Hvar er vorið góða grænt og hlýtt?

Vorið og fyrri hluti sumars finnst mér mest sjarmerandi tími ársins þó allar árstíðir séu góðar. Gróandinn og birtan er engu lík. Nú er gróður vel á veg kominn og munar þar mest um hlýindin í apríl. Þessi mánuður hefur hins vegar verið fremur kaldur en samt skástur hér á suðvesturlandi. Hlýjast var fyrstu dagana en síðan hefur hitinn ekki náð sér á strik.  

Þetta er ekkert vorveður það sem af er mánaðarins. Það sést best á því að víða er meðaltal lágmarkshita á veðurstöðvum, jafnvel á suðurlandi, t.d. Þingvöllum og í dölunum í Húnavatnssýslum og í innsveitum fyrir norðan undir frostmarki, mest -1.0 stig á Möðruvöllum í Hörgárdal. Snjór hefur komið og farið sums staðar á norðurlandi fram á síðustu daga.

Við bíðum sem sagt enn eftir vorinu. Og það kemur ekki næstu daga samkvæmt veðurspám. Þvert á móti á að kólna.

Þegar kemur fram í júní byrjar svo "rigningarsumarið mikla árið 2007".

Sanniði til lesendur góðir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hvað er eiginlega í gangi herra veðurviti? Hvernig stendur á því að það snjóar nú, komið seint fram í apríl? Á svo að rigna í allt sumar, ertu sjúr á því? Ég þoli þetta ekki, garðurinn minn var allur farinn að laufgast og túlípanar að blómstra og nú er bara kominn vetur. Þú hefur oft sagt að gróðurhúsaáhrifin séu stórlega ýkt, en þetta er vægast sagt undarlegt veðurfar. Ekki heldur aðeins á Íslandi heldur hefur veðrið hagað sér stórundarlega um allan heim undanfarin ár. Hvað er eiginlega í gangi ef þetta eru ekki gróðurhúsaáhrif?

Svava frá Strandbergi , 22.5.2007 kl. 07:40

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef aldrei sagt að gróðurhúsaáhrifin séu stórlega ýkt. En ég hef sagt að fjölmiðlar ættu að passa sig á að skrifa allar sveiflur í veðri umsvifalaust upp á gróðurhúsaáhrifin. En þú þarft nú ekki að kvarta, flatmagandi og sólsleikjandi á Kanarí! En hvað verður nú með vesalings Tító?

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.5.2007 kl. 11:10

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég heyrði að þeir á RÚV voru að vitna í bloggið þitt

Heiða B. Heiðars, 22.5.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband