Vorar hægt á norðausturlandi

Eins og menn hafa orðið varir við hefur hlýnað mjög síðustu daga. Hámarkshiti á landinu hefur verið 12-15 stig sem er reyndar ekkert rosalega mikið miðað við það sem orðið getur á þessum árstíma. Sjá veðurdagatalið fyrir arpíl. Það er hæð yfir landinu sem á sér fremur hlýjan uppruna og er hún mest á austanverðu landinu. En loftið kólnar með tímanum. 

Í nótt var allt annað en vorlegt á heiðunum á norðausturlandi. Í Möðrudal á Fjöllum fór frostið í 13,8 stig og 10,4  á Brú á Jökuldal. Við Upptyppinga varð kaldast á landinu. Þar varð frostið 14,5 stig.

Á "yfirliti" á vef Veðurstofunnar eru allt aðrar og lægri lágmarkshitatölur sem þeir segja að hafi mælst frá því klukkan 18 í gærdag til klukkan 9 í morgun. Svona hefur þetta gengið í nokkur ár. Það þykir meira mál að kippa þessu í lag heldur en mata þjóðina á röngum upplýsingum  ár eftir ár.  

Í gærdag komst hitinn í Möðrudal í 6,2 stig og er því dægursveiflan tuttugu stig. Á Brúarjökli, í 800 metra hæð, var þó enn meiri dægursveifla í gær, eða 21,3 stig, frá, -11,7 upp í 9,6. Hreint ótrúlegt! 

Á þessum slóðum er heiðskírt eða léttskýjað og útgeislun mikil í kyrru veðri á nóttum en þegar loftið fer að hreyfast vegna sólarhitans tekst hlýja loftinu ofan til að slá til jarðar stöku sinnum.  

Ég læt svo lesandanum eftir að dæma um hvort vorið sé komið á heiðunum á norðausturlandi.

Meðalhitinn í apríl er nú kominn upp fyrir meðallagið í Reykjavík og mun ekki fara niður aftur alveg á næstunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ætli þetta margrómaða vor sé ekki loksins komið þótt það megi undanskilja hálendi norðaustanlands. Annars sagði útvarpskonan á Rás2 landsmönnum í tvígang núna fyrir klukkan 12 að það væri komin 16 stiga hiti á Akureyri þar sem hún væri stödd. Þeir eru auðvitað þekktir fyrir það á Akureyri að ýkja hitann því skv. opinberum athugunum kl. 12 var 7 stiga hiti á Akureyri. Þarna munar bara 9 stigum!

Emil Hannes Valgeirsson, 20.4.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta blaður fólks á útvarpsstöðvum um hitann hér og hvar er yfirleit bara út í bláinn, þó ekki hjá Hönnu G. Sigurðardóttur á Rás 1.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eitt langar mig að spyrja um í þessu samhengi af því ég hef ekkert veðurminni eða tímaskyn: Er þessi hlýnun undanfarna daga sneggri eða hraðari en verið hefur áður?

Nú er ég búin að vera með lungnabólgu, eins og þú veist, síðan á páskum. Fór illa með mig og kannsi af því það var svo helvíti kalt þá sló mér illa niður. Ég hef farið varlega síðan og verið mjög næm fyrir hitastiginu. Mín upplifun er sú að það hafi hlýnað mjög snögglega.

En þess ber auðvitað að gæta að ég hef aldrei fengið lungnabólgu áður, aðeins bronkítis og það var á öðrum árstíma svo ég hef engan "næmnisamanburð".

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: halkatla

það er komið alltof mikið vor

halkatla, 21.4.2008 kl. 09:45

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það hlýnaði bara á einum degi, eins og oft gerist nú, þ. 15. Hlýnunin sést best á lágmarkshitanum. Fram að þ. 15. var næturfrost í Reykjavík allar nætur nema þrjár en síðan hefur lágmarkshitinn verið 4-7° og þ. 17. fór dagshitinn í meira en 10 stig í fyrsta sinn síðan 25. október. Síðustu sex daga hefur meðalhiti mánaðarins hækkað um eitt og hálft stig. Passaðu þig svo bara á því að fá ekki heilabólgu! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2008 kl. 09:47

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, Anna Karen. Nú tók ég eftir þér! En nú fer hann líka að kólna og leggja að með hafís og hrímþokum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2008 kl. 09:50

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jamm, takk fyrir...  þetta hélt ég.

Fær maður heilabólgu af því að hugsa kannski? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband