Það er eitthvað að þessum mönnum

Það er ekkert nema hneyksli að heilbrigðisráðherra skuli ætla að greiða atkvæði með því að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Hann neitar, eins og margir aðrir, að horfast í augu við þann einfalda sannleika að því auðveldara sem aðgengi  er að áfengi því meira er drukkið af því og því meiri líkur, sterkar meira að segja, eru á því að heilbrigðisvandi tengdur áfengisdrykkju aukist í landinu og er hann þó ærin fyrir.

Það veður núna uppi mikil og vaxandi áfengisdýrkun. Allir þykjast vilja berjast gegn vímuefnum en vímuefnið áfengi er meðhöndlað sem nauðsynjavara með sunnudagssteikinni. Svo er málið sett upp þannig að misnotendur áfengis séu bara fáeinir rónar "sem koma óorði" á göfugt vínið þó langflestir alkar séu ekki rónar og stundi vinnu og allt hvað þetta hefur en eitra samt allt í kringum sig.

Meðal annarra orða: Því ekki að gera hass og kókaín löglegt og selja það í matvöruverslunum?

Þessi vímuefni valda minni skaða í samfélaginu en áfengi og skiptir þá engu máli hvort um létt vín eða sterka drykki er að ræða.

Það er ekkkert nema alkarök að það sé nauðsynlegt að menn fái að njóta þeirra þæginda að geta keypt léttvín með sunnudagssteikinni í matvöruverslun andspænis því að slíkt mun nánast  örugglega auka áfengisvandann. Er þetta svona mikið mál að hafa léttvæg fínheit við matborðið (sem reyndar hefur aldrei verið siður meðal Íslendinga nema hjá þeim sem nota hvert tækifæri til að komst í áfengi) andspænis þeirri mannlegu ógæfu sem má bóka að aukast mun í landinu vegna þessa léttúðuga sællífisdekurs og alahólistadraumóra?

Það er bara eitthvað að þessum  heilbrigðisráðherra og stuðningsmönnum hans á Alþingi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Algjörlega sammála. Alkarök er einmitt rétta orðið yfir þetta endalausa væl. Íslendingar eru nefnilega upp til hópa alkar þó að enginn vilji viðurkenna það. Og alkar þessa lands eru nákvæmlega á þessari stundu að skemma sín eigin börn með drykkjunni. Ekki bara yfirlýstir dagdrykkjualkar, heldur líka hinn almenni borgari sem þarf endalaust að vera sullandi í áfengi allar helgar "með sunnudagssteikinni". Óbein drykkja og óbeinar reykingar - alveg jafn skaðlegt fyrir smábörn.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 21.10.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þetta eru sjúkir menn - í mínum huga eru það fjármagnið og gróðrasjónarmið, sem enn og aftur ráða ferðinni, ekki heilbrigð hugsun eða umhyggja fyrir bættu samfélagi...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.10.2007 kl. 11:26

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Sigurður. Var einmitt að benda á í bloggi mínu í gær, einmitt þessa staðreynd þar sem heilbrigðisráðherra virðist algjörlega ábyrgðarlaus gagnvart  mikilsverðu hlutverki sínu. Þannig að  ég tek heilshugar undir það, þegar þú segir í lokin, " það er eitthvað að þessum heilbrigðisráðherra og og stuðningsmönnum hans á Alþingi.

Þorkell Sigurjónsson, 21.10.2007 kl. 13:33

4 identicon

Það er að sjálfsögðu bara eiginhagsmunasemi að vilja að banna þessa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Hluti landsmanna þjáist kannski af þessum vanda en það þýðir ekki að við eigum að skerða frelsi einstaklingsins með þessum hætti sem tíðkast hefur. Þetta er orðið gömul hugsun og þessi ofverndun á ekki rétt á sér í dag. Horfum bara útá við, hvar tíðkast það ennþá að ríkið eigi einkarétt á áfengissölu?? Það er nú einu sinni þannig að það sem manni er bannað langar manni mest í... ef við horfum á t.d. Ítalíu þar sem enginn er áfengisaldurinn að þar þekkist þetta 'unglingafyllerí' og ólæti eins og við þekkjum það, einfaldlega því áfengi er ekkert jafn spennandi fyrir ungmennum... þú getur fengið þetta þegar þú vilt. Að leyfa kókaín og hass og selja í matvöruverslunum er augljóslega kjánalegt dæmi hjá þér Sigurður og á ekki rétt á sér þar sem áfengi er löglegt og ekki formlega flokkað sem 'eiturlyf'.

Ég tel að löggjöfin fari í gegn með nýjum stjórnmálamönnum... stjórnmálamönnum af yngri, skynsamlegri og rökhugsandi kynslóð. 

Þór Elíasson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 13:37

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Áfengi er ekki bannað, svo það breytir ekki löngun manna í það,  það eru margar búðir sem selja það. Áfengi er löglegt og það byggir á sögulegri hefð. Frá sjónarhóli þeirra sem fást við þann skaða sem víomuefni valda skiptir það engu máli að áfengi sé löglegt. Það er jafn skaðlegt eftir sem áður. Svo var kjánaskapur minn ekki meiri en svo, kjáninn þinn, að ég tók einmitt fram í háðsskyni að gera ætti kókaín og hass  lögleg vímuefni en það vilja menn auðvitað ekki-hvers vegna? Af því að menn vita hvað þau eru hættuleg - alveg eins og áfengi.      

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.10.2007 kl. 14:39

6 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Þór: ekki bara hluti landsmanna heldur stór hluti landsmanna. Stór hluti sem er í afneitun. Unglingadrykkja er ekki aðal vandamálið, þessi krakkagrey eru bara spegilmynd af því hvernig fullorðið fólk hagar sér. Fullorðið fólk, upp til hópa kann ekki að fara með áfengi hér á landi þó það HALDI það. Ég skrifaði (allt of langan) pistil um þetta um daginn hér. Ekki víst að fólk nenni að lesa þessa langloku en það er skárra að ég vísi í það í stað þess að koma með sömu langlokuna hér til að útskýra mitt mál.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 21.10.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband