkan 9 að morgni og það er vel þekkt að snjór hafi verið á jörðu syðra seint í maí og einstaka sinnum langt fram eftir júnímánuði en hefur verið horfin fyrir sólaryl klukkan níu á suðurlandi. Í Reykjavík var vitað um snjó í efri borgarhverfum í júní t.d. í hvítasunnuhretinu 1992. Hér er tekið (traustataki nátturlega) úr bók Trausta Jónssonar "Veður í Íslandi í 100 ár": "Efst í Árnessýslu og Borgarfirði er vitað um snjó jafnvel í júlí. Á þeim stöðum eru líka til dæmi um snjó að nóttu í ágúst. ... Fram eftir sumri 1866 var tíðarfar mjög óvenjulegt og þá snjóaði í júlíbyrjun um stóran hluta Suður-og Vesturlands, en ekki er ljóst hvort althvítt varð þá í Reykjavík."
Í veðráttunni 1947 er sagt að snjóað hafi niður undir byggð 7. júlí á Þingvöllum. Sagt er að líka hafi hafi snjóað á Þingvöllum 10. júlí 1970 þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, kona hans og dóttursonur fórust í bruna þar. Þá var "norðan hávaðarok, föl á jörðu og grátt í fjöllum", segir Morgunblaðið 11. júlí. Sveinn Pálsson landlæknir mun geta þess í dagbók sinni að alhvítt hafi verið á Kjalarnesi niður að fjallsrótum 19. júlí árið 1801.
Ég hef víst verið óþarflega bjartsýnn þegar ég spáði "rigningasumrinu mikla" 2007. Nú skal úr því snarlega bætt með viðeigandi raunsæi: Það verður auðvitað "snjóasumarið mikla" 2007!
En ég verð í sól og sumri á Krít.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Jæja mikið var að maður fær náðarsamlegast að kvitta fyrir sig hérna.
Það kemur mér annars lítið á óvart að jörðin hafa hvítnað af snjónum. Frekar hefði verið fréttnæmt ef hún hefði blánað af snjó.
Þetta þykir mér nú léleg fréttamennska.
gerður rósa gunnarsdóttir, 22.5.2007 kl. 18:08
Fréttin er að það hafi snjóað svona seint ansinn yðar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.5.2007 kl. 18:16
Ætli sumar og vetur snjói ekki saman?
Svava frá Strandbergi , 22.5.2007 kl. 19:09
Já en þú undirstrikaðir sérstaklega hvítnaði af snjónum. Hvað á maður að halda?
gerður rósa gunnarsdóttir, 22.5.2007 kl. 19:21
Og hvað er frúfröken Strandberg að gera hér með köttinn sinn? Átt þú ekki að vera á djamminu góa?? Og í sólbaði? Eða er kannski allt grænt af snjó þar líka?
gerður rósa gunnarsdóttir, 22.5.2007 kl. 19:32
Já zoa það er nú stóra spurningin, hvað Fr. Strandberg sé að gera hér?
Hjá mér er bara allt í grænum sjó en ekki grænum snjó .
Ég komst ekki í þessa draumaferð eftir allt saman, þar sem ég fékk á síðustu stundu svo hrottalega í mitt kalkaða bak að ég mátti mig hvergi hræra.
Ég lá bara í rúminu eins og skata og hámaði í mig parkódín forte eins og það væri M&M nammikúlur.
Svona fór um flugferð þá og peningarnir mínir fljúga eins og hvítu fiðrildin fyrir utan gluggann.
Vona samt að ég nái að veiða þá með veikindavottorði frá lækninum mínum.
Svava frá Strandbergi , 23.5.2007 kl. 01:27
Skrítið að þú minnist á M&M því ég var einmitt að klára einn poka :)
En þetta er greinilega guðleg forsjón. Þú átt greinilega að koma hingað í staðinn ;)
Íbúðin við hliðina á er laus frá 14. júlí til e.t.v. 22. sept. (Nema ákveðinn maður neiti að fara.) Leiguverði er stillt afskaplega mikið í hóf. Eiginlega bara brandari. Láttu mig vita ef ég á að panta pláss fyrir þig. Við gætum þá verið bakveikar saman. Annars er girðingarvinna allra bakmeina bót. Er aldrei betri í bakinu en þegar ég er að negla niður girðingarstaura. Set þig kannski í svoleiðis í lækningaskyni.
gerður rósa gunnarsdóttir, 23.5.2007 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.