Skammdegið er liðið

Nú er skammdeginum lokið samkvæmt þeirri viðmiðun sem ég nota og finnst skynsamleg. 

Samkvæmt henni er skammdegi þegar sólin er á lofti minna en einn þriðja þess tíma sem hún er lengst á lofti. Skammdegið hófst þá 11. nóvember og síðasti dagur skammdegisins var í gær.

En veturinn er ekkert búinn. Nú er kaldast tími ársins.

Það lítur ekki út fyrir mikil hlýindi á næstunni, aðeins hlákublota. Ég óttast að þetta verði kaldur, langur og leiðinlegur vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhverntíma höfum við skipst á skoðunum um þetta atriði (skammdegið) og nú sé ég að okkar skilgreining er nokkuð svipuð, þótt aðeins muni örfáum dögum. Viðmiðunin er líka svolítið öðruvísi. Ég miða við 15. nóv. til og með 25. jan. sem byggist á 6° hæð sólar á (sólar)hádegi yfir sjónbaug í Reykjavík. Sólarhádegið í Reykjavík í dag er líklega kl. 13:41, getur það ekki verið Sigurður? Ég er handviss um að þú ert með það á hreinu, svona tölfræðigagnabanki eins og þú ert hvað alla svona hluti varðar.

Ellismellurinn (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Veturinn er nú þegar orðinn kaldur, langur og leiðinlegur. Of mikil úrkoma í alls konar formi og of lítil sól. Finnst mér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Háveturinn er nú alltaf sólarlítill og mikil vetrarsól er ávísun á kulda. Besta vetrarverðrið er eins og var eftir nýár: skýjað með sólaarglætu, milt og úrkomulítið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 14:44

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Við höfum nú haft ansi marga snjólétta vetur undanfarin ár, og hvert hlýindametið eftir annað slegið. Maður á kannski ekki að vera að kvarta þótt það komi einn leiðindavetur á margra ára fresti. Taka þessu bara á stóíkinni. Spurning hvernig framtíðarveturnir verða...

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 15:00

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Venjan síðustu ár hefur verið sú að við höfum fengið mikla hlýindakafla inn á milli kaldari daga um þetta leiti og svo síðasta kuldakastið einhverntíman í maí. Mér finnst þessi vetur minna um margt á það sem var hér áður fyrr, áður en fór að hlýna.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.2.2008 kl. 15:53

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Emil, þetta finnst mér líka og mig grunar að mestu hlýindin séu að baki í bili enda hafa þau ekki verið neitt venjuleg, alveg áháð gróóðurhúsaáhrifunum. En ég vona allt það besta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband