Hótanir

Það eru ekki bara ráðherrar og annað fínt fólk sem fær sendar hótanir í pósti.

Meira að segja ég, sem aldrei hef gert flugu mein að ráði, en skrifað nokkrar blaðagreinar, hef nokkrum sinum fengið sendar hræðilegar hótanir heim til mín.

Ein var frá einhverri frelsaðri jesúfrík. Hún vísaði mér beina leið til eilífs helvítis.

Ég held að  æði margir sem taka þátt í opinberum umræðum hafi sömu sögu að segja. Það er því erfitt að hafa einhverja ekstra samúð með ráðherrum þó þeir fái kaldar kveðjur.

Hins vegar hef ég alltaf samúð með þeim sem senda svona póst. Ég er sannfærður um að enginn þeirra mundi nokkru sinni gera mönnum mein. En það er einhver mikill sársauki í lífi þeirra og þeim er það einhver huggun harmi gegn að fá útrás á þennan tiltölulega skaðlausa  hátt.

Mig undrar að jafn lífsreyndir menn og ráðherrar skuli ekki gera sér grein fyrir þessu og yppta bara öxlum í stað þess að kvarta eins forsætisráðherra gerði í sjónvarpinu í gær, hvað þá að vera að birta á bloggi bænir hinna ógæfusömu um sinnu og athygli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þeir sem sendu mér bréfin voru nafnlausir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.4.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

'Þetta eru bara eymingjar'

Svava frá Strandbergi , 27.4.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband