30.5.2007 | 14:58
Draumurinn
Það dreymdi mig í nótt að mér fannst ég staddur í löngum gangi og gekk ég fram og til baka eftir ganginum. Fyrir enda gangsins var stórt borð og þar sat Björn Bjarnason dómsmálaráðherra umkringdur mörgum konum, ungum og forkunnarfögrum. En Björn sýndi ekki sitt rétta andlit heldur var eins og Þór Whitehead í framan.
Þar sem ég gekk þarna fram og aftur um ganginn ávarpar Björn mig allt í einu með þessum orðum:
Viltu nú ekki koma og setjast hérna hjá okkur Siggi minn!
Þennan draum túlka ég umsvifalaust beint af augum eftir freudískum skilningi: Dómsmálaráðherrann er ekki svo lítið upp á kvenhöndina og er umvafinn villtu meyjum alla daga við sitt lífsins borð. Hann vill endilega að ég fylgi fordæmi hans í því efni. Hlammi mér við kvennahlaðborðið mikla sem svignar undan ilmandi og lostætum krásunum og eti og drekki og veri afskaplega glaður. Og ég er að hugsa um að taka hann bara á orðinu.
En það var meira en Freud í þessum djúpa og merkilega draumi. Hann var líka hinn huggulegasti daglátadraumur í þjóðlegum stíl.
Um hádegið leit ég við í Bókavörðunni á Hverfisgötu þar sem seldar eru gamlar bækur. Ég kem þarna oft og þeir hafa verið að taka frá fyrir mig, eftir því sem þær berast í búðina, bækurnar eftir Þór Whitehead um aðdragandann að hernámi Íslands. Og viti menn! Í dag var síðasta bókin komin sem mig vantaði: Bretarnir koma.
Ég hef miklar mætur á þessum bókum. Ekki síst vegna þess að þær ná einhvern veginn svo vel blænum á borgarlífinu á þessum tíma. Ég er að vísu fæddur eftir stríð en man vel fyrsta áratuginn þar á eftir og þá voru braggar og aðrar stríðsminjar enn úti um allt.
Mikið er nú gaman að dreyma flotta freudíska drauma og fyrir svona daglátum sem hitta beint í mark.
Meginflokkur: Allt í plati | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Iss... þetta erum við zoa sem umkringjum þig! Vildi að ég hefði vitað að þig vantaði þessa bók... ég á þær allar og held ekkert sérstaklega upp á þær
Heiða B. Heiðars, 30.5.2007 kl. 22:43
Ert þú meiri freudisti en ég?!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.5.2007 kl. 23:56
Nauts! Aldrei litið á mig sem Freudista! Reyndar ekki kynnt mér kenningar hans nógu vel.... en það litla sem ég veit er ekki ég... held ég
Heiða B. Heiðars, 31.5.2007 kl. 00:29
Vusstu, að það er langur gangur á milli íbúðarinnar sem ég og Heiða verðum í og þeirri sem þú verður í.
Duló?
gerður rósa gunnarsdóttir, 31.5.2007 kl. 09:20
þú verður bara að sætta þig við að kaupa þér eitt stykki Freyju draum.
Svava frá Strandbergi , 31.5.2007 kl. 17:11
Hvað Freud varðar hef ég þá bara þetta að segja:
Freudvoll
und Leidvoll,
Gedankenvoll sein.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2007 kl. 17:13
Lakkrísdraum handa mér takk ;) Freud má hvíla í friði fyrir mér.
gerður rósa gunnarsdóttir, 31.5.2007 kl. 19:41
Aumingja Freud! Það eru allir á móti honum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2007 kl. 20:10
Nei, held hann sé í tísku í Bandaríkjunum.
gerður rósa gunnarsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:52
ég elska Freud, þetta er undursamleg grein og þú ert öfundsverður af þessum ljúfa draumi.
Þú varst að vaxa svo mikið í áliti hjá mér með því að segjast vera Freudisti að þú vilt ekki vita það
halkatla, 1.6.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.