11.5.2017 | 14:38
Að hlýindunum loknum
Hlýindin sem voru dagana 3.- 8. maí voru með þeim allra mestu sem gerast eftir árstíma.
Ýmis dagshitamet fyrir meðalhita og hámarkshita voru til dæmis sett í Reykjavík og á Akureyri og miklu viðar. Dagshitamet merkir að einhvern ákveðinn mánaðardag hafi ekki mælst meiri hiti þó hann gæti hafa mælst hærri einhverja daga fyrr eða síðar í mánuðinum. Hér verður getið um nokkur þessara hitameta og eru gömlu metin höfð innann sviga.
Þann 3. maí kom dagshitamet fyrir meðalhita í Reykjavík frá 1936, 11,9 stig (9,9° 1964).Daginn eftir var aftur slíkt dagshitamet, 11,2 stig (9,3° 1939). Dagshitamet fyrir hámarkshita komu ekki í Reykjavík að þessu sinni.
Dagshitamet að meðalhita frá og með 1949 komu á Akureyri þann annan, 12,3 stig (10,4° 1980), þann þriðja,15,7 stig (11,0° 2000) og þann fjórða, 13,1 stig (12,3° 1975). Meðalhitinn þann þriðja er mesti meðalhiti nokkurs sólarhrings svo snemma vors á Akureyri en næstur kemur 26. apríl 1984 með 14,7 stig. Þriðji maí setti einnig dagshitamet fyrir hámarkshita á Akureyri, 21,2 stig, en einu sinni fyrr að vori hefur mælst meiri hámarkshiti þar, 21,5 stig. Var það 29. april 2007 en mjög hlýir dagar komu í lok þess mánaðar. Þann 4. maí núna var einnig met fyrir hámarkshita á Akureyri, 19,0 stig (18,0°,2010).
Það var líka hlýtt fyrstu tvo dagana og meðalhiti fyrstu 8 daga mánaðarins var í Reykjavík 8,65 stig en 9,82 stig á Akureyri og 8,33° stig í Stykkishólmi. Á Akureyri og Stykkishólmi er það met fyrir þessa daga en fáein ár hefur verið hlýrra í Reykjavík.
Þó öll kurl séu ekki komin til grafar má telja nokkurn veginn víst að 2. og 3. maí hafi verið þeir hlýjustu að meðalhita á landinu síðan Veðurstofan var stofnuð 1920. Meðalhiti allra sjálfvirkra stöðva var 12,0 þann þriðja og 10,3 stig þann fjórða. Fyrri dagurinn er sá hlýjasti sem komið hefur svo snemma vors á landinu og slær þá út 22. april 2003 sem var með 11,2 stig að meðalhita. Þriðji mai var hins vegar aðens kaldari en 28. og 29. arpíl 2007 og að því er virðist sjónvarmun kaldari en 6. mai 2001. Þessir hlýju dagar sem komu núna í mai eru sem sagt í toppflokki hlýinda sem búast má við eftir árstíma. Já, eiginlega toppurinn! Meðaltal hæsta dagsahita á landinu öllu 1.-8. maí er hvorki meira en 20,0 stig sem er miklu meira en hægt er að finna allt frá stofnun Veðurstofunar fyrir þá daga. Þess ber auðvitða að gæta að veðurstöðvar eru miku fleiri en nokkru sinnni fyrr. Þetta er samt alveg sláandi og einstakt.
Hvað tuttugu stiga hita eða meira varðar einhvers staðar á landinu voru sá þriðji og fjórði afkatamestir. Báða dagana mældu 14 veðurstöðvar 20 stiga hita eða 12,9 af hundraði alla stöðva.Seinni daginn fór hitinn i 23,4 stig á glænýrri sjálfvirkri stöð í Bakkagerði á Bogarfirði eystra. Og ef við tökum hana alvarlega á sínum fyrsu skrefum, ef svo má segja, er þetta mesti hiti á landinu sem komið hefur svo snemma vors. Næst eru 23,0 stig á Ásbyrgi,furðudaginn 29. apríl 2007. Það er svo einmitt Ásbyrgi sem var með næst mesta hitann í okkar hlýindasyrpu núna en þar mældust 22,8 stig 3. maí (reyndar líka í Bjarnarey og er þar maímet). Hámarkshitinn þann þriðja ruddi burtu fyrra dagshitameti á landinu (20,4° á Hallormsstað 2000) en hitinn þann fjórða sló út fyrra met þann dag (21,7° í Skaftafelli 2010). Reyndar var dagshitametið líka slegið þann fimmta þegar 19,5 stig mældust á Reykjum í Fnjósakdal (19,4° á Hallormsstað 2010).
Já og dagshitametið þann sjötta var einnig slegið þegar Hjarðarland (kvikasilfursmæirinn) mældi 20,6 stig (20,0° Neskaupstaður 2001). Og það er ekki aðeins dagshitamet fyrir hámarkshita á landinu heldur er þetta fyrsta dagsetning að vori á suðurlandsundirlendi sem tuttugutigahiti eða meira mælist þar. Þann sjöunda kom enn eitt dagshitametið þegar Reykir i Fnjóskdal mældu 20,8°(20,2° Teigarhorn 1937). Þann áttunda komst svo hitinn í 18,0 stig á Kirkjubæjarklaustri sem ekki er þó neitt met. Sama mánaðardag árið 2006 mældust hins vegar 22,4 stig á Hæli í Hreppum og daginn eftir 22,0 á Hjarðarlandi. Aðeins á eftir fyrsta tuttugustigadeginum á svæðinu núna!
Fjölmög dagshitamet og mánaðarmet voru sett á veðurstöðvum með mislanga athugunarsögu þessa daga. En hér verður látið staðar numið.
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 12.5.2017 kl. 23:34 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.