Veðrið á sumardaginn fyrsta

Hér er hægt að sjá veðrið á sumardaginn fyrsta allt til ársins 1881.

Meðalhiti, hámarks-og lágmarkshiti er frá 1936 á fylgiskjali fyrir Reykjavík og 1949 á Akureyri en frá Hallormsstað frá 1937-1948. Hámarks-og lágmarkshiti á öllu landinu er frá 1949. 

Einnig sést sólarhringsúrkoman fyrir Reykjavík árin 1885-1907 og frá 1921. Allar tölur eru frá því kl. 9 á sumardaginn fyrsta til kl. 9 daginn eftir. Þegar eyða er í dálki hefur engin úrkoma fallið en 0.0 merkir að úrkoman hafi ekki verið mælanleg.

Sólskinsstundir Reykjavík eru frá 1924 en 1949 frá Akureyri eins og úrkoman þar. 

Árin 1907-1919 er ekki raunverulegur hámarks-og lágmarkshiti fyrir Reykjavik heldur lægsti og hæsti álestur á hitamæla. Frá 1881 til 1902 eru hámarks-og lágmarksmælingar af sírita. Meðaltal þessara mælinga eru hafðar með að gamni en ekki er það alvöru meðalhiti sólarhringsins.

Ég bendi líka á umfjöllun um veðrið á sumardaginn fyrsta frá 1949 á vef Veðurstofunnar.  

Athugasemd: Augljós mistök sem voru á neðsta hluta töflunnar í gær hafa nú verið leiðrétt.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er alltaf eitthvert veður á Sumardaginn fyrsta.

Gleðilegt sumar, Siggi minn!

Þorsteinn Briem, 24.4.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Á Kjalarnesi og í Hvalfirði var milt veður í dag, smávegis rigningarsuddi um þrjúleytið. Síra Gunnari mæltist vel þegar hann talaði til fermingarbarna í litlu kirkjunni á Kjalarnesi, og þegar við ókum hjá fram hjá malargryfju á leiðinni í bæinn staðhæfði tveggja ára gutti að það væri búið að skemma fjallið, svona er nú gott uppeldið í minni fjölskyldu! Ertu annars búinn að kommentera á síðustu bók Jóns Kalmans? Ég er loks að lesa hana núna. Það er góð lesning, þykir mér. Gleðilegt sumar!

María Kristjánsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jón Kalman er náskyldur mér en því miður leiðist mér hann sem höfundur. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegt veður!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég trúi því ekki að þér leiðist hann! Er það setningaskipunin?

María Kristjánsdóttir, 25.4.2008 kl. 10:22

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er þessi langorði stílsmáti og "skáldlega" tilgerð sem mér leiðist. Og mér leiðist að leiðast það.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband