Jöklarnir eru hverfulir

Já, íslensku jöklarnir munu hverfa miðað við varfærnislegar spár um hlýnun jarðar, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur. Ekki ætla ég að ræða hér um gróðurhúsaáhrifin en langar til að velta fyrir mér nokkrum atriðum um eyðingu jöklanna.

180px-Vatnaj%C3%B6kullÞegar þá leysir léttir farginu á jarðskorpunni undir þeim er. Skyldi þá ekki mega búast við eldgosum þegar þeir hverfa en undir öllum stóru jöklunum eru eldstöðvar. Kannski kemur risadyngjugos í kjölfar hvarfs Vatnajökuks sem gerir þessa Skaftárelda bara hallærislega. Katla fer þá að gjósa á auðu landi með hraunrennsli. Kötluhlaup verða úr sögunni.  

Veldur ekki jöklaleysið svo breytingum á veðurfari? Veðrið í Suðursveit undir Vatnajökli t.d. hlýtur að vera öðruvísi þegar enginn er jökullinn. Það hlýtur að breyta bæði vindafari og úrkomu. Úrkomuskugginn noðrur af Vatnajökli hlýtur sömuleiðis að minnka og úrkoma að aukast fyrir norðan hann. Jökullinn er um 600 metra þykkur þar sem hann er þykkastur. Úrkoma hlýtur líka að aukast í Húnavatnssýlum sem eru í nokkru skjóli af Langjökli og Hofsjökli.

Mynd_0046519Snæfellsjökull verður líklega ekki lengur nein orkustöð. Hver tekur mark á berstrípuðum orkubolta?

Þegar landnám hófst voru jöklarnir miklu minni en nú en voru samt alvöru jöklar. Þeir hafa verið að bæta við sig á  kuldaskeiði sem stóð í mörg hundruð ár og linnti kringum aldanmótin 1900 þó annað stutt kæmi reyndar á hafísárunum fyrir fjörtíu árum.   

En landið var íslaust lengst af eftir að jökla ísaldar leysti  nema kannski á hæstu fjöllum. Stóru hjarnjöklarnir fóru að myndast fyrir aðeins 2500 árum eða um það leyti sem Búdda var uppi og kenndi að lífið væri þjáning. Hitastig er talið hafa verið einum tveimur stigum hærra hér á landi áður en skyndilega kólnaði á þessum tíma. 

En afhverju kólnaði og það svona hratt? Breytingar á hafstraumum? Ég hef aldrei rekist á  almennilegar skýringar á þessu.

Jöklarnir eru hverful fyrirbæri. Þeir eru ekki eilifir eins og nirvana hans Búdda.   

 


mbl.is Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég sé það Sigurður, að þú óttast ekki heimsenda þótt jöklarnir hverfi. Ef einhver syrgir fjallasýn með jökul-kórónum má minna á, að snjór mun eftir sem áður falla á veturna. Kórónur munu því halda áfram að prýða hæstu fjallstinda, langt fram á sumar. Við sjáum bara hvernig Esjan neitar að viðurkenna meint hlýnandi veðurfar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.6.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sjónrænt er tvímælalaust missir af jöklunum. Líak í ýmsu öðru tilliti. Undir þeim er þó land sem enginn þekkir mun verða mikið könnunarefni þegar það kemur í ljós. Takk fyrir athugasmedina! Annars er ég óhress með hvað menn kommenta mikið á lögguhasarinn en lítið á jöklana sem eru þó miklu áhugaverðari.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.6.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha berstrípaður orkubolti!!

Annars á maður ekki að hlægja að svona grafalvarlegu máli..skammast mín oní tær!  

Heiða B. Heiðars, 9.6.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skessa! Kemur þú beint úr íshelli í Snæfellsjökli?   

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.6.2007 kl. 18:41

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Örugglega Föðurfólkið mitt er þaðan... örugglega fundið mig í einhverri holu þar

Heiða B. Heiðars, 9.6.2007 kl. 18:50

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekki er ég svo heppinn að sjá Esjuna út um gluggann minn eins og þið hin, þar sem ég sit hér 4 metrum yfir flatlendinu í Danmörku eins og klessa með sveittan skallann í 27 stiga hita í skugga (+ 10 gráðu aukahita frá of heitri bloggvél), og man þá allt í einu eftir því, að ég hafði einhvers staðar lesið þann fróðleik, að stór eldgos valdi kólnandi loftslagi. Voru það bara kerlingabækur? Það er kannski ekki í tísku lengur að halda það?

Maður gæti bara vonað í allri bráðnuninni, að blessuð eldfjöllin undir jöklunum fari að opna gáttir sínar og kæli allt hjal um heimshitnun niður. Vonandi endist Ómari Ragnarssyni aldur og heilsa til að ljósmynda það allt saman.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.6.2007 kl. 09:53

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er rétt munað Vilhjálmur, að eldgos eru talin valda tímabundinni kólnun. Við eldgos losna alls konar efni út í andrúmið, ekki bara hinn hreini lífs-andi CO2. Þar á meðal eru  fíngerðar svifagnir (aerolsol), sem byrgja Sólinni sýn til Jarðar.

Hér er ritgerð um að góðgæti sem losnaði við gos í Heklu, hafi valdið skaða á ozon-laginu.

Volcanic Aerosol Clouds And Gases Lead To Ozone Destruction

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.6.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband