22.3.2008 | 11:53
Að mér dauðum en ekki lifandi
Nú er ég kominn með flensu. Ég er að drepast úr hósta og verkjum í skrokknum og er með hita. Ég treysti mér því ekki til að fara að kínverska sendiráðinu og standa þar úti. Hins vegar verð ég að skjótast út í búð seinna í dag til að kaupa páskalambið svo ég hafi eitthvað að éta um páskana.
Páskalambið er svona voða lítið og sætt lamb eins og sýnt var í myndinni um hann Ástþór í sjónvarpinu í gær. Svo er því slátrað svona sætu og krúttlegu og étið.
Kannski lifi ég ekki þessa flensu af. Kannski fer vírusinn í hjartað á mér og drepur mig eða í heilann og ég verð eins og zombí.
Ef svo skyldi fara að ég deyi vil ég endilega að útför mín fari fram í pukri.
Ég vil heldur ekki að einhver asni skrifi um mig minningargrein. Það yrði hvort sem er allt saman tóm lygi.
Í gær kom hér kolsvartur hrafn og krunkaði lengi á þakrennustokknum. Ég setti Mala út í þakglugga og hann titraði alveg af veiðihug. Á eftir var hann snaróður út um alla íbúð.
Ég ætla að arfleiða Mala að öllum mínum veraldlega og andlega auði.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
En hvað ég skil horrorinn vel. Ég gafst uppá ´onum!
Skoðaðu www.waterviewcebu.com og láttu þig dreyma
Alfreð (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 12:04
Liggur í flensu laus við gáska
langþreyttur Nimbus og kvalinn
varla mun þreyja veraldar háska
válynda tíð né snemmbæra páska
ærnar, kýr og sMalinn...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 22.3.2008 kl. 12:58
Svartur hrafn, flensa, þú ert jafn feigur og Poe.
Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 14:04
Verður ekki hysterískum aðdáendum tilkynnt um andlátið? Eða ertu að því fyrirfram núna?
Ekki líst mér á flensuna þína, láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig. Ég vil ómögulega missa þig aftur, nýendurheimtan.
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.3.2008 kl. 14:34
Veit það Kreppumaður og takk fyrir öfluga hughreystingu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2008 kl. 15:02
Poe! Pó! er það ekki einn stubbanna? vissi ekki að hann væri dauður.
Brjánn Guðjónsson, 22.3.2008 kl. 20:34
vonandi hressist thu vid fljotlega flensan er omurleg.
Ásta Björk Solis, 22.3.2008 kl. 22:04
Ég er allur að stíflast þannig að þessi fjandi er laus jafnt norðan heiða sem sunnan. Útför í pukri - ekki hljómar það vel. Engu líkara en þú hafir fengið einhvern til að jarða þig svart.
Gleðilega páska og takk fyrir öll snilldarbloggin!
Svavar Alfreð Jónsson, 22.3.2008 kl. 22:56
Ef hægt er að jarða menn í kyrrþey, því þá ekki í pukri. Annars er fyndið að ég hef einmitt verið að hugsa svo til þín í kvöld Svavar Alfreð. Ekki fyrsta dæmið um einhvers konar fjarhrif á blogginu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2008 kl. 23:46
Góðan bata óskar þjáningarsystir, ligg sjálf í einhverjum vesaldómi.
Marta B Helgadóttir, 23.3.2008 kl. 00:12
Ég var búinn að kaupa páskaegg en í dag skaust ég dúðaður út og keypti mér páskaliljur og páskalamb.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.3.2008 kl. 00:38
Mér finnst þú frekar svartsýnn, þú hlýtur að lifa þetta af. Flensur koma og fara en þvermóðskan lifir alltaf!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2008 kl. 03:12
PS: ég var nágranni þinn í mörg ár, þegar þú bjóst á Melabrautinni, vinkona mín átti heima í sama húsi, núna er það Melabraut 2 en þá...hmm hmmm ég man það ekki kannski þrjátíuogeitthvað???
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2008 kl. 03:15
Keyptir þú hvítlauk með lambinu. Stingdu því ekki í lambið, heldur einu rifi upp í munninn, óelduðu, og sjúgðu það eins og brjóstssykur. Það mun fæla alla vírusa, illa anda og leiðinlegt fólk í burtu á svipstundu - ef það drepur þig ekki. Kettir elska hvítlauksremmu. Mali mun gefa þér marga páskakossa. Myntuolía er líka góð til langlífis. Nokkrir dropar á dag.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.3.2008 kl. 06:18
Annars er blogg oftast heilbrigðisvottur, merki þess að menn séu ekki aldeilis að hrökkva upp af og geti talað um sjálfa sig og aðra án þess að roðna eða skammast sín. Þeir sem ekki blogga eru hins vegar hálfdauðir eða framliðnir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.3.2008 kl. 06:20
Verst að ekki er lengur hægt að fá kamfóru og hoffmannsdropa! Það er það eina sem dugar gegn þessum kvölum.
María Kristjánsdóttir, 23.3.2008 kl. 13:20
Sigurður
Varðandi minningargreinina þína. Lá legg ég til að þú skrifar hana bara sjálfur. Þá geturðu fegrað þína ímynd, eða ekki. Eða bara sagt sannleikann, hver sem hann nú er. Annars vona ég að þú haldir áfram að mala hérna megin lífsins. Og fá'ið ykkur lýsi þá lagastu kallin, og mali með.
Þórður J. (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 03:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.