Engir öðrum betri með fordómana

Nú reyna sumir að klína fordómum gegn geðræðnum vandkvæðum upp á vissa stjórnmálaflokka.

Ég er nú eldri en tvævetur í þessu bransa og gef nú ekki mikið fyrir slíkan vesaldóm. Því miður eru engir stjórnmálaflokkarnir öðrum betri í þessum efnum. Hins vegar hika þeir allir ekki við að notfæra sér fordómana til eigin nota í stjórnmálabaráttu sinni ef því er að skipta.

Það sýnir best staðfestu fordómanna og spillingu stjórnmálaflokana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sýnir sig líka að bæði ríkissjónvarpið, Landsspítalin sem eru opinberar stofnanir og lúta lögum um persónuvernd eru notað af sjálfstæðisfólki til að koma sínum högum á framfæri og þá sérstaklega að stuðla að einelti á þeim sem eru of mælskir að þeirra máta. Menntamálaráðherra er ekki þar undanskilin.

Hvernig ríkissjónvarpinu er stjórnað af valdafíklum sjálfstæðisflokksins, virðist vera ærið augljóst. Að þessu sinni notað þar við að efla og skýla yfir brot á persónuupplýsingum, nota að þessu sinni amerikanskan læknir  og má hugsa hvort þetta opinbera fyrirtæki ekki sé í eigu Bush og stjórnar hans eins og svo mikið annað.

Og hvenær var þessi fyrirlestur sem sjónvarpið tekur fram, hvaða fréttafólk stendur fyrir fréttasköpuninni. Þulan er ánægð virðist vera allavegana í kvöld. Svo á eftir að sjá hvernig henni vegnar í framtíðinni eða öðrum sem við málin koma.

ee (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband