Haustkyrrðin inni í mér

Einu sinni las ég að menn væru nær alvaldinu í ljósakiptunum en á öðrum tímum sólarhringsins. Og ég  held að menn séu  nær eilífðinni á haustin en á öðrum árstímum. Þá er svo hljóðlátur kveðjublær yfir öllu. Birtan er svo sérstök, svo mild og góð,  allir litir svo fjarrænir og eins og langt að komnir. Friðurinn andar í gegn. Kyrrðin nær inn í sálina og enn þá lengra.

Á haustin finnur maður að lífið er gott. Ekkert er að óttast.

 

Allt er eins og það á að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hauströkkrið yfir mér, kvikt af vængjum

Ofsalega er þetta falleg ljóðlína...ein af þeim fallegustu segi ég nú með öllum kjaftinum.

En ég hef skannað veðurannálana og þeir eru þrælmerkilegir. En mikið ROSALEGT nörd ertu maður!

Allt í góðu gríni...

þín fína, fallega og fræga

Tóta la punk

Tóta pönkari (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 00:02

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vissi að fyrirsögnin myndi lokka fram þína lýrísku veikleika kaldrifjaði pönkari og bókmenntanörd! Og það er nú ekkert grín að lenda í stólpakjaftinum á þér. En veistu hvað: Snorri Hjartarson var frændi minn en Halldór Ásgrímsson er frændi þinn! Og hananú fína, fallega og fræga Tóta la skunk, Tóta la punk vildi ég skrifað hafa. Allt í svaka sætu ...

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.10.2006 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband