Vörubílstjórar nota bíla sína sem þungavopn

Nú eru vörubílstjórar búnir að loka suðurlandsvegi við Rauðavatn. 

Um daginn kom ég þar að sem þeir höfðu lagt bílum sínum í Tryggvagötu. Þetta eru engir smáræðis trukkar. Þá varð mér ljóst hvers vegna lögreglan lætur bílstjórana vaða uppi án þess að grípa til nokkurra aðgerða gegn þeim að heitið geti.

Bílarnir eru eins og þungavopn. Það myndi t.d. lítið þýða fyrir lögregluna að handtaka bílstjórana og færa þá á stöðina því enginn lifandi máttur gæti fært þessa mörgu bíla úr stað sem myndu þá teppa umferðina von úr viti.

Þetta vita bílstjórarnir. Þeir fara um sem sveit alvopnaðra manna sem enginn þorir eða getur staðið á móti.

Þeir haga sér eins og frumstæðir ruddar sem vaða áfram í krafti afls og einskis annars. Eftir er bara að vita hvort þjóðfélagið ætlar að láta það líðast að slíkir menn koma kröfum sínum fram, t.d. þá fáránlegu frekju þeirra um hvíldartímann sem dómbærir menn segja að muni stefna lífi og limum vegfaranda í hættu ef hún nær fram að ganga.

Vörubílstjórarnir eru að fremja eins konar hryðjuverk og nota bíla sína sem vopn líkt og aðrir hafa notað flugvélar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

En hugsaðu þér hvað gæti gerst ef þeir hættu að einblína bara á sína sérhagsmuni og færu að taka þykkjuna upp fyrir aldraða, eftirlaunaþega, öryrkja, heilbrigðiskerfið, frið og svo framvegis!

María Kristjánsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þá yrði öflug víkingasveit send á þá með hjálma og alvæpni og eitruðu gös.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 11:00

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég held að það sé mjög ýkt að rýmkun einstrengingslegra reglna um hvíldartíma flutningabílstjóra stefni lífi og limum vegfaranda í aukinn voða. Að mínu viti snýst þetta um það hvort bílstjóri á leiðinni norður má leyfa sér að ljúka ferð og koma sér inn á planið við Staðarskála (eða Brú, ef mikið liggur við) eða hvort hann verður að stöðva einhvers staðar í norðurhlíðum Holtavörðuheiðar þar sem hann er í rauninni fyrir annarri umferð og stórum líklegri til að valda slysum en þó hann ruggist áfram þessa fáeinu kílómetra, þangað sem hann getur komið bílnum út fyrir umferð. -- Nefni þetta sem dæmi. Þeir flutningabílstjórar sem ég þekki hafa almennt enga löngun til að halda áfram að aka eftir að þeir eru orðnir úrvinda, aðeins að tekið sé tillit til þeirra aðstæðna sem þeim eru búnar.

Sigurður Hreiðar, 23.4.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja já... flutningabílstjórar komnir í sama flokk og hryðjuverkamenn.. hefur það bara ekki of gott Sigurður ?

Óskar Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 13:00

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það ber nú kannski ekki að skilja þetta alveg bókstaflega, þetta er svona líking. Þeir nota óneitanlega trukkana sem óárennuileg vopn. Hvernig hefur þú það Óskar?

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 13:07

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleymdu ekkui fyrirvaranum Óskar, "eins konar hryðjyverkamenn", hann segir soldið. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 13:08

7 identicon

Hvað á fólk að nota til að ná sínu fram þegar rikið hefur hellt vaxi í eyru sér?

Magnús (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:58

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hmmmm

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 15:00

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hmmmm hvað Jenný?! Ég er náttúrlera kominn með vægan móral yfir þessari færslu í ljósi síðari tíðinda. En ég hafði samt ekki samúð með aðgerðum bílstjóra. Mörgum finnst að stjórnvöld hlusti ekki á málstað þeirra en það réttlætir ekki hvaða aðgerðir sem er. Að þessu sögðu er ekki þar með sagt að ég sé í skýjunum yfir aðgerðum lögreglunnar. Kannski hefði verið betra að beita klókari og mildari ráðum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 15:48

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Í þessu sem öðru kallar ofbeldi bara á meira ofbeldi. Mér finnst bílstjórar hafa haldið sínum aðgerðum á of ofbeldisfullu "plani" og ættu því að búast við mótaðgerðum í sama dúr.

Ef ég myndi stilla mér upp í Ártúnsbrekkunni og stoppa alla umferð yrði ég handtekin, og ég yrði ekkert hissa á því að vera handtekin við þann gjörning.

Samúð hef ég með öllu fólki sem berst fyrir rétti sínum. Málefni bílstjóranna eru komin í nefnd, sem er vissulega biðstaða en þeir eru búnir að vekja athygli fólks á stöðunni. Meira verður ekki gert að svo stöddu. Þessi áframhaldandi læti eru tilgangslaus og geta orsakað slys á saklausu fólki. 

Marta B Helgadóttir, 23.4.2008 kl. 16:32

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

....ætlar þú ekki að velja á mig haus Sigurður?

Marta B Helgadóttir, 23.4.2008 kl. 16:34

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 17:08

13 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrir þennan pistil Sigurður, ég kem auga á margt nýtt við lestur hans. Takk fyrir spjallið áðan. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.4.2008 kl. 17:36

14 identicon

Halló ,,Halló,, Hverslags dómgreindarleysi er hér á ferð að kalla friðsamleg mótmæli hryðjuverk,, Þegar bifreiðastjórar í hlutverki fulltrúa þeirra sem ósáttir eru við getuleysi og aðgerðarleysi stjórnvalda eru sallaðir niður af vopnuðum lögreglumönnum sem hafa fengið fyrirskipun frá æðstu stöðum um að fórna sér , sem og mótmælendum ,, meðan þeir sem skipa njóta morgunverðar í mestu makindum,, Skelfingar Bullþvæla getur oltið upp úr fólki,,!!

Bimbó (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:48

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eins konar hryðjuverk, lestarsnjalli Bimbó!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 18:02

16 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Rétt að leggja áherslu á að það er gersamlega sitt hvað að hafa samúð með tilteknum málstað og vera á móti ofbeldi, svo sem því að loka vegum fyrir fólki sem hefur erindum og starfi að gegna.

Sigurður Hreiðar, 23.4.2008 kl. 18:06

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sammála Sigurður!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 18:19

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað hljóta bílstjórarnir að hafa getað sagt sér það sjálfir að til tíðinda myndi draga. Það er ekki hægt að loka þjóðvegum til höfuðborginnar eins og ekkert sé. Þar fyrir er alveg mögulegt að aðgerðir lögreglunnar hafi verið of harkalegar í sjálfu sér en það var samt tímaspursmál hvenær hún gerði eitthvað. Menn voru einmitt að bera saman aðgerðaleysi hennar núna og í mótmælum umhvefissinna. En trukkarnir voru notaði sem eins konar vopn, skelfilegir ásýndar allir saman, mynduðu vegg sem var ekki árennilegur. Þar var farið fram með valdi og afli. Og hver er niðurstaðan. Nú hætta stjórnvöld að hlusta á bílstjórana hvað þá meira. Reyndar hefur verið sýnt fram á það að hvert sem olíuverð sé muni bílstjórar ekki bera skarðan hlut frá borði. Það sem kemur þeim í koll er heimskuleg forysta, þrjóska og stífni og skortur á hyggindum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 18:31

19 identicon

Góðfúslega ,,ákveðið yður,, Erum við að ræða lestir eða trukka,,???

Bimbó (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:24

20 Smámynd: halkatla

ég er alveg bit. En ég sagði strax þegar trukkakallarnir byrjuðu að mótmæla á þennan uppáþrengjandi hátt sinn að þetta væri sennilega sá hópur sem löggan þyrði síst að ráðast gegn og það reyndist rétt - þartil í dag, þetta er hinn almenni maður plús að hann er trukkakall, og eftir þessa misheppnuðu mótmælastjórnun dagsins munu þeir bara halda þessu áfram mig langar svo að halda með mótmælendunum og segja að BB og Geir hafi rangt fyrir sér en það er eiginlega ekki hægt, þetta er bara hrikalega óeðlilegt ástand!

halkatla, 23.4.2008 kl. 19:31

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að mótmælin haldi áfram, hvað sem um þau má segja, og þarna hafi í raun verið helt olíu á eld. Og Íslendingar þola ekki kylfur, þjösnalegar handtökur og gassprey. Nú eru margir reiðir með réttu eða röngu út í lögguna. En Mali tekur þessu rólega og malar bara.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 20:01

22 Smámynd: Ingólfur

Ég er sammála því að þessir trukkar eru notaðir sem vopn, og þarmeð er eiginlega ekki hægt að segja að þetta séu friðsamleg mótmæli.

Það sást líka vel í dag, þegar ökumaður fólksbíl ákvað að sýna atvinnubílstjórum samstöðu með því að stoppa umferð um hjáleiðina þarna.

Hann stöðvaði nefnilega vörubílstjóra sem var ekki að taka þátt í mótmælunum, sá var reiður og tuskaði bílstjórann til þar til hann flúði inn í fólksbílinn sinn. Þá tók vörubílstjórinn sig til og undirbjó kranann  á bílnum sínum til þess að flytja fólksbílinn með burtu.

Það skiptir semsagt máli að fara ekki léttvopnaður í þetta götustríð.

P.S. hérna má sjá myndband af þessu atviki 

http://www.youtube.com/watch?v=Yzv0GAOWP5M 

Ingólfur, 23.4.2008 kl. 22:03

23 Smámynd: Fríða Eyland

Gott að vita að Mali malar, Sigurður.

Lögreglan tekur mjög misjafnlega á mótmælendum það er allavega deginum ljósara ...

Gleðilegt Sumar 

Fríða Eyland, 23.4.2008 kl. 22:43

24 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ertu búin að lesa blogg Viðars Helga Guðjohnsen og sjá myndbandið þar?

María Kristjánsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:10

25 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Búinn að skoða, en sjáðu þetta!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 23:29

26 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

hvað meinarðu með því að hafa aðeins sólahringstímamörk á því að skrifa komment við færslurnar þínar??  viltu alltaf eiga síðasta orðið........??  ákveðin ritskoðun?

Harpa Oddbjörnsdóttir, 24.4.2008 kl. 01:21

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Tímamörkin við að gera athugasemdir hjá mér er yfirleitt 14 dagar en frá því er einstaka sinnum brugðið. En hvað meinarðu með að vera ætla manni vafasamar tilhneigingar, "eiga síðasta orðið", "ritskoðun"?

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2008 kl. 09:32

28 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilegt sumar báðir, Sigurður og Mali

Marta B Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband