Tófan var fyrsti landnámsmaðurinn

Í útvarpsfréttum var verið að segja að búið sé að sanna með aldursgreiningum að refurinn hafi tekið sér búsetu á landinu á undan mönnunum. 

Rebbi kallinn er þá fyrsti landnámsmaðurinn - eða landnámsrefurinn öllu heldur. Reyndar var ég búinn að lesa þetta í Náttúrufræðingnum sem er eitt þeirra tímarita sem ég er áskrifandi að.

447033ANú eru menn að kvarta yfir því að refurinn geri sér dælt við mannabyggðir. Ég held að menn ættu þá að gefa honum að éta. Þá þarf hann ekki að drepa fugla eða leggjast á fé. En refurinn þarf auðvitað að éta eins og aðrar skepnur. 

Og skyldi honum vera það of gott greyskarninu að fá sér lambakjöt annað slagið.

Ég stend algjörlega með rebba gamla í stríði hans við manninn. Hann hlýtur að hafa áunnið sér hefðarrétt til landsins gagna og gæða. 

Ég man alltaf eftir kvæðinu um refinn, "Refurinn gerir greni í urð"  eftir Örn Arnarson sem ég var látinn fara með á munnlegu kvæðaprófi í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla.

Örn Arnarson er eitt þeirra skálda sem veitti ekki af að yrði skrifuð góð ævisaga um. Hann er merkari en margir sem meira er hampað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Refurinn er fallegt dýr...  Hér eru rebbamyndir teknar á Fjallabaksleið af góðum ljósmyndara.

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.12.2007 kl. 19:26

2 Smámynd: halkatla

ég hélt að þetta væri löngu vitað... annars held ég að sjálfsögðu líka með refnum og tófunni. Myndin með færslunni er mjög indæl

halkatla, 17.12.2007 kl. 11:37

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var ekki vitað með áþreifanlegum sönnunum. Þegar ég var lítill, og ég alveg hlægilega lítill þegar ég var lítill, fór það svo í taugarnar á mér þegar sungið var: 

Siggi var úti með ærnar í haga. Allar þær hafði þær suður í mó. Smeykur um holtin var hann að vaga, viss' hann að lágfóta dældirnar smó. Gagg, gagg, gaggar tófan á grjóti. Gráum augunum trú' ég hann gjóti, aumingja Siggi, hann þorir ei heim.

Ég hélt að verið væri að gera gys að mér og kannski var það einmitt svoleiðis. Samt stend ég með tófunni.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2007 kl. 19:12

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Þetta var mér kennt í barnaskóla að refurinn hefði verið á Íslandi í ómunatíð og hef ég trúað því síðan. En aldrei verra að búið sé að sanna það.

Þú getur nú ekki kvartað mikið miðað við það sem við Jónar höfum mátt þola gegnum tíðina: Litla Gunna og litli Jón, Jón, ó Jón osfrv. Hreinar ofsóknir og vart betra en hinir margumtöluðu Tíu litlu negrastrákar...

Jón Bragi Sigurðsson, 18.12.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband