5.11.2007 | 15:55
Svindl
Allar árstíðir hafa síns til ágætis nokkuð. En mér finnst nóvember og desember orðnir leiðinlegustu mánuðir ársins. Orsökin er þetta taumlausa jólastand. Tveir mánuðir af jólahasar gera það að verkum að maður er örmagna af jólahorror þegar jólin loksins byrja. Þegar ég var drengur byrjaði þetta stand alltaf fyrsta desember. Þá vaknaði maður við það að jólaskreytingar voru komnar um allar götur. Og búðirnar fóru í gang um svipað leyti. Í þá daga var stemning og jól í lofti. Nú er þessi ofgnótt bara stemningarlaus subbuskapur. Ekki bætir svo úr skák að það verður æ algengara að menn láti jólaljósin loga fram á vor.
Þetta heitir sukk og svínarí og er af sama meiði og agaleysið í umferðinni og drykkjuorgíurnar um helgar.
Nú, en hvað um það, fjandinn hafi það. Einn ljós punktur er í þessu jólasukki. Það eru bækurnar.
Jólabókaflóðið er nú fremur seint til og ekkert bólar á Bókatíðindunum.
Það er gamall vani minn að rölta oft í bókabúðir fyrir jólin og skoða herlegheitin. Í dag var ég í Eymundsson og fór þá ekki rafmagnið í miðjum klíðum. Varð þá heljarinar pannik og ung og sæt afgreiðslustúlka baðaði út öllum öngum og fór að halda ræður fyir búðargestum því tölvudraslið fór náttúrlega allt úr sambandi svo ekkert var hægt að afgreiða og því þurfti að róa niður bókóðan mannsskapinn. Þetta var óvænt fjör. Svo kom rafmagnið fljótlega aftur og þá var ekkert fjör lengur.
Ég hef séð eina bók nú þegar sem ég ætla að útvega mér: Nútímastjörnufræði. Það er bók sem hefir eitthvað að segja og það úr ljósárafjarlægð og sér ljósár fram um tímann. Flestar jólabækur sem mest er hampað hafa því miður ekkert að segja og eru þröngsýnar með afbrigðum.
Ég las í blaði í tilefni af væntanlegri ævisögu Davíðs Stefánssonar að vinstri menn á Íslandi hafi markvisst unnið að því að koma í veg fyrir að hann hefði verið tilnefndur til Nóbelsverðlauna.
Það var gott hjá vinstri mönnum.
Það var hreinlega út í hött að láta sér detta í hug að hraðmælskur hagyrðingur væri verðugur Nóbelsverlauna jafnvel þótt hann hafi slegið nýjan tón í íslenskri ljóðlist sem entist honum þó æði skammt. Ég trúi því svo sem ekki að nokkur hægri maður hafi verið svo glámskyggn og banal að hafa viljað í alvöru útnefna Davíð en verið stoppaður af vondum vinstri mönnum.
En nú er jólabókaflóðið að bresta á og það verður að selja bækurnar með öllum ráðum.
Ég bíð í ofvæni eftir ævisögu Þórbergs sem mér skilst að nái bara til 45 ára aldurs. Það hlýtur þá að vera bara fyrra bindið. Annað væri algjört svindl.
En lífið er svo sem ekkert nema eitt allsherjar svindl.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 19:01 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ekki er nu jolastand her eins og er,en thad byrjar alltaf daginn eftir thakkargjordardaginn.Sem er 22,november.Og mer fynnst thad nu of snemmt.
Ásta Björk Solis, 5.11.2007 kl. 16:23
Eg by i Abilene Tx
Ásta Björk Solis, 5.11.2007 kl. 16:47
Ég vildi óska þess að þeir mundu bíða með þetta þar til í Desember, ég er svo innilega sammála þér þetta er hræðilega þreytandi og maður fyllist kvíða þegar þetta byrjar allt saman.
Linda, 5.11.2007 kl. 17:38
Já, nú koma bækurnar og enn er ég að brjótast í gegnum síðasta flóð. Eru þær orðnar fleiri? Eða er sjónin orðin svona slæm? Annars finnst mér nú öll ljósin ansi góð í myrkrinu.
María Kristjánsdóttir, 6.11.2007 kl. 00:09
Svo innilega sammála þér.
Svo er jólafarganinu varla lokið þegar ekkert kemst að hjá landanum annað en súrmeti og annar skemmdur matur. Enginn er maður með mönnum nema anga af úldnum hákarli alla daga.
Þegar maður er rétt farinn að venjast óþefnum, þá þykir hann ekki lengur móðins. Þá er rétt svo að maður geti slakað á, en nei. Þá byrjar eitt ballið enn. Maður er ekki spurður hvort maður ætli erlendis í sumarfrí, heldur á hvaða strönd maður ætli að liggja eins og skata. Fólk þyrpist umvörpum í næturlangar biðraðir eftir sólarlandaferðum, eins og það fengi borgað fyrir það.
Loksins kemur vorið með sól í sinnið. Sólarlandaliðið farið og maður væntir loks friðar hér heima. Ó, nei. Þá byrjar versta holskefla ársins. Heilir þrír mánuðir af endalausum fellihjólhýsatjaldvagnaliði í útvarpsbensínstöðvagosdrykkjaferðaleikjum, grillandi þetta og grillandi hitt. Alþýðan, étandi ekki annað en grillmat allt sumarið. Milli þess sem það er ekki að þvælast um með skuldahalana í eftirdragi, bisast það við að smíða sem stærsta og ljótasta sólpalla. Allir verða að hafa sólpalla undir þessi risastóru gasgrill, sem eru orðin svo tæknileg og flókin að matseldin er orðin aukaatriði.
Úff, Varla að maður sé búinn að þvo grillreykjarstækju nágrannanna úr lörfum sínum, að haustið er brostið á. Haustið með sínu yfirþyrmandi námskeiðahaldi; Brennslunámskeiðum, tölvunámskeiðum, leiklistarnámskeiðum og endalausum námskeiðum í námskeiðahaldi. Ekki pláss, í póstkassanum, fyrir þann póst sem maður kærir sig um fyrir öllum námskeiðahaldspésunum.
Áður maður hefur náð að losa um teppuna í póstkassanum er brostinn á harður vetur, með tilheyrandi miðaldamyrkri, stinningskalda og snjóéljum og öðru aftakaveðri. Æ hvað er þá gott að fá blessuð jólin.
Blessuð björtu jólin.
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 01:31
Bráðum koma blessuð jólin,
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt,
í það minnsta kerti og spil.
Svoleiðis ættu jólin að vera ennþá.
Svava frá Strandbergi , 6.11.2007 kl. 01:59
Jólin eru og verða það sem við viljum sjálf gera úr þeim, er það ekki ? Mér leiðist allt þetta verslunaræði og auglýsingaflóð og þá forðast ég það eins og ég get, en forðast jafnframt að láta það fara í taugarnar á mér. Við höfum val
Jónína Dúadóttir, 6.11.2007 kl. 08:31
Jólabókaflóðið og hangiket, það er nóg fyrir mig. Ævisaga Davíðs Stefánssonar er eitthvað sem ég gæti hugsað mér...
Gulli litli, 6.11.2007 kl. 12:48
Ég fer reyndar létt með að leiða leiðindin hjá mér en þetta er samfélagslegt mál og ég er að pæla í því hver ræður þessu að taka jólavesenið svona snemma því flestir virðast vera á móti því. Láta menn bara kaupmenn teyma sig? Ef andúð almennings yrði skýr og kæmi fram myndi þetta kannski vera öðru vísi. En vill fólk kannski bara hafa þetta svona eftir allt saman?
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.11.2007 kl. 12:57
Já, ég var reyndar ekki að tala um jólin sem slík heldur aðdraganda þeirra, dettur nokkrum í hug að það séu jól í októberlok?
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.11.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.