Sefandi veðurlag

Í dag var sól og blíða á austurlandi. Á Egilsstöðum og Hallormsstað komst hitinn í 23 stig. Síðustu daga hafa verið góðir víðast hvar og  lítur út sem svo verði einnig næstu daga.

Þetta er kærkominn uppbót fyrir kuldana í maí. Mér finnst þessi tími, seint á vorin og snemma sumars, kannski besti tími ársins. Birtan og kyrrðin er aldrei meiri. En vorkuldar geta spillt þessari upplifun. Það gerðist svo sannarlega í maí. En nú er hún komin þessi sæta snemmsumarsstemning.

Hún er svo róandi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

ditto

Fishandchips, 9.6.2007 kl. 23:44

2 identicon

var akkurat að lofyngja þá staðreynd að geta verið léttklædd á göngutúrum mínum hér í bæ ... svo er bara að vona að hitinn að austann fari að kíkja í heimsókn hér á höfuðborgarsvæðinu

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 17:33

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Það eru greinilega allir sofnaðir.

gerður rósa gunnarsdóttir, 12.6.2007 kl. 14:04

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sefandi segirðu, ég hef nú aldrei verið eins uppveðruð. Sló allan blettinn í gær og rakaði enda brakandi þurrkur. Var svo í sólbaði í dag og er orðin smábrún enda getur maður ekki farið kríthvítur í sólarlandaferð.

Svava frá Strandbergi , 12.6.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Heyrðu heyrðu Svava; róa sig aðeins niður núna, mátt ekki lyfta litlaputta, í mesta lagi liggja smá í sólbaði (ætli Sigurður laumist til að sóla sig smávegis?) ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 12.6.2007 kl. 22:51

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Satt mælir þú Zoa verð að róa mig niður svo bakið bili ekki á ný. Það má ekki gerast.

Svava frá Strandbergi , 13.6.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband