Hórdómur

Hver sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.

Dragið eigi þessi orð í efa, þér vantrúaðir!

Eigi skulið þér heldur ætla að ég fari hér með dár og spé!

Ég vitna í guðsorð eins og þau fram ganga af munni guðssonarins - eða var það mannssonarins?

Kemur út á eitt!  

Annað hvort erum vér kristin þjóð eða vér erum ekki kristin þjóð. 

Séum vér kristin þjóð skulum vér heiðra herrann Krist og hans heilögu orð.

Hvað eruð þeir margir meðal yðar, þér hórkarlar, sem gengið hafa að eiga fráskilda konu?

Og hvað eru þær margar meðal yðar, þér skækjur, sem gengið hafa að eiga fráskilda menn?

Gjörið því eldsnögga iðran því dagur dómsins er nær en þér ætlið, þér eiturnöðrur og höggormar, sem veltist um í syndum yðrar!

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Úps!  Nú eru margir í djúpum skít... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Allar líkur á því að meginþorrinn af Íslendingum fari til Helvítis og ég líka! Veit ekki með þig, náðugi Nimbus með þinn geislabaug um hausinn?

Svava frá Strandbergi , 1.2.2008 kl. 01:16

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þú gætir nú slegið á þráðinn og sagt manni hvar þetta viðtal kemur við þig.

Svava frá Strandbergi , 1.2.2008 kl. 01:17

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú gætir nú sjálf slegið á þráðinn. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 01:25

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já okey, geri það við fyrsta tækifæri. Ég er bara búin að vera vakin og sofin yfir Tító sem er alvarlega veikur. Fór með hann uppá dýraspítala bæði í dag og í gær. Hann er búinn að æla út alla íbúðina og er kvalinn líka. Dýralæknirinn sagði að hann væri líklega kominn með brisbólgu ofan í nýrnaveikina. Þarf að fara aftur með hann til læknisins á morgun. Ég veit ekki hvernig þetta fer með hann.

Svava frá Strandbergi , 1.2.2008 kl. 01:43

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er leyfilegt að vera lessa. Hvernig sem á því stendur, þá er ekki orð um það til í bókinni að konur megi ekki leggja lag sitt saman, skilja, taka saman við aðra etc.

Annars er þetta nú saklaust miðað við það að safna eldiviði á sunnudegi.  Við því liggur dauðasök.  Enn í dag borða Gyðingar ekki egg, sem verpt hefur verið á sunnudegi. Er ekki alveg klár á því hvað þeir gera við börn, sem fæðast á sunnudegi, hvað þá mæðurnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2008 kl. 05:21

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú klikkar á einu smáatriði Sigurður. Það er fyrirgefningin í kristni. Svo lengi sem þú skríður um á hnjánum og biður drottinn um fyrirgefningu syndanna er allt gleymt og grafið og himnavistin því ekki í neinni hættu.

Haukur Nikulásson, 1.2.2008 kl. 09:37

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Meðan ég man: Einn sannkristinn maður í Hafnarfirði kvartaði við mig um að bloggarar skildu yfirleitt ekki eftir mikið pláss fyrir athugasemdir. Hér fyrir neðan er smá pláss sem þið getið skrifað athugasemdir. Athugið að nota mjúka penna því flatskjáir eru sumir frekar viðkvæmir:

Meira pláss er ekki í boði Sigurðar í þetta sinn! 

Haukur Nikulásson, 1.2.2008 kl. 09:41

9 Smámynd: halkatla

þú rokkar!

halkatla, 1.2.2008 kl. 11:50

10 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Undur og stórmerki.  Ég sem hélt að menn gætu eingöngu orðið hólpnir fyrir trú sína en ekki breytni.

Sigurður Ásbjörnsson, 1.2.2008 kl. 12:48

11 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þeir sem ekki trúa guðsorði eru þeir bara ekki í góðum málum?

Þorkell Sigurjónsson, 1.2.2008 kl. 12:59

12 identicon

Enn bjargar manni skráningin frá unglingsárunum: Utan trúfélaga!

Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband