20.4.2008 | 12:56
Fordómar fagfólks í garð geðsjúklinga
Þetta er fyrirlestur sem ég flutti nýlega á fundi í Reykjavík
Ég ætla aðallega að beina athyglinni að einni birtingarmynd fordóma, en birtingarmynd sem er mjög afdrifarík fyrir allt þjóðfélagið. Ég vek mönnum þó vara við því að taka því sem segi sem einhverjum óhagganlegum stórasannleika, þvert á móti er ég mjög meðvitaður um að það sem ég vek athygli á er einungis einn hluti af margbrotnu málefni, en eigi að síður hluti sem full ástæða er til að menn átti sig vel á.
Fordómar spretta ekki upp í hverjum og einum manni nema að litlu leyti. Menn sækja þá til umhverfisins. Þeir liggja í loftinu. En það er eitthvað sem skapar þá.
Það fólk sem ætti að hafa einna mesta þekkingu á geðsjúkdómum og geðsjúklingum er heilbrigðisstarfsfólkið. Maður gæti því haldið að meðal þess væru fordómarnir minnstir.
Sagt er nefnilega að fordómar eigi upptök sín í fáfræði og þeim verði þá eytt með upplýsingu eða fræðslu. En þetta er bara ekki nema að nokkru leyti rétt. Rannsóknir hafa sýnt að fræðsla hefur einungis áhrif á suma hvað fordóma varðar en ekki aðra. Sumir vilja endilega hafa fordómana sína í friði.
Það eru læknarnir sem skilgreina geðsjúkdómana fyrir hvern sjúkling og ráða einnig ímynd sjúklinganna almennt í samfélaginu í nánu sambandi við þjóðfélagið úti fyrir, valdastofnunina, sem ákvarðar hvaða hegðun og hugsun er talin viðeigandi.
Fordómar gegn sjúkdómum eiga sér auðvitað langa sögu en flestir hafa minnkað mikið eftir því sem þekking á þeim hefur fleygt fram. En það er eftirtektarvert að fordómar gegn geðsjúkdómum og geðsjúklingum halda enn miklum velli.
Ég held því fram að nútímafordómar gegn geðsjúkdómum sæki ekki mesta kraft sinn og seiglu til dægurmenningarinnar, glæpasagna og kvikmynda þó nóg sé af þeim þar, heldur fyrst og fremst til heilbrigðisstéttanna sjálfra og þá læknanna framar öllu. Og nú ætla ég að fær rök fyrir þessari skoðun.
Það er beinlínis sláandi hvernig fordómar, stimplanir og neikvæðar ímyndir birtast í bókinni Kleppur í hundrað ár hvað varðar viðhorf starfsfólksins til sjúklinganna. Þar kemur vel fram hve þetta viðhorf var gersneytt allri virðingu. Strax á fyrstu árum spítalans var litið á þá sjúklinga sem voru með gagnrýnisraddir eins og þeir væru haldnir af hverri annarri vænisýki sem fékk það læknisfræðilega heiti paranoia querulans.
Þetta neikvæða viðhorf er eiginlega eins og rauður þráður í bókinni og á sér fjölbreyttar birtingarmyndir, kemur t.d. fram í viðhorfi lækna til sakamanna og þeirra sem gerður var á heilaskurður vegna geðrænna frávika sem okkur finnst nú á dögum að hafi verið algjört smáræði. En þetta voru eiginleikar sem hegðunarviðmið samtímans, oft og tíðum hreinn smáborgaraháttur, fannst ekki við hæfi og þær voru færðar í virðulegan fræðilegan búning af læknum sem höfðu valdið til að skilgreina og grípa inn í. Læknarnir voru þarna ekki fyrst og fremst handbendi yfirvalda og vanahugsunar heldur virðist sem þeir hafi mótað hana miklu fremur, verið áhrifavaldur nr. 1 í þjóðfélaginu í þessum efnum. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði um reynslu sína af Kleppi: Mér finnst alltaf hlálegt að heyra forsvarsmenn spítalans segja frá baráttunni gegn fordómum úti í samfélaginu. Mestu fordómarnir hafi verið inni á Kleppi sjálfum.
Lýsing Guðbergs Bergssonar rithöfundar á samfélagi starfsfólks á Kleppi í einni af bókum sínum hnígur að því sama. Starfsliðið hafði megnustu andúð á sjúklingunum.
Samskipti aðstandenda og lækna virtust einnig að miklu leyti vera á sömu bókina lærð. Læknarnir fyrirlitu aðstandendur af öllu hjarta og kenndu þeim jafnvel um ástand sjúklinganna. Virðing og tillitssemi sýnist hafa verið nánast óþekkt hvað þetta varðar.
Svona horfir þá málið við gegnum sögu íslenskra geðheilbrigðismála.
Lítum nú til okkar tíma.
Kannanir erlendis á því hvort geðheilbrigðisstarfsfólk hafi minni fordóma til geðsjúklinga en allur almenningur hafa leitt í ljós að svo sé alls ekki.
Komið hefur fram að starfsfólkið vill halda sjúklingunum í alveg jafn mikilli fjarlægð og almenningur. Þó skyldi maður halda að meðal þess væri þekkingin meiri en annars staðar og ef satt er að fordómar stafi af þekkingarleysi þá ætti þetta ekki að vera svona.
En fordómar eða hleypidómar starfsfólks stafa bara ekki af þekkingarleysi. Þeir miða fremur að því að festa í sessi stöðu þess sjálfs og virðingu í samfélaginu og það gerist m.a. með lítilsvirðandi viðhorfum í garð hóps sem sem talinn er óæðri og þetta er gert til að bæta eigin sjálfsmynd og vellíðan starfsfólksins. Þjóðfélagið er auðvitað fullt af öðru eins á mörgum sviðum þegar um er að ræða félagslega hópa þegar valdastaðan er ólík á milli þeirra, ekki aðeins á sviði geðheilbrigðismála. Til þess að breyta þessu ástandi verður valdameiri hópurinn, læknar og annað fagfólk, að endurskoða afstöðu sína til sjúklinganna.
Viðamikil rannsókn þar sem kannaður var hugur geðlækna, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og annarra sem fengust við meðferð til 22 jákvæðra og neikvæðra staðalímynda sem notaðar voru til að lýsa fólki með geðraskanir, leiddi í ljós að viðhorf þessara fagstétta eru ekki frábrugðin skoðunum almennings á geðsjúkum. Það kom jafnvel fram að af þeim heilbrigðisstéttum sem kannaðar voru höfðu geðlæknarnir neikvæðustu viðhorfin til sjúklinganna
Sambærilegar niðurstöður blasa við í fleiri rannsóknum og sýna að nánast 75% þeirra draga fram að viðhorf geðheilbrigðisstarfsfólks séu sambærileg þeim sem finnast meðal almennings eða eru jafnvel verri". Og hér var ég að vitna í Steindór Erlingsson vísindasagnfræðing sem hér á landi hefur kynnt þessar rannsóknir fyrir þjóðinni í nokkrum blaðagreinum.
Nú, það er þá ekki hægt að gefa mikið fyrir það að líta til geðlækna sem merkisbera í baráttu gegn fordómum gegn geðsjúkdómum og geðsjúklingum þrátt fyrir fögur orð oft og tíðum úr þeim herbúðum. Sögulegur vitnisburður frá Íslandi, þó af skornum skammti sé, en samt það eina sem til er, og erlendar rannsóknarniðurstöður sýna bara allt annað.
Að þessu sögðu er rétt að benda á, að ég er hér ekki að fjalla um getu geðlækna til að lækna fólk, aðeins viðhorf þeirra til sjúklinga sinna, fordóma þeirra gegn þeim.
Það er því fullkomlega ljóst að sjúklingarnir hafa á enga aðra að treysta í baráttunni gegn fordómum en öfluga baráttu þeirra sjáfra. En þar er þó á ýmsan hátt við ramman reip að draga. Þó ýmsir einstaklingar hafi komið fram á sjónarsviðið síðustu áratugi og starfandi hafi verið félög sjúklinga í langan tíma hefur þessum hópum ekki enn tekist að skapa jafn sterkt andrúmsloft og drifkraft eins og ýmsum öðrum réttindahópum hefur tekist um sína hagi.
Ég held að ástæðan sé ekki síst sú að þeir sem öllu ráða í þessum efnum, læknaveldið, hafa ekki viðurkennt þessar raddir í reynd og fremur unnið gegn þeim í krafti fálætis og valds sins á öllum sviðum geðheilbrigðismála.
Það er mikilvægt í þessu sambandi að fyrrverandi sjúklingar dragi sig ekki í hlé þegar þeir öðlast bata heldur verði virkir í baráttunni. En menn eru bara svo fegnir að losna undan sjúkdómsokinu að þeir fara fremur að lifa lífinu í stað þess að berjast fyrir aðra. Og þetta er líklega ein af ástæðunum fyrir því að geðsjúklingum hefur ekki enn tekist að verða nægjanlega öflugir og upplitsdjarfir í baráttu sinni. Þeir þurfa að ná til stjórnvalda á þann hátt að þau taki tillit til sjónarmiða þeirra, að þeir fari í raun og veru að hafa áhrif á viðhorf þjóðfélagsins til geðsjúkdóma og geðsjúklinga. Það sem vantar er einhver róttæk og öflug hugsjón sem drífur allt með sér. Það hefur ekki enn orðið nema að litlu leyti.
En kannski vantar það allra helst, að einhver stjórnmálamaður í fremstu röð, orðhvatur og fylginn sér, gangi nú ærlega af göflunum og fari ekki undan í flæmingi með krankleika sinn heldur eyði kröftum og áhuga það sem eftir er ævinnar í það að reyna að eyða fordómum gegn geðsjúklingum. Annað eins hefur nú gerst í öðrum löndum! En reynslan sýnir því miður að stjórnmálamenn hér á landi fara undan í voðalegum flæmingi þegar þeir eru slegnir geðrænum hremmingum. Þetta er því kannski draumsýn enn sem komið er.
Við verðum því áfram að treysta á hina hversdagslegu og lítt þekktu geðsjúklinga.
Á allra síðustu árum er eitt og annað sem bendir til þess að ný hugsun og viðhorf til geðsjúkdóma sé að byrja að láta á sér kræla. Hún er fyrst og fremst borin upp af sjúklingunum sjálfum eins og vera ber. Angi af þessu eru íslensk félagssamtök eins og Hugarafl sem vilja hafa áhrif á þjónustu og viðhorf til geðsjúklinga út frá reynslu þeirra sjálfra. Geðhjálp hefur þarna einnig hlutverki að gegna þó það félag sé stundum óþarflega mikið mótað af hefðbundnum viðhorfum geðlæknaveldisins.
Þarna er vonarneistinn sem við getum borið í brjósti með það það að baráttan gegn fordómum í garð geðsjúkdóma sé ekki alveg vonlaus.
Fyrst og fremst þurfum við að hafa það alveg á hreinu að þessi barátta vinnst ekki af neinum öðrum en sjúklingunum sjálfum.
Þeirra er valdið og það er eins gott að þeir fari fara að beita því.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þeir sem hafa fordóma gegn geðsjúkum eru geðsjúkir sjálfir, eða þannig
DoctorE (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:41
Ég talaði eitt sinn við geðlækni í síma, þegar mér leið mjög illa og bað ég lækninn að leggja mig bara inn á geðdeild.
Svar læknisins var eins og að fá blauta tusku í andlitið, en það var á þessa leið og sagt með hryssingslegum tóni.
'Þú hefur ekkert að gera við það, að fara inn á geðdeild, þú ferð á lægra plan við það'
Er það furða að fólk með geðræna kvilla læðist hálfpartinn með veggjum þegar viðhorf geðlækna gagnvart veikindum þess er svona fyrir neðan allar hellur.
Svava frá Strandbergi , 21.4.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.