Borgarstjórinn getur þá sjálfum sér um kennt

Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðið geðsjúkdómur um kvillann sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka."

Þetta er af vef Vísis þar sem sagt er frá tali Sigmundar Ernis Rúnarssonar við nýja borgarstjórann.

Þetta er auðskilið. Borgarstjórinn skammast sín fyrir að hafa átt við geðræn vandkvæði að stríða. Hann vill ekki kalla hlutina réttum nöfnum, eins og það sé eitthvað mál, heldur skal það heita andlegt mótlæti.

Skárra er það nú "mótlætið" sem heldur manni frá vinnu mánuðum saman. En þá veit maður það. Þunglyndi skal héðan í frá heita "andlegt mótlæti". Við skulum þá bara leggja niður orðið "þunglyndi" því það hefur alltaf verið flokkað undnir geðsjúkdóma og það er ekki hægt annað en skammast sín fyrir svoddan veiki alveg niður í tær. 

Það er hinn augljósi boðskapur læknisins og borgarstjórans Ólafs F. Magnússonar.

Þá held ég bara að hann geti sjálfum sér um kennt. Ég sé nú eftir færslu minni hér áður um það að hann hefði orðið fyrir barðinu á fordómunum. Hann er þar sjálfum sér verstur. Hann hefur skapað þá sjálfur eins og mér var reyndar bent á í athugasemd við bloggfærsluna mína.   

En það er ótrúlegt að annað eins pukur og fíflagangur skuli fara fram á tuttugustu og fyrstu öld þegar geðræn vandræði eru annars vegar.

Af hverju skrifar Morgunblaðið, sem allfaf þykist vera að berjast gegn fordómum gegn geðsjúkdómum,  ekki um þetta? Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég hjartanlega sammála þér. Umræðan orðin afar sérkennleg um þessi stjórnarskipti í ráðhúsinu. Hún er farin að snúast um skilgreiningu á geðsjúkdómum og hvort megi gera gys af fólki með geðsjúkdóma.

Það er svo skrýtið að mestu fordæmendur geðsjúkdóma eru í rauninni þeir sem æpa hvað hæst um að ekki megi tala um geðsjúkdóma á opinberum vetvangi. Morgunblaðið minnir verulega á hinn ógeðfelda Frímann Gunnarson sem var paródíukarakter í þættinum Sigtið. Hann var afar fordómafullur en um leið að mæra fordómaleysi

Mikið væri heimurinn betri ef geðsjúkdómar þættu álíka merkilegir og aðrir sjúkdómar sem hrjá mannkynið.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fordómarnir eru fyrst og fremst hjá honum sjálfum - gagnvart sjúkdómnum. Svo held ég að fordómar annarra - ef fordóma skal kalla - séu gagnvart manninum sjálfum og gjörðum hans frekar en sjúkdómi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Alveg sammála ykkur báðum og þó ég sé ekki í Samfylkingunni - heldur hinn helmingurinn á þessu heimili - þá finnst mér Dagur koma út úr þessu einsog stjórnmálamenn eiga að vera. Maður trúir hverju einasta orði sem hann segir, en engu hjá Ólafi - svo finnst mér hann hrokafullur. Oj, bara. Og sem hélt í mörg ár hann væri heiðarlegur hugsjónamaður -svona er ég nú vitlaus.

María Kristjánsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:15

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Og auðvitað eru við í þessu þjóðfélagi með fordóma en eru ekki í öllum fjölskyldum og vinahópum manns fjöldi manna sem á við geðræn vandamál að stríða og þunglyndi - en Ólafur er kannski of fínn til þess að viðurkenna að slíkt finnist í hans kredsum. Þar búa menn aðallega við andlegt mótlæti! Ég ætlaði að blogga um þetta en rasa bara út hér hjá þér!.Afsakaðu.

María Kristjánsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Bloggaðu bara líka María! Það er alltaf svo gaman þegar þú ert að rasa út!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 00:36

6 Smámynd: Signý

Djöfull hef ég alveg svakalega gaman af því þegar ég fæ þennan margumtalaða "nagla í höfuðið"... Loksins að ég get farið í vinnuna á eftir og sagt "nananabúbú.. ég sagð'iggur það!"

En það er alveg fáránlegt hinsvegar að maðurinn, læknirinn sjálfur, geti ekki viðurkennt bresti sína eins og vel flest allir aðrir. Síðan hvenær varð það eitthvað svakalegt mál að vera/verða þunglindur? Ég veit ekki annað en að það sé bara annar hver maður á þessu skeri að drepast úr þunglindi, eða einhverjum öðrum geðrænum kvillum. Varla að maður sé maður með mönnum, eða kona með konum til að gæta als jafnréttis, nema vera með eitthvað syndrome... en það er kannski bara ég....

Signý, 28.1.2008 kl. 06:58

7 Smámynd: Madda

Alveg samála!

Madda, 28.1.2008 kl. 10:04

8 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Þá liggur það ljóst fyrir Ólafur er flæktur í eigin fordóma, en hvernig á að treysta honum sem borgarstjóra,  ef hann á í erfiðleikum að nefna hlutina sínum réttum nöfnum ???

Kveðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 28.1.2008 kl. 12:39

9 Smámynd: Heidi Strand

Sjúkdómar fólks eru einkamál.

Heidi Strand, 28.1.2008 kl. 14:17

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sjúkdómar fólks eru ekki einkamál þegar sá sem veikur er og egnir auk þess opinberu starfi talar sjálfur um þau og beitir eins hvers konar blekkingum að auki. Beindu reiði þinni því að öðrum en mér Heidi Strand!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 14:21

11 identicon

 Sæll Sigurður. Bendi þér á þennan pistil: http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:26

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Allra síst er það einkamál þegar þessi opinbera peróna hagar orðum sínum þannig að það er ekki hægt að skilja þau öðru vísi en þau séu vatn á myllu fordóma gegn geðrænum vandamálum. Það eru þau svo sannarlega. Og menn eiga ekki að láta sem  ekkert sé. Það ætla ég ekki að gera og ætla að blogga meira um þetta ótrúlega mál.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 14:26

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ragnar Örn: Ég held að Kleppur sé ekki lengur innlagningardeild. En hvað með það þó hann hafi verið á Kleppi í fyrra og sé núna borgarstjóri? Orð mín um fíflagang lúta ekki að þessu heldur að pukrinu. Bondevik var starfandi forsætisráðherra Noregs þegar hann fékk leyfi vegna "andlegs ´mótlætis" sem hann kallaði reyndar fullum fetum þunglyndi og uppskar virðingu alls heimsins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 14:39

14 identicon

Versta við þetta allt saman er að ef læknirinn og mannvinurinn sjálfur Ólafur F. Magnússon hefði asnast til þess að haga sér eins og maður og talað um veikindi sín opinskátt og án alls feluleiks….

þá væri þetta ekkert mál.

Ólafur F. er sjálfum sér verstur. Ég þoli ekki hvernig hann talar um veikindi sín. Niðurdreginn….. það tekur enginn veikindaleyfi í átta mánuði af því að hann var niðudreginn.

Af hverju getur maðurinn ekki bara kallað hlutina réttum nöfnum. Þunglyndur eða what ever það sem hjráði hann.

Með þessu ” cloak and dagger” kjaftæði hefur heimilislæknirinn Ólafur F. sett svoleiðis niður umræðuna um geðsjúkdóma. Og hvað er svona merkilegt að vera að draga dul á þetta. Ég meina helmingurinn af íslensku þjóðinni hrjáist af þunglyndi á ævinni með einum eða öðrum hætti á æviskeiði sínu.

Hefur maðurinn ekki lesið skýrslur WHO um geðsjúkdóminn þunglyndi???

Ólafur getur ekki látið sig dreyma um að vera opinber persóna og halda veikindum leyndum. Það er bara ekki hægt. Hvað hefði þjóðin sagt þegar Davíð Oddson lagðist inn á spítala á sínum tíma og hann hefði sagt að engum kjafti kæmi við hvað var að?? Og fleiri og fleiri dæmi.

Menn í pólitík fara ekki í áfengismeðferð nema það fréttist. Hvað þá að taka sér veikindleyfi í átta mánuði vegna þrátláts þunglyndis.

Mér finnst bara ekkert merkilegt að Ólafur F. hafi orðið veikur andlega bara ef hann gæti talað um þetta eins og maður. Eins og læknir. En ekki eins hræddur skömmustulegur krakki sem gerir sér engan veginn grein fyrir raunveruleikanum. Fólk er ekki að dæma hann fyrir veikindi sín.. það er hneykslað og pirrað að maðurinn skuli ekki getað kallað veikindi sín réttum nöfnum og hætt þessari hörmungas paranóju.

Ég sá viðtalið við hann í Mannamál. Þegar Sigmundur Ernir kom honum greinilega í opna skjöldu og orðaði hlutina þannig.. er ekki erftitt að þurfa að sanna fyrir fólki að þú sért ekki kol brjálaður.. geðveikur? Þá brást hann við á sama hátt og frá byrjun. Með hneykslan og ótta.

Af hverju að segja bara ekki hvað gerðist. Hvað hrjáði hann. Fólk veit það hvort sem er. Í staðinn fyrir að gera fólki upp illar hvatir og ég veit ekki hvað. Ótrúlegt að heimilislæknirinn Ólafur F. Magnússon skuli ekki hafa meira innsæi en þetta á mannlegu eðli og í hvaða stöðu hann er kominn.

Hann er ekki lengur bara Palli út í bæ. Hann er Borgarstjóri Reykjavíkur.

Jón H. Eiríksson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 15:16

15 Smámynd: Heidi Strand

Ég er ekki reið neinum, bara þetta sjúkdómatali.

Heidi Strand, 28.1.2008 kl. 15:20

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fínt er Heidi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 15:42

17 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér  Hann er verstur í fordómum um geðsýki.

Mér fannst spaugstofan ná honum vel á laugardaginn Þeir gerðu út á hans veikindi sem hann bauð sjálfur upp á.

Þórður Ingi Bjarnason, 28.1.2008 kl. 17:42

18 identicon

Þarna kom það! Mikið er ég fegin að einhver segi það sem blasir við. Ólafur getur ekki einu sinni sagt orðið þunglyndi og mér sýnist það bera því vott hve skammt hann er á veg kominn með að horfast í augu við sjálfan sig. En nú skulum við hætta að leyfa þeim að komast upp með að láta umræðuna snúast um meinta geðveiki, mótlæti, skríl og lýðræði í ógnarkrumlu menntskælinga. Krefjumst svara og skýringa "á því sem hlýtur að verða minnst sem einnar alræmdustu og verst þokkuðu uppákomu íslenskrar stjórnmálasögu." eins og Finnur Vilhjálmsson nefnir það réttilega í sínum frábæra pistli.

Oddný (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:21

19 identicon

Af hverju er fólk að gera svona rosalega mikið úr engu? Hvað með það þó hann kalli þungyndið "andlegt mótælti"? Má ekki segja að þetta sé sami hluturinn? Þarf fólk virkilega að vera með endalaust skítkast yfir því hvaða nafni hann nefnir veikindi sín? Er ekki í lagi að gefa manninum smá tækifæri til að sanna sig í starfinu?

Kristín (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:01

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er enginn með skítkast! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 22:26

21 identicon

Eruð þið ekkert farin að þreytast á þessari tuggu. Væri ekki gott að fara að finna sér nýtt umræðuefni. Er kannski andlegt mótlæti að hrjá alla?

Björk (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 22:45

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jú, þarna kom eitt skítkast!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 22:56

23 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Læknar eru almennt að ég held þó skömm sé frá að segja fordómafyllstir allra gegn geðsjúkdómum eins og t.d. þunglyndi sem hrjáir einn fjórða prósent þjóðarinnar.
Ég hef átt við 'andlegt  mótlæti ' að stríða í gegnum tíðina.
Eitt sinn er mér leið alveg hörmulega illa hringdi ég í hjálparsíma Rauða krossins og bar mig vægast sagt ekki vel.
Mér var því hið snarasta, gefið samband við lækni einn á geðdeild Landsspítalans.
Ég stundi því upp við geðlækninn, eftir nokkur orðaskipti okkar á milli,  að ég vildi að hann legði mig inn á geðdeildina hjá sér eins og skot. En þá svaraði sá góði læknir snöggur uppá lagið. 'Þú hefur ekkert að gera við að fara inná geðdeild.'  Þú ferð á lægra plan við það'.
Þar með var málið afgreitt af hans hálfu.
En eftir þetta upplífgandi samtal snerist þunglyndi mitt upp í ólæknandi mikilmennskubrjálæði, sem ég hef verið haldin allar götur síðan.

Svava frá Strandbergi , 28.1.2008 kl. 23:07

24 Smámynd: kloi

Siggi minn, ég hef ákveðið að fara fram í borgarstjórann. Treysti á þig og köttinn.   .....Einn fimmaur á dag kemur skapinu í lag.

kloi, 28.1.2008 kl. 23:41

25 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mjá!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 23:48

26 identicon

Oft hef ég verið að hugsa um að nefna á blogginu mínu svarta hundinn sem fylgir mér. Kannski kemur að því bráðum.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:52

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég á við það stöðuga andlega mótlæti að búa Hlynur Þór að höndla ekki, þrátt fyrir útskýringar, að gera athugasemdir á síðunni þinni.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.1.2008 kl. 02:29

28 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kíkið á þessa færslu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 10:21

29 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fín færsla hjá Hörpu eins og alltaf.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.1.2008 kl. 11:32

30 identicon

sýndu bæjarfógetanum smá sanngirni, Sigurður.  það er ekki hægt að lesa neina bullandi fordóma gegn geðsjúkdómum úr þessum orðum Ólafs hjá Sigmundi Erni.

hann vill ekki kalla sig þunglyndissjúkling vegna þess að þunglyndi er ekki krónískt hjá honum, heldur voru veikindi hans tímabundin.

mikill munur þar á.

það er vitað að batahorfur af geðsjúkdómum (t. d. geðklofa) eru mun meiri ef sjúkdómurinn sprettur af skyndilegu áfalli (ss. skilnaði eða ástvinamissi) heldur en ef einkennin hafa þróast lengi og sjúkrasagan löng.

þegar Ólafur talar um ,andlegt mótlæti' , er hann að segja að hann hafi verið tímabundið geðsjúkur (eða geðveill öllu heldur).

en auðvitað er þetta allt ein allsherjar smjörklípa: fyrirtaks aðferð til að beina athyglinni frá því sem skiptir máli:

- hvernig hægt er að stappa á hausnum á lýðræðinu á Íslandi

- hvernig hægt er að ræna völdum á Íslandi en beina svo umræðunni bara inn á sjúkrasögur, vottorðaþvarg og geðhjálp í viðlögum ..

hm ..  líklega megum við bara prísa okkur sæl með að borgarstjórinn sem Sjálfstæðismenn plötuðu inn á okkur (af hreinni valdagræðgi) greindist með andlegt mótlæti - en ekki ofvirkni ..

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:28

31 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki sammála þér að ég sýni borgarstjórnaum ósanngirni. Einhvern tíma fá menn geðsjúkdóminn þunglyndi í fyrsta sinn - hann getur því miður komið aftur. Og af hverju að segja þá ekki að maður hafi verið tímabundið geðveikur fremur en þetta mótlætistal. Svo finnst mér líka að þessi hrein pólitíska hlið á málinu skipti meira máli en það hvernig það kemur upp um brálðislega fordóma.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.1.2008 kl. 16:23

32 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skipti ekki meira máli á þarna að standa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.1.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband