20.11.2007 | 13:34
Hrópandi ranglæti
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lúðvíks Gizurarsonar um opinber skipti á dánarbúi Hermanns Jónassonar.
Samt er talið sannað að Lúðvík sé sonur Hermanns. Og börn eru lögerfingjar foreldra sinna.
Í lögum um skipti á dánarbúum segir að sá sem telji að gengið hafi verið fram hjá sér við skipti á dánarbúi geti krafið þá sem nutu arfs um endurgreiðslu. Héraðsdómur beitir fyrir sig þeim orðum í lögunum að gera verði þessa kröfu innan tíu ára frá lokum skiptanna. Héraðsdómur hafnaði því kröfu Lúðvíks.
En ágætu dómarar! Hvernig á barn að geta gert kröfu til arfs þegar það er ekki viðurkennt af föður sínum og steinar lagðar í götu þess til að fá úrskurðað um rétt faðerni sitt?
Mér finnst þetta hróplegt ranglæti.
Eflaust hefur dómarinn talið sig bundinn af lögunum en hver veit nema einhver úrræði hafi samt leynst í stöðunni sem hann hefur annað hvort ekki nennt að grennslast fyrir um eða ekki haft þekkingu eða hugmyndaflug til að nýta sér. Aldrei að vita.
En hafi ekki verið neinar smugur er eftir að vita hvort dómarinn muni rétta upp litla fingur til að beita áhrifum sínum til að breyta þessum lögum svo þau nái til svona tilvika.
Eftir stendur ranglæti sem hrópar.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
En spurningin er: Var það innan fyrningarmarkanna sem Lúðvík gekk fram í því að fá faðernið viðurkennt?
Eða - ef það var utan fyrningarviðmiðs: Gerði hann allt sem honum var mögulegt til að fá faðernið viðurkennt jafnskjótt og honum bárust þær upplýsingar að Hermann gæti verið faðir hans?
Og: Var öðrum erfingjum ljóst, innan þessara fyrningarmarka, að verið gæti að krafa yrði gerð til þess að fá endurgreiðslu úr þeirra hendi?
(Þar fyrir utan: Þarf maður sem erfir fé, virkilega að bíða í 10 ár með að geta ráðstafað arfinum, þar sem alltaf er sá möguleiki fyrir hendi að einhver gæti komið og gert kröfu í búið?)
En ef Lúðvík hóf málaumleitanir sínar innan þessa fyrningarfrests, hefði öðrum erfingjum átt að vera ljós sá möguleiki að krafa þessi yrði gerð, og allur dráttur á málinu, sem ekki verður kenndur Lúðvíki sjálfum, ætti að dragast frá fyrningartímanum.
Það væri bæði eðlilegt og sanngjarnt (þ.e. ef það telst sanngjarnt yfirhöfuð að hægt sé að gera endurkröfu á erfingja í allt að 10 ár eftir úthlutun arfs).
gerður rósa gunnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 16:59
Hvað þurfa menn langan tíma til að fatta stöðu sína og hafa burði til að gæta réttar síns? Og á hvaða hátt gerir tíðarandi mönnum ómögulegt að gera það sem sjálfsagt þykir mörgum árum síðar? Var annars einmitt að hugsa til þín og ætlaði að fara að skoða síðun þína sem ég geri hér með.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 17:16
Maðurinn hlýtur auðvitað að áfrýja þessu máli. Mér virðist eðlilegt að líta þannig á að ef hann fer af stað með málið áður en fyrningarfresturinn er liðinn eigi hann einhvern rétt, en annars ekki.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.11.2007 kl. 09:22
Það er vonandi að réttlætið nái fram að ganga fyrir manninn.
Tóta, 21.11.2007 kl. 11:44
Var Lúðvík meðal erfingja Gizurar Bergsteinssonar? Eða fara nú hálfbræður hans í mál og vilja fá hans hluta til baka?
Omar Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.