Af íslensku menningarástandi

Ekkert skil ég eiginlega í því að Myrkir músikdagar skuli vera haldnir þegar skammdeginu er lokið. Annars tala forsvarsmenn þeirra stundum eins og það sé enn skammdegi og rugla þá saman skammdegi og vetrarríki.

En skítt með það! Í kvöld fór ég á tónleika Myrkra músikdaga þar sem Sinfónían frumflutti tvær geggjaðar sinfóníur eftir íslensk tónskáld.

Salurinn var eiginlega tómur, varla meira en 300 manns af þeim kringum 1000 sem hann getur rúmað. Þar var því ekki mikið af fólki séð og heyrt.

Fyrstan skal þó frægan telja frænda minn Helga Hjörvar. Hann er mælskari en andskotinn. Það er ég líka þegar ég nenni á annað borð að halda ræður. Sveinn Einarsson leikhúsvitringur var líka. Og tónsnillingarnir John Speight og Atli Heimir. Og Thor í eigin persónu eins og skáldjöfur.

Og þá er eiginlega upptalið fræga og fína fólkið sem ég sá á þessum tónleikum.

Ef þessi Lay Low hefði verið á sviðinu, söngkonan sem lægst hefur lagst í íslenskri tónlistarsögu, hefði húsið líklega verið alveg troðfullt. 

Aðeins einn bloggari (ásamt lífverði sínum) var á staðnum enda eru þeir upp til hópa, bæði karlar og kvinnur, kúltúrlausir hálfvitar.

Þetta var nú skýrsla dagsins af íslensku menningarástandi.

Þakka þeim er lásu og veriði sæl að sinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það er nú alltaf gott að vera í hópi útvaldra meðan stritandi alþýðan getur ekki leyft sé neinn munað nema að blogga!

María Kristjánsdóttir, 8.2.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég ætlaði að segja líka , góða nótt!

María Kristjánsdóttir, 8.2.2008 kl. 01:41

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, einmitt, gleymdi því: Góða nótt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2008 kl. 01:51

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er alveg hress með þessar ábendingar varðandi Myrka Músíkdaga, andlegt ástand bloggara og vinsældir Lay Low.

En ég er bara ekki alveg að ná þessu með 2 geggjaðar symfóníur eftir íslensk tónskáld.  Eru symfóníurnar í raun geðveikt eða eru þær gegt (geðveikt) góðar? 

Jón Halldór Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 08:15

5 identicon

Halló jöfur. Var eitthvað varið í þetta sem þú hlustaðir  á í gærkvöldi? Gaman væri að heyra. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:57

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, það var mikið varið í þetta. Fylgstu með Fréttablaðinu, er líka á netinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband