17.5.2008 | 13:14
Meðalhitinn er nú 8.2 stig
Nú er maímánuður hálfnaður og reikna ég meðalhitann 8,2 stig í Reykjavík. Það er 2.8 stigum fyrir ofan meðallag og hafa fáir maímánuðir gert það eins gott þegar þeir eru hálfnaðir. Hins vegar hefur kólnað síðustu daga.
Næstu daga verður svipað veður og mun meðalhitinn fremur fara niður en upp. Það veltur því á síðasta sprettinum hvort þetta verður fyrsti átta stiga maí í Reykjavík síðan 1974 eða ekki. Ef við fengjum reglulega góðan hlýindakafla væri sigurinn í höfn. Slíkir kaflar koma oft seinni hluta maí og mánuðurinn hlýnar að meðalhita reyndar um meira en heilt stig á þeim dögum sem eftir er af árstíðalegum orsökum. Fáum við hins vegar kuldakast með næturfrostum er þetta búið spil.
Það er tiltölulega ekki eins hlýtt fyrir norðan. Hlýindin njóta sín nú best á suðurlandi, frá Skaftafellsýslum og upp í Borgarfjörð. Það er samt ekki kalt annars staðar, nokkuð yfir meðallagi. Annars er það eftirtektarvert að hitinn hefur verið jafn og fremur hár en þó ekki sérstaklega mikill miðað við það sem getur orðið en án allra alvöru kuldakasta. Frostlaust er enn í Reykjavík það sem af er mánaðarins.
Ég verð að játa sem mjög óþjóðhollur Íslendingur að mér finnst það miklu meira spennandi hvort maí nær 8 stigum í Reykjavík en hvort versta lag í heimi, This is me life, kemst áfram í júrovísjón, sem ég held að sé alveg útilokað. Þó þessi keppni sé að vísu mesta lágkúra í heimi þá er hún ekki svo mikil lákúra.
En átta stiga maí er sko engin lágkúra!
Og hann ætti að veita hysterískum vitsmunaverunum sem hakka í sig þessa veðursíðu ómælda ánægju!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hysterísk vitsmunavera stimplar sig inn en er á þeirri skoðun að þetta júróvisjóndæmi komi þjóðhollustu ekkert við. Þetta snýst um smekkleysi eða smekkvísi og bendi í því sambandi á fínt innlegg Emils í því sambandi.
Annars var nú ansi notalegt þegar hlýnaði um daginn.
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2008 kl. 13:24
Það er naumast að ég er í sambandi!
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2008 kl. 13:26
Ég held að það sé nú alveg á mörkunum að þú sért í sambandi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2008 kl. 13:29
Já, ætli það sé ekki bara alveg rétt hjá þér...
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.5.2008 kl. 13:33
Veðurblogg með Eurovisionívafi finnst mér vera til fyrirmyndar. Ég er bjartsýnn fyrir hönd maímánaðar, hann á eftir að standa sig með prýði og komast í 8 stiga hópinn og þótt hið íslenska Júróband sé fulltrúi lágkúrunnar þá eru samt talsverðar líkur á að þau nái einnig tilsettum stigum og komist áfram. Allt ákaflega spennandi hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.5.2008 kl. 21:26
jú hún, KEPPNIN, er svo mikil lágkúra, só sorrí
eina sem ég get sagt er að ég hef áhyggjur af veðurívafi mínu!
halkatla, 18.5.2008 kl. 03:56
en er hægt að keppa í veðri??? þar gætum við staðið okkur vel a.m.k. hvað vind varðar.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.