20.10.2007 | 14:23
Ef ég fengi slag
Þá vildi ég drepast sem allra fyrst. Á því eru mjög góðar líkur. Ég bý einn og væri líklega búinn að liggja marga daga áður en einhver kæmi að mér. Ef ég væri þá enn á lífi væru mögulerikarnir til að ná sæmilegum bata líklega að engu orðnir.
Og ekki vildi ég vera lamaður hálfviti það sem eftir væri ævinnar.
Ef svo ólíklega skyldi vilja til að ég væri enn þokkalega með lífsmarki eftir að ég fyndist en kannski lamaður og mállaus myndi mér ekki finnast taka því að fara í einhverja endurhæfingu. Miklu nær væri að fyrirfara sér.
Ég veit líka að ég myndi ekki fá neinn stuðning "fjölskyldunnar" því hún fyrirfinnst ekki.
Mikið eru svo þessi eilífu heilsufarsátök orðin óþolandi. Það er ekki hægt að opna Morgunblaðið án þess að þar sé ekki heilaslagsdagur, alzheimersdagur, hjartadagur, blöðrudagur, beinþynningardagur, endaþarmsdagur, krabbameinsdagur, gigtardagur eða ég veit ekki hvaða andskotans dagur.
En allir daga taka enda, Og þetta endar allt á einn veg: Við deyjum. Og hvað er svona voðalegt við það?
Meginflokkur: Ég | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 5.12.2008 kl. 20:08 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Sammála þér með dauðann, ekki það versta sem gæti komið fyrir. Ekki kannski svo slæmt að fá slag og vera lamaður hálfviti heldur, því líklega veit maður þá ekki af því. En hugsaðu þér, það er fullt af ólömuðum hálfvitum sem halda að íslendingar séu eitthvað sérstakir og taki öðrum þjóðum fram. Haha. Til hamingju með daginn.
Yngvi Högnason, 20.10.2007 kl. 17:13
Ég bý líka ein og stundum líður mikið meira en heil vika án þess að nokkur komi í heimsókn.
Ég óttast stundum að drepast úr hjartaslagi eða einhverju og verða svo étin af köttunum mínum sem annars dræpust úr hungri. Því enginn myndi gefa þeim mat, þar sem ekki kjaftur myndi vita að ég væri dauð.
Mér er svo sem sama sjálfrar mín vegna, þó kettirnir éti jarðneskar leifar mínar, en það væri líklega óhuggulegt fyrir þann sem myndi álpast til að finna mig á endanum, hálfétna upp til agna.
Svava frá Strandbergi , 20.10.2007 kl. 18:45
Ég er viss um að Mali mundi ekki líta við mér. Hann er óguðlega matvandur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.10.2007 kl. 19:02
Myndu kisurnar þínar ekki hlaupa upp á Borgarspítala og mjálma utan í einum myndarlegum lækni sem myndi fatta að hann ætti að fylgja þeim þangað sem þú lægir veikur?
Ibba Sig., 20.10.2007 kl. 21:37
þetta er nú meiri gálgahúmorinn hjá ykkur. Þið eruð ekki dauð úr öllum æðum svo mikið er víst.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 20.10.2007 kl. 22:35
Þú ert nú ekki dauður fyrr en þú ert dauður svo hættu þessu mjálmi
Af hverju talar þú ekki við Rauða Krossinn og færð heimsókn svona einu sinni í viku. Það er alveg nauðsynlegt fyrir fólk í þinni stöðu. Vertu jákvæður og spáðu í það.
Halla Rut , 20.10.2007 kl. 22:40
Hættu þessu mali Halla Rut! Ég er ekkert að mjálma, aðeins lýsa aðstæðum sem ég er reyndar alveg sáttur við. En ég segi það satt: Heldur vil ég vera étinn af Mala en liggja heiladauður í dvala.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.10.2007 kl. 00:08
Ok ef svo fer skal ég koma og taka þig úr sambandi og taka svo köttinn að mér....
Halla Rut , 21.10.2007 kl. 00:10
Nú, þú situr bara við tölvuna Halla Rut og bíður eftir svari. En hvernig væri nú að taka mig að sér en taka köttinn úr sambandi?
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.10.2007 kl. 00:15
Góð áminning Sigurður!
Það er kominn tími til að hætta þessu heilsu- og peningakjaftæði í þjóðfélaginu og fara að huga að náunganum. Það er mikið til af einmana fólki hér á landi, sem er afskipt.
Bloggið (og raunar Netið) er gott að því leyti, að það kemur fólki í samband við umheiminn en það er ekki á allra færi að blogga. Það er líka nauðsynlegt að fá að sjá framan í fólk og finna einhverja smá nálægð og hlýju. Tölvurnar eru hálf tilfinningalausar.
Þú ættir að bjóða nokkrum bloggurum til þín í bloggkaffi, þeir geta haft tölvurnar sínar meðferðis. Ég veit að þú ert skemmtilegur og fróður, en getur kannski verið svolítið kaldhæðinn en það er bara ágætt. Það er gáfumerki.
Júlíus Valsson, 21.10.2007 kl. 11:23
Já Júlíus, ég ætti til dæmis að bjóða bloggvinunum Jónu Á. Höllu Rut, Tótu pönkínu, Norðurmýrissólinni, Ólínu, Önnu Karen, Dögg Páls, Önnu Kristjáns, Maríu menningarvita, svo nokkrar sætar bloggvinkonur séu nefndar og til mótvægis sætleikanum til dæmis Jóni Val, Hannesi Hólmsteini, þér Júlíus, Ágústi H. sr. Alfreð og Baldri Kristjánssyni, svo ég nefni nokkra harðvítuga bloggvini af handahófi. Ég sé alveg kompaníið fyrir mér.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.10.2007 kl. 11:57
Þetta hljómar mjög vel! É mæti! Við gætum skálað fyrir nýja heilbrigðisráðherranum (í trönuberjasafa)!
Júlíus Valsson, 21.10.2007 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.