"Kólnun" á Íslandi?

Í Speglinum í Ríkisútvarpinu áðan var viðtal við Halldór Björnsson um nýja og víst athyglisverða veðurfarsspá frá Þýskalandi. Spáin, sem reynir að stíla upp á náttúrlegan breytileika, gerir ráð fyrir að hér á landi muni kólna á næstunni en síðan hlýna því meir.

En nú vaknar spurningin. Kólna frá hverju? Ef kólna á frá t.d. meðalhitanum 1961-1990 mun verða æði kalt miðað við það sem við höfum vanist síðasta áratuginn. Þessi síðasti áratugur hefur verið afskaplega hlýr og það hlýnaði svo skyndilega og mikið (kringum 1996) að það er nánast borðleggjandi að þar er á ferðinni sterk náttúruleg sveifla upp á við ofan á gróðurhúsaáhrifin sem lengi vel áttu reyndar erfitt uppdráttar hér á landi. Það er varla hægt að búast við því að þau hlýindi sem ríkt hafa á Íslandi undanfarin ár verði viðvarandi ástand. Þess vegna mun nokkuð örugglega kólna frá því sem nú er. Og það þarf enga sérfræðinga til að segja sér það.

Ekki hef ég séð þessa útlendu spá. En það sem var verið að færa þjóðinni áðan í Speglinum segir einfaldlega ekki neitt eins og það var sett fram. Nema það að íslenskt veðurfar er miklum sveiflum undirorpið.

Ég skil ekki tilganginn með þessum upplýsingum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég hlustaði líka á þetta viðtal. Ætli það sé ekki verið að tala um einhverskonar bakslag þar sem ársmeðalhitinn er nær meðaltalinu frá 1961-1990 og þá sennilega vegna einhverja breytinga á ríkjandi vindáttum. Annars vantaði allt þetta í viðtalið svo maður verður bara að giska. Kannski förum við að sjá almennilegan hafís nema hann verði allur bráðnaður á pólnum, sem gæti reyndar gerst strax í sumar ef sumarið þar norðurfrá verður eins og í fyrra.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.5.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband