Innri maðurinn

Ekki er hún gæfuleg veðurspáin. Eftir páskana mun kólna og vera snjór og frost um allt land.

Ætlar þessum viðbjóði aldrei að linna? En kannski er það huggun harmi gegn að veðurfræðingur dagsins sagði að sólin væri farin að hlýna. Það er sannarlega komin tími til. Hún hefur verið eitthvað svo undarlega köld upp á síðkastið. Hitinn í henni var síðast þgar ég vissi 15 miljón stig í kjarnanum en kannski er hann nú kominn upp í 20.

Annars hef ég í dag verið að hlusta á Mattheusarpassíu Bach. Á morgun er það Jóhannesarpassían.

Þrjá daga ársins vil ég vera í friði með sjálfum mér og loka allt annað úti: Jóladag, föstudaginn langa og páskadag. Þetta eru fyrir mig dagar tónlistar og innri íhugunar. Ég á mér nefnilega innri mann en það er sjaldgæft nú dögum. Þessi innri maður er gerólíkur þeim útvortis manni sem er að sperra sig á þessu bloggi.     

Ég fer alltaf í gönguferð þessa daga. Í dag var sól en samt mistur í lofti svo ekki sást til Snæfellsness. 

Mér finnst alltaf þegar orðið er snjólaust en ekki byrjað að vora að það sé búið að gera hreint fyrir vorkomuna.

Æ, vonandi þarf ekki að fara að gera aftur hreint ef snjór og slabb er að koma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að innri maðurinn þinn sé ekkert síðri en sá ytri, bara ólíkur honum.

Annars langar mig ekki í slabb, takk. Ég vona að okkar ágætu veðurfræðingar hafi ekki rétt fyrir sér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.3.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég fór í gönguferð í Úlfarsfell. Og las Inngang HKL að Passíusálmum. Ég sakna alltaf föstudaganna löngu í gamla daga, þegar ekkert mátti gera helst bara að láta sér leiðast.

María Kristjánsdóttir, 21.3.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér leiðist aldrei þennan dag. Þvert á móti er hann einn af bestu dögunum. 0g ekki spillir þegar sólin skín. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.3.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: halkatla

þú ert svo mikið yndi

halkatla, 25.3.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband