23.5.2007 | 19:38
Ranglæti drepur
Í dag skrifar Þórhildur Elín athyglisverða grein á Vísir.is. Þar segir hún frá konu sem þurfti að láta fjarlægja úr sér skjaldkirtilinn fyrir 20 árum en vegna mistaka voru kalkkirtlarnir líka teknir. Af þessu hlaust mikill heilsubrestur og konan verður að taka stóra skammta daglega af kalki því annars myndi hún deyja. Kostnaðinn hefur hún þurft að bera sjálf fram á síðustu tíma og í greininni er lýst glímu konunnar við harðsnúna lögfræðinga Tryggingarstofnunar. Í greininni er þessi athyglisverða setning: "Aðgerðin var gerð áður en sjúklingar öðluðust lagalega rétt gagnvart læknamistökum enda stóð aldrei til að draga einhvern til ábyrgðar." Það er eins og áhersla sé lögð á þetta í hálfgerðum afsökunartóni að aldrei hafi staðið til að draga einhvern til ábyrgðar.
Hvers vegna ekki? Af hvejru eru allir svona sammála um það að þó læknir eyðileggi líf einhvers þá skuli hann aldrei þurfa að standa við neins konar ábyrgð nema hann sé beinlínis blindfullur við vinnuna eða eitthvað álíka. Læknar vita þetta vel. Og þeir eru því öryggir með sig eftir þvi. Og þeir hafa mikið vald í þjóðfélaginu og líka við mótun laga. Enginn þorir þess vegna annað en að lyppast niður gegn þeim við lagasetningar. Allir verða sammála um að þeir þurfi ekki að bera neina ábyrgð, einir allra stétta, jafnvel þó þeir drepi fólk með klaufaskap, kæruleysi eða vanrækslu. Allt er það bara kallað "mistök" og læknirinn fær kannski þessa líka fínu stöðuhækkun. Áreiðanlega veldur einmitt þetta formlega ábyrgðarleysi og þá lka í reynd einmitt því að menn hirða ekki um að vanda sig nógu vel. Læknarnir vita að þeir eru alltaf hólpnir hvernig sem allt veltist. Það er talið fullvíst að jafnvel nokkur hundruð manns - þetta eru ekki öfgar í mér, heldur talið vera í raun og veru - skaðist eða deyji ár hvert á Landsspítalanum vegna "mistaka". En aldrei þarf neinn að bera neina ábyrgð - nema hinn dauði auðvitað.
Þetta þegjandi samkomulag að leyfa læknum að komast upp með allt nær jafnvel svo langt að þegar einstaklingur segir í fjölmiðlum frá læknamistökum sem eyðilagði líf hans þorir hann aldrei að nefna nafn lækinisins.Doktorinn sleppur því ekki aðeins við lagalega ábyrgð eða ábyrgð yfirleitt heldur nýtur líka undantekningarlaust nafnleyndar. Og hvað aðstandendur þeirra varðar sem látast vegna mistaka læknisins þá gefur hann þeim bara langt nef í krafti friðhelgi sinnar og þjófélagsleslegrar stöðu. Þetta fólk skiptir engu máli. Það er ekki sagt í orðum en verkin segja það.
Mér finnst alveg sjálfsagt að birta nafn viðkomandi læknis þegar fólk segir frá hremmingum sínum vegna læknamistaka. Það má ekki minna vera. Eftir sem áður starfar hann eins og ekkert sé og nýtur álits og virðingar (þó það nú væri) og veit að ekkert fær ógnað sér í alvörunni. En fólk veigrar sér við þessu vegna þess að það óttast að það verði fordæmt fyrir það. En læknirinn þarf aldrei neitt að óttast.
Vel á minnst. Frænka mín ein var fyrir löngu skorin upp við skjaldkirtilssjúkdómi af sjúkrahúslækni í Vestmannaeyjum sem ekki hafði neina menntun til aðgerðarinnar og klúðraði öllu sem hann gat klúðrað. Það gjörbreytti lífi frænku minnar. En læknirinn hefur nú fengið af sér styttu í bænum og þurfti aldrei að standa neins konar reiknisskap gerða sinna. Það vissi líka hvert mannsbarn í Vestmannaeyjum að hann var iðulega drukkinn við lækningar sínar en hann bara komst upp með það. Hann var ósnertanlegur.
Hann fékk bara af sér flotta styttu.
Í Mogganum í dag er skýrt frá því að ranglæti drepi fólk úr hjartaáföllum og öðrum meinum.
En hverjum er ekki sama? Það eru alltaf þeir sem eru fátækir og valdalausir sem verða fyrir ranglætinu. Fólk sem ekki fær af sér myndastyttu.
Það má alveg drepast.
Og því fyrr, því betra.
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 21:54 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Jamm!
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.5.2007 kl. 22:27
Steindrepur
Dr Banco Vina E.D.R.V, 23.5.2007 kl. 23:32
Já einmitt viðkomandi alkalæknir kom einu sinni sem oftar í læknisheimsókn til mín þegar ég var ungabarn. Mamma gat varla vatni haldið af aðdáun yfir því og talaði ofti um það í tugi ára á eftir, að það hefði bara snar runnið af lækninum á nóinu þegar hann sá hversu veikt barnið (ég) var.
Svava frá Strandbergi , 24.5.2007 kl. 08:47
Það var vegna þess að þá fékk læknirinn, sem var að fást við líf fólks, sér amfetamín til að stremma sig af. Hann gerði það alltaf þegar hann var kallaður út til fólks á fyliríum. Gerist svona enn?
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.5.2007 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.