Hún Vera frá Rússlandi

vera7Þetta er allt annað líf síðan fór að hlýna. Nú er veðrið orðið eðlilegt eftir árstíma. Og það á eftir að batna enn til muna því hlýr loftmassi er að koma beint frá Rússlandi.

Fyrsta utanlandsferð mín var til smáborgar í Rússlandi sem heitir Onega og er innst í Hvítahafinu. Þá var ég þrettán ára og var messagutti á flutningaskipi. Þarna kynntist ég ungri stúlku sem kom oft í sjómannaklúbbinn á kvöldin en á daginn vann hún við uppskipun á timbri við höfnina.Við urðum miklir vinir þó hún væri nokkrum árum eldri en ég og við gætum ekki talað saman því hún skildi aðeins rússnesku. En við brostum bara inn í hvort annað. Hún fluttist síðar úr borginni og býr nú suður í Kákasusfjöllum. Við erum enn í sambandi. 

Daginn sem ég sá hana fyrst, 6. júní 1961, var einmuna blíða og var það allan tímann sem við vorum í höfn en það voru nokkrar vikur. Við sigldum svo burt en komum aftur seinna um sumarið. Alltaf var sama blíðan. Og þetta reyndist með hlýjustu sumrum við Hvítahafið.

eg61Þessi stúlka hét Vera. Og hér fyrir ofan er mynd af henni sem tekin var þegar hún var að vinna í timbrinu í Onega. Hún sendi mér myndina fyrir nokkrum árum. Og svona leit ég út þegar ég kynntist henni. 

 

 

 

 

 

Allt gott kemur frá Rússlandi. Ljúfar minningar, sumarblær og sólskinsblíða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú hefur bara verið alveg eins og kvikmyndaleikarinn sem lék í stórmyndinni  Ghost þegar þú varst unglingur.


Patrick Swayzy held ég hann heiti.

Svava frá Strandbergi , 29.5.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og nú er ég bara sjálfur orðinn ghost! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.5.2007 kl. 19:54

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei, þú ert frekar Swayzinn! Frábær saga!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.5.2007 kl. 20:01

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er miklu meira í sögunni. Hún er alveg ótrúleg. Kannski verður hún seinna öll sögð. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.5.2007 kl. 20:16

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vera er ekki bara hlý.. hún er fegurðardrottning! Hún hlýtur að hafa verið skotin í þessum sæta strák!! 

Vona að fáum að heyra söguna við tækifæri 

Heiða B. Heiðars, 29.5.2007 kl. 20:18

6 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Æ litlu dúllurnar :)

Ertu þá semsagt búinn að læra rússnesku?

gerður rósa gunnarsdóttir, 29.5.2007 kl. 20:36

7 identicon

Þetta er falleg saga Siggi minn, þú átt að skrifa meira fyrir okkur andleysingjana. En það er satt sem þú segir, allt gott kemur frá rússlandi :)

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 07:08

8 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Vera er líka einstaklega fallegt nafn og fallegar konur sem bera það ;)

Vera Knútsdóttir, 30.5.2007 kl. 12:28

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, og það er bara Guðmundur sjálfur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2007 kl. 00:36

10 Smámynd: Skarpi

Sæll Sigurður, 

  long time reader, fyrsta komment.

 Þessi saga  verður að vera sögð! Það er fjölmargt sem leynist þarna, það skynjar hver maður með hálfa hugsun. Bréf milli Íslands og Sovét, hvers kyns eðlis sem þau svosem væru, hljóta að vera forvitnilegt efni. Hlakka til að fá meira að vita. 

Skarpi, 31.5.2007 kl. 21:23

11 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Já hann lumar á mörgum leyndarmálum hann Sigurður. Ég ætla að veiða þau öll upp úr honum innan skamms.

gerður rósa gunnarsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:57

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú er ég að hlusta á óperuna Mefistóteles eftir Boito. Gerast ekki betri óperur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2007 kl. 22:58

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guðmundur Ólafsson! Af því að við erum sammála um að allt gott komi frá Rússlandi hefurðu kannski gaman að því að sjá hvaða fréttir koma frá rússneskum krummaskuðum. http://onega.su/ 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband