4.5.2008 | 13:16
Fagurhólsmýri þegir
Enginn veðurskeyti hafa borist frá Fagurhólsmýri í nokkra daga. Það er þó ekki búið að leggja hana niður sem mannaða veðurstöð? Slíkum stöðvum fækkar sí og æ.
Einu er ég að pæla í. Hvernig verður með staðfestingu hita- og kuldameta þegar stöðvar sem mælt hafa hitann á kvikasilfursmæla breyta yfir alfarið í sjálfvirkar mælingar? Það kemur nefnilega all-oft fyrir á veðurstöðvum sem mæla bæði á kvikasilfur og sjálfvirkt að hámarkshitinn á sjálfvirka mælinum er þrjú til fjögur stig hærri en á kvikasilfrinu (t.d. á Eyrarbakka í gær). Sem sagt ef t.d. mældust 30 stiga hiti á sjálfvirka mælinum á Fagurhólsmýri yrði það staðfest sem hitamet en 28.5 stig hafa þar hæst mælst á kvikasilfursmæli.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Mannaðar athuganir á Fagurhólsmýri heyra nú sögunni til - eftir rúmlega 100 ára samfelldan athugunartíma. Athugunarmenn sögðu upp - reynt var að fá aðra í nágrenninu - en enginn er tilkippilegur. Útlit er fyrir að Hraun á Skaga fari sömu leið mjög fljótlega - þar hefur verið mælt í meira en 50 ár. Trausti Jónsson
Trausti Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:35
Voðalegt vandræðaástand er þetta! Bráðum verður bara ekkert veður!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 00:20
Heill og sæll veðurstjóri! Ég er nú að vona að þú brjótir fyrr en seinna lífsregluna um að skrifa bara um veðrið. Annars finnst mér að það eigi eingöngu að skrifa um brjálað veður. Mikið hefur verið gott undanfarið að búa ekki norður í rassgati á kafi í snjó. Allir að flytja suður!
Kveðja, Viðar J.
Viðar Jónsson, 5.5.2008 kl. 00:31
Þetta er nú ekki einleikið. Ég var að skoða síðuna þína Viðar rétt í þessu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 00:50
Það væri kannski ráð að biðla til hans Fjölnis á þeim fræga bæ Hala í Suðursveit. Það er ekki langt undan og Fjölnir og synir hans eru röggsamir menn. Sáu meðal annars um Jökulsárlón og byggðu up þá starfsemi, sem er þar.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2008 kl. 02:40
Það væri svo sem gaman að fá athuganir á Hala en það yrði bara önnur veðurathuganastöð alveg eins og Kvísker þar sem er sjálfvirk stöð og sýnir ekki sama veðurfar og á Fagurhólsmýri. Það er hin langa samfella á Fagurhólsmýri sem er svo mikilvæg. Nú rofnar hún og það er þetta rof sem er það vonda þegar stöðvar með langa sögu hætta að vera mannaðar. Grímsey hætti líka eftir meira en hundrað ára sögu. Hvenær kemur að því að elsta stöðin, Stykkishólmur, hættir að vera mönnuð?
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 07:52
Veðurathuganir í Öræfum
05.05.2008
Sigrún Sigurgeirsdóttir sem hefur séð um veðurathugunarstöðina á Fagurhólsmýri síðustu árin hefur sagt starfi sínu lausu og hætti 30.apríl sl. Ástæðuna fyrir því að Sigrún hættir segir hún fyrst og fremst vera þá að starfið sé alltof bindandi og aldrei hægt að bregða sér frá og launin eru þannig að ekki er hægt að hafa þetta sem aðalatvinnu. Það er erfitt að stunda aðra vinnu með þessu starfi þar sem veðurathugun er kl 6-9-12 - 18 og 21. Ég hef aldrei tekið mér frí þessi ár síðan ég tók við veðurathuguninni af bróður mínum og finnst mér kominn tími til að breyting verði þar á. Sigrún veit ekki hvar veðurathugunarstöð fyrir Öræfin kemur til með að vera eð hvort hún verður endanlega lögð niður a þessu svæði.
Aðspurð um veðurfar í Öræfum í vetur sagði Sigrún að það hefði eiginlega einkennst af miklum sveiflum, mikill vindur og svo logn og blíðskapar veður. Fremur kalt hefur verið sem er hagstætt fyrir gróðurinn þannig að hann fari ekki að taka við sér um hávetur eins oft hefur gerst síðustu árin. Núna er þetta allt að lifna og ég er viss um að við fáum gott sumar sagði Sigrún í lokin.
Tekið af www.hornafjordur.is
Kveðja frá suðausturlandinu þar sem lognið fer mis hratt yfir.
Runólfur Jónatan Hauksson, 5.5.2008 kl. 11:49
Fólk nú á dögum er miklu hreyfanlegra en fyrir nokkrum áratugum. Veðurathuganir eru því enn meira bindandi núna en nokkru sinni fyrr. Það er alltaf eftirsjá að veðurstöðvum sem lengi hafa athugað og flutningar stöðva skapa ýmis vandamál með samfellu í athugunum. Sjálfvirkar stöðvar hafa þó þann mikla kost að þær eru alltaf að allan sólarhringinn. Þær hafa t.d. gjörbreytt þekkingu manna á vindafari landins þann tíma sem þær hafa starfað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 14:53
Eitt í viðbót um breytta tíma: Á fyrstu áratugum Veðurstofunnar var það furðu algengt að veðurathuganamenn neituðu að þiggja greiðslu fyrir verk sín. Þeir gerðu þau ánægjunnar vegna og í þeirri vissu að þau væru mikilvæg fyrir þjóðina frá ýmsum sjónarhornum. Nú hafa menn engan skilning á neinu nema eigin þægindum og eigin fjárhag.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.5.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.