Kirkjan h/f

Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra segir að það sé enginn þörf fyrir kirkjumálaráðherra því Þjóðkirkjan sé orðin svo sjálfstæð gagnvart ríkinu að ráðherra kirkjumála hafi ekki lengur neitt hlutverk.

Gott og vel!

Göngum þá skrefið til fulls. Aðskiljum ríki og kirkju formlega og alla vega. Ríkið hættir þá að dæla peningum í kirkjuna. Hún fjármagnar sig þá bara sjálf og þiggur einkaframlög.  

Nú er tækifærið. Leggjum niður Þjóðkirkjuna, nafnið og alles. 

Stofnum hlutafélagið Kirkjan h/f. Það mun áreiðanlega leiða til þess að laun biskups verða fjórfölduð.

Þá fer hann kannski að tala af meira viti sem því nemur. Allir munu græða gífurlega.

Stjórnarformaður Kirkjunar h/f verður svo náttúrlega engin annar en hann guð.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Ætli Bjarni Ármanns mundi ekki sjá einhvern bissness í þessu?

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 20.10.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband